Bættur rekstur – Betri afkoma

SSVFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi mun halda fundi til að kynna verkefnið „Bættur rekstur – Betri afkoma til að örva nýsköpun í starfandi fyrirtækjum á Vesturlandi 2019“. Verkefnið er áhersluverkefni í Sóknaráætlun Vesturlands og verður unnið í samvinnu við ráðgjafafyrirtækið Áttir ehf.

Styrkir til atvinnumála kvenna

SSVFréttir

Vinnumálastofnun/velferðarráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2019 lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur um styrki til atvinnumála kvenna

Akranesviti talin ein besta ferðauppgötvun ársins

SSVFréttir

Ferðablaðamenn breska tímaritsins Guardian fara fögrum orðum um Akranesvita í nýrri grein, „The best travel discoveries of 2018: chosen by Guardian writers“. Þar telja þeir Akranesvita meðal tólf bestu uppgötvana í ferðamennsku árið 2018. Blaðamaðurinn Robert Hull segir frá heimsókn sinni á Akranes. Á meðan félagi hans einbeitti sér að myndatökum með Akrafjall og Esjuna í baksýn, þá gekk hann …

Vesturland valið vetraráfangastaður Evrópu

SSVFréttir

Annað árið í röð hefur Vesturland hlotið viðurkenningu hjá tímaritinu Luxury Travel Guide. Árið 2017 var það valið sem myndrænasti áfangastaður Evrópu en árið 2018 sem vetraráfangastaður Evrópu, eða; ,,Winter Destination of Europe 2018“. Tímaritið sérhæfir sig í skrifum um áfangastaði, hótel, heilsulindir, tækni og fleira en blaðið leggur áherslu á betur borgandi ferðamenn. „Vesturland var valið vegna mikillar náttúrufegurðar …

Stjórn SSV ályktar um veggjöld

SSVFréttir

Á fundi sínum 12. desember s.l. samþykkti stjórn SSV samhljóða svohljóðandi ályktun um veggjöld. „Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fagnar áformum um að notuð verði veggjöld til að fjármagna stórfelldar og nauðsynlegar samgöngubætur sem fyrirhugaðar eru á næstu árum.  Með innheimtu veggjalda er einnig hægt að fjármagna átak til uppbyggingar á leiðum á Vesturlandi eins og Uxahryggjum, Skógarströnd og fjölmörgum …

Sældarhagkerfið og byggðamál: Náttúrugæði og val um búsetu?

VífillFréttir

Í haust flutti Vífill Karlsson, hagfræðingur hjá SSV, erindi sem hann kallaði „Sældarhagkerfið og byggðamál: Að hvað miklu leyti hafa umhverfisþættir áhrif á ákvörðun um búsetuval einstaklinga?“. Erindið var flutt á Byggðaráðstefnu Byggðastofnunar sem var í Stykkishólmi. Þar sagði hann frá frumniðurstöðum rannsóknar sinnar sem fjallar um það að hve miklu leyti umhverfisþættir eins og náttúrugæði, friðsæld og fleira hefðu …

Snæfellsbær hlýtur Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu 2018

SSVFréttir

Snæfellsbær hlaut á dögunum Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir verkefnið „Bjarnarfoss í Staðarsveit – aðgengi fyrir alla allt árið“. Bjarnarfoss er tignarlegur foss sem fellur fram af hamrabrúninni upp af Búðum á Snæfellsnesi. Verkið var unnið á árunum 2015 – 2016 og er gott dæmi um hvernig heimafólk og sveitarfélag, með liðsinni Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða, hafa unnið faglega að uppbyggingu áningarstaðar þar sem …