38 – Sorpurðun Vesturlands
F U N D A R G E R Ð
Sorpurðunar Vesturlands hf.
Stjórnarfundur haldinn í stjórn Sorpurðunar Vesturlands hf. föstudaginn 16. mars 2007 kl. 12 að Hótel Hamri.
Mættir voru: Guðbrandur Brynjúlfsson, Gunnólfur Lárusson, Sæmundur Víglundsson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Kristinn Jónasson, Bergur Þorgeirsson og Magnús Bæringsson. Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri sem einnig ritaði fundargerð.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Undirbúningur aðalfundar.
2. Fíflholt.
3. Önnur mál.
Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.
1. Undirbúningur aðalfundar
Formaður fór yfir starfsmenn aðalfundar, tillögur um arðgreiðslu, uppstillinganefnd, o.fl
2. Fíflholt
Stjórn fjallaði um stöðu mála í Fíflholtum. Foknetið er ekki uppi sem er óviðunandi.
Stjórn felur framkvæmdastjóra að setja sig í samband við forsvarsmenn GámaþónustuVesturlands og óska eftir fundi með yfirmönnum rekstursins í Fíflholtum og þar verði farið yfir þá hluti sem stjórn er ósátt við.
3. Önnur mál.
Rætt um útboðsmál og framtíðarrekstur urðunarstaðarins í Fíflholtum.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundarritari.
Hrefna B. Jónsdóttir.