Afmælishátíð SSV er í dag

SSVFréttir

Í dag halda Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi upp á 50 ára afmæli samtakana.

Af því tilefni er boðað til ráðstefnu í Hjálmakletti í Borgarnesi. Í upphafi ráðstefnunnar klukkan 13:00 mun Sævar Kristinsson frá KPMG kynna niðurstöður úr sviðsmyndagreiningu um mögulega þróun atvinnulífs og samfélags á Vesturlandi. Í kjölfarið munu nokkrir ungir Vestlendingar kynna sína sýn á framtíðina og dagskrá ráðstefnu mun ljúka með pallborðsumræðum sem Gísli Einarsson stýrir. Að ráðstefnunni lokinni munu SSV standa fyrir afmælisfagnaði í Hjálmakletti.

Formenn SSV frá upphafi:
Alexander Stefánsson 1969-1975
Húnbogi Þorsteinsson 1975-1978
Árni Emilsson 1978-1980
Sigurður Þórólfsson 1980-1981
Sturla Böðvarsson 1981-1983
Hörður Pálsson 1983-1984
Kristinn Jónsson 1984-1985
Kristófer Þorleifsson 1985-1986
Georg Hermannsson 1986-1986
Gunnar Már Kristófersson 1986-1988
Jón Böðvarsson 1988-1990
Eyjólfur Torfi Geirsson 1990-1994
Björn Arnaldsson 1994-1996
Pétur Ottesen 1996-1998
Björg Ágústsdóttir 1998-1999
Gunnar Sigurðsson 1999-2002
Kristinn Jónasson 2002-2003
Helga Halldórssdóttir 2003-2006
Sigríður Finsen 2006-2008
Páll S. Brynjarsson 2008-2010
Sveinn Kristinsson 2010-2012
Gunnar Sigurðsson 2012-2014
Ingveldur Guðmundsdóttir 2014-2016
Kristín B. Árnadóttir 2016-2016
Rakel Óskarsdóttir 2017-2018
Eggert Kjartansson 2018-