84 – Sorpurðun Vesturlands

admin

84 – Sorpurðun Vesturlands

Fundur í stjórn í Sorpurðunar Vesturlands hf. haldinn mánudaginn 13. júní  2016 kl. 16:00 á skrifstofu SSV í Borgarnesi

Mætt voru: Arnheiður Hjörleifsdóttir, Auður H Ingólfsdóttir, Finnbogi Leifsson, Karitas Jónsdóttir, Kristinn Jónasson og Sturla Böðvarsson. Sævar Jónsson boðaði forföll.  Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri.

Aldursforseti stjórnar, Sturla Böðvarsson, setti fund og gekk til fyrsta dagskrárliðar:

1. Kosning formanns og varaformanns stjórnar.
Hann gerði það að tillögu sinni að Kristinn Jónasson yrði formaður stjórnar og komu ekki aðrar tilnefningar.  Kristinn þakkaði það traust sem stjórnin sýnir honum og gerði að tillögu sinni að Auður H Ingólfsdóttir yrði varaformaður.  Samþykkt.

2. Fundargerðir síðustu funda.
a. stjórnarfundur 8. mars og aðalfundur 6. apríl.
Lagðar fram og samþykktar.

3. Erindi Borgarbyggðar, samstarf um rekstur gámastöðvar.
Erindi lagt fram.  Samstarf um rekstur gámastöðvar við starfsstöð Sorpurðunar Vesturlands hf í Fíflholtum.  Framkvæmdastjóra falið að ræða við Borgarbyggð um útfærslur.

4. Erindi til Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins
a. um fjárhagslegan stuðning fyrir rannsóknarverkefni.
Samband íslenskra sveitarfélaga, EFLA, verkfræðistofa og Sorpurðun Vesturlands hf. sóttu sameiginlega um stuðning fyrir rannsóknarverkefni.  Verkefnið gengur út á að finna leiðir til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá urðunarstöðum á Íslandi.  Styrkur hefur verið veittur til verkefnisins sem er ánægjulegt.  Stjórn fagnar framlagi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

5. Samstarfshópur um nýtingu lífræns úrgangs til landbóta
a. erindisbréf og ósk um fulltrúa í nefndina.

Lagt fram stutt samantekt yfir stofnun formlegs samstarfshóps.  Í samtektinni er farið yfir áherslusvið og á hvaða verkefni hópurinn skuli einbeita sér að í upphafi, þ.e. skýra núverandi regluverk og afla upplýsinga um magn og uppruna lífræns úrgangs.  Framkvæmdastjóri Sorpurðunar hefur starfað með hópnum allt frá því farið var að hittast og ræða málin með óformlegum hætti.  Með erindi formanns hópsins, Lúðvíks e Gústafssonar er óskað eftir því að Sorpurðun Vesturlands tilnefni fulltrúa sinn formlega í hópinn.  Samþykkt að Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri verði fulltrúi Sorpurðunar í starfshópnum.

6. Rekstur urðunarsvæðisins
a. Útboð og niðurstaða þess
Jónas Guðmundsson ehf. Var með lægsta tilboð í tilboðsverk um hreinsikerfi sigvatns í Fíflholtum, eða alls kr. 10.999.500 m/vsk.
b. Meindýravarnir
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir meindýraeyðingu á urðunarsvæðinu.  Lítið hefur verið um ref í vetur en talsvart af fugli kom með vorinu.
c. Hreinsunarátak
Nokkuð er um fok á svæðinu en nokkur tiltekt hefur átt sér stað í sumar.  Samþykkt að fá ungmennafélagið Björn Hítdælakappa í hreinsunarstarf.
d. Gróðursetning
Lögð fram greinargerð Guðbrands Brynjúlfssonar dags. 12.06.sl. en 8. júní sl. fóru Guðbrandur og framkvæmdastjóri um svæðið í Fíflholtum m.t.t. þess að skoða áframhaldandi áætlanir um gróðursetningu trjáa á urðunarsvæðinu.

7. Umhverfisstofnun
a. Reglubundið eftirlit frá 9. júní 2016
Framkvæmdastóri reifaði heimsókn eftirlitsaðila Umhverfisstofnunar en hefðbundið eftirlit átti sér stað þann 9. júní sl.  Engin skýrsla liggur fyrir enn sem komið er enda stutt um liðið.
b. gasmælingar
Lagðar fram fyrstu gasmælingarniðurstöður frá EFLU, verkfræðistofu.

8. Nefnd um aukna hagsmunagæslu í úrgangsmálum.
a. Sjá fundargerðir frá Úrvinnslusjóði og erindi frá Sorpu og endur- vinnslunni varðandi rafeinda- og raftækjaúrgang og meðhöndlun á vegum sveitarfélaga.
Lögð fram.   Framkvæmdastjóri fylgdi málinu eftir.

b. Umsögn um frv. til laga um meðhöndlun úrgangs, 670. mál.
Lögð fram

9. Önnur mál.
a. Ráðstefna og sýning á vegum FENÚR 9. – 10. sept. 2016

Lagt fram
b. Erindi Orra Vigfússonar
Óskað er eftir því að upplýst verði hvað miklu magni af laxaafurðum frá fiskeldi hafi verið tekið á móti á þessu ári til urðunar.  Viðkomandi upplýsingar liggja ekki fyrir.

c. Lokaskýrska, stefnumótun í úrgangsmálum
Lögð fram. Nokkur umræða varð um plaggið og er stjórn á einu máli um að samantekt sem þessi sé afar þörf.  Bókun stjórnar er eftirfarandi:

Í skýrslu starfshóps um stefnumótun í úrgangsmálum kemur fram það viðhorf að flokkun úrgangs á heimilum sé ekki viðmið í sjálfu sér, heldur einungis aðferðafræði sem hægt sé að beita til að nýta betur það sem til fellur sem úrgangur, annað hvort með endurnýtingu eða endurvinnslu.

Stjórn Sorpurðunar Vesturlands hf. vill ítreka að flokkun úrgangs er oft fyrsti snertiflötur íbúa við hugmyndafræði um sjálfbæra þróun og verður gjarnan hvati að því að fólk byrjar að flokka heimilisúrgang og velta fyrir sér eigin neysluvenjum, þ.e. hvernig draga má úr óþarfa neyslu.  Þannig getur aukin flokkun almennings styrkt skilning á þeirri hugmyndafræði sem liggur að baki hringrásarhagkerfinu en vísað er til þess í skýrslunni.

Samþykkt.

d. Ráðstefna og erindi Lúðvíks á Akureyri 2. maí sl.
Framkvæmdastjóri sagði frá ferð sinni til Akureyrar á ráðstefnu norðlendinga um hvernig fylgja skuli eftir svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.

e. Styrkur til ADHD
Samþykkt að veita styrk til Athygli, hjólað í kringum landið, kr. 150.000.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:45
Fundarritari: Hrefna B Jónsdóttir.