Aðalfundur SSV á Hótel Hamri.

SSVFréttir

Aðalfundur SSV var haldinn á Hótel Hamri 19 mars s.l.

Sama dag héldu Starfsendurhæfing Vesturlands, Símenntunarmiðstöð Vesturlands, Heilbrigðisnefnd Vesturlands og Sorpurðun Vesturlands sína aðalfundi.  Um 50 sveitarstjórnarfulltrúar og gestir sóttu fundina.

Á aðalfundi SSV var lögð fram árskýrsla samtakanna, en þar kom fram að starfsemi SSV var með svipuðum hætti og undanfarið en verkefni tengd Sóknaráætlun Vesturlands verða sífellt umfangsmeiri.  Helstu verkefni SSV eru; ýmis verkefni fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi, rekstur atvinnuráðgjafar, umsjón með Sóknaráætlun Vesturlands, almenningssamgöngur, menningarmál, fjárhagsleg umsýsla fyrir þjónustusvæði um málefni fatlaðra og umsjón með rekstri Sorpurðunar Vesturlands.  Í ársreikningi SSV sem samþykktur var á fundinum kom fram að reksturinn gekk vel árinu 2017 og skilaði afgangi að upphæð rúmar 9 m.kr.  Rekstur almenningssamgangna hefur verið færður inn í sérstakt félag NVB ehf. sem eru í eigu SSV, Fjórðungssambands Vestfirðinga og Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.  Í uppgjöri á rekstri almenningssamgangna kom fram að á árinu 2017 varð tap upp á ríflega 7 m.kr. á verkefninu.

Stjórn SSV mun sitja fram að Haustþingi 2018, en þá verður kosin ný stjórn til tveggja ára í kjölfar sveitarstjórnakosninga sem fara fram 26 maí 2018.  Núverandi formaður SSV er Rakel Óskarsdóttir bæjarfulltrúi á Akranesi.“

 

Hér fyrir neðan eru ársreikningar og ársskýrsla SSV.

Ársreikningur SSV 2017

Ársskýrsla SSV 2017