Mars, 2025

26mar09:30- 15:30Aðalfundur SSVHótel Hamar

Meira

Nánari upplýsingar

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fer fram á Hótel Hamri, Borgarnesi miðvikudaginn 26. mars 2025.  Sama dag verða einnig aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands.

Dagskrá miðvikudaginn 26. mars verður sem hér segir:

Kl.09:30 Aðalfundur Starfsendurhæfingar Vesturlands

Kl.10:15 Aðalfundur Símenntunar Vesturlands

Kl.11:15 Aðalfundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands

Kl.12:30 Hádegisverður

Kl.13:15 Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands

Kl.14:15 Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi

 

Eftirtaldir dagskrárliðir verða teknir fyrir á aðalfundi SSV samkvæmt lögum SSV:

  • Skýrsla  stjórnar SSV um starfsemi liðins árs
  • Ársreikningur  SSV, ásamt skýrslu endurskoðanda
  • Breyting á stjórn
  • Ákvörðun um laun og þóknun til stjórnar og nefnda
  • Kosning endurskoðanda
  • Önnur mál löglega fram borin

 

Seturétt á aðalfundi SSV eiga sveitarstjórnarfulltrúar á Vesturlandi sem kosnir eru af sveitarfélögunum sem fulltrúar á aðalfund SSV. Nánar er kveðið á um kjör fulltrúa á aðalfund í 5. gr. laga SSV.  Ársreikningur SSV ásamt ársskýrslu fyrir árið 2024 verða send sveitarfélögunum fyrir aðalfundinn.  Vakin er athygli á því að á Haustþingi SSV í október 2024 var samþykkt fjárhags- og starfsáætlun fyrir árið 2025.   

 

Klukkan

(Miðvikudagur) 09:30 - 15:30

[was-this-helpful]
Samtök Sveitarfélaga á vesturlandi Samtök Sveitarfélaga á vesturlandi
433 2310
X