Veðurathugunarstöð við Fíflholt

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Þjónustusamningur milli Veðurstofu Íslands og Sorpurðunar Vesturlands hf.

um rekstur veðurstöðvar í Fíflholtum.

Sorpurðun Vesturlands hf. og Veðurstofa Íslands hafa gert með sér samning um sameiginlega kostun á uppsetningu og rekstur veðurathugunarstöðvar í Fíflholtum. Veðurstofan sér um rekstur, eftirlit og viðhald sjálfvirkrar veðurathugunarstöðvar við sorpurðunarstöðina í landi Fíflholta og er stefnt að því að hún verði komin í gagnið eigi síðar en 1. mars 2006.


Stöðin mælir lofthita, rakastig, vindátt, 10 mín. meðalvindhraða, 3 sek. vindhviðu og úrkomu og eru mæligögn skráð á 10 mín. fresti.

Samningurinn gildir til ársloka 2010.

Engin veðurstöð hefur verið í Fíflholtum en með uppsetningu veðurstöðvar eru nýjustu mæligögn birt á vefsíðu Veðurstofunnar og eru þau þar opin og aðgengileg almenningi. Þeir verktakar sem losa sorp í Fíflholtum geta því sannreynt á heimasíðu Veðurstofunnar veðráttuna í Fíflholtum en þar er oft hvasst og þarf því að loka fyrir móttöku sorps vegna hvassviðris. Einnig batnar þjónustan við vegfarendur verulega þar sem engin veðurathugunarstöð hefur verið staðsett svo nálægt Snæfellsnesþjóðveginum sem nú verður raunin.