Laust starf – starfmaður í atvinnuráðgjöf.

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óska eftir að ráða til starfa atvinnuráðgjafa í fullt starf með staðsetningu á Snæfellsnesi en starfssvæðið er Vesturland.

Umsækjendur þurfa að hafa háskólamenntun, helst af rekstrar- og/eða á ferðaþjónustusviði.

Auglýst er eftir fjölhæfum, traustum einstaklingi sem á gott með að vinna sjálfstætt og setja sig inn í mismunandi aðstæður.

SSV – þróun og ráðgjöf starfa samkvæmt samningi við Byggðastofnun um verkefni á sviði atvinnu- og byggðaþróunar á Vesturlandi. Því er um fjölbreytt og skemmtilegt starf að ræða.

Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf í haust.

Nánari upplýsingar um starfið gefur Ólafur Sveinsson, olisv@ssv.is; GSM: 892-3208 eða Hrefna B. Jónsdóttir, hrefna@ssv.is. GSM: 863-7364,

Starfsumsókn skal sendast til Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi eða á netfangið ssv@ssv.is fyrir 5. ágúst 2005.