Sældarhagkerfið og byggðamál: Náttúrugæði og val um búsetu?

Vífill

Sældarhagkerfið og byggðamál: Náttúrugæði og val um búsetu?

Val á búsetu getur verið flókið ferli. Þarna vigta margir þættir og misjafnlega inn og ekki síst umhverfisþættir. Þetta samrýmist kenningu Jennifer Roback (1982) um skynvirði. Alla varðar um umhverfi sitt en sumu fólki er fjölbreytt náttúra, friðsæld og annað sem borgir skortir, það mikils virði að hamingja þeirra er hvergi meiri en þar sem náttúran er óspillt og mengun lítil að þeir fórna miklum verðmætum með búsetu sinni eins og möguleikum til hárra launa og tækifærum á framabraut. Fólk er því ólíkt: Hefur ólíkar þarfir og langanir. Af þessum ástæðum er áhugavert að rifja upp hugmyndir Tiebout (1956). Í kenningu sinni um staðbundið skynvirði sagði hann ýmsa þjónustu vera aðdráttarafl fyrir sveitarfélögin og taldi að mikilvægt væri að sveitarfélög væru mörg og ólík til þess að auka líkurnar á að sem flestir, ólíkir einstaklingar, geti búið við þau lífsgæði sem fullnægja þeim og gerir þá hamingjusama í þeirri viðleitni að viðhalda fjölbreyttu mannlífi. Í þessu erindi verða settar fram nýjar vísbendingar um mikilvægi náttúrugæða fyrir alla íbúa en jafnframt áhugaverðan mun á þeim. Gögnin verða mátuð við kenningar Roback (1982) og fleiri sem voru fyrstir til að benda á mikilvægi skynvirðisþátta eins og náttúrugæða í því hvar fólk velur að búa. Margt bendir til að skýr munur sé hjá fólki sem býr í túnjaðri borgarinnar t.a.m. á Reykjanesi og þeim sem búa afskekkt t.a.m. á Ströndum. Greiningin byggir á stórri íbúakönnun sem gerð var í öllum landshlutum nema Austurlandi, Norðurlandi eystra og höfuðborgarsvæðinu og rúmlega 6.000 svöruðu.