35 – Sorpurðun Vesturlands
Stjórnarfundur
Sorpurðunar Vesturlands hf.
Haldinn miðvikudaginn 23. ágúst 2006.
Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. haldinn miðvikudaginn 23. ágúst 2006. Hófst fundurinn kl. 16 í Fíflholtum en síðan var fundi fram haldið á Hótel Hamri.
Mætt voru: Guðbrandur Brynjúlfsson, formaður, Sæmundur Víglundsson,
Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Kristinn Jónasson og Bergur Þorgeirsson. Auk þess sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdasjtóri.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Heimsókn í Fíflholt. Úttekt íbúðarhúsnæðis. Afdrif ?
2. Framkvæmdir í Fíflholtum
3. Asbests
4. Vanskil viðskiptaaðila.
5. Verkefnisstjórn. Gangur mála um úrvinnslu verkefna í samræmi við aðgerðaáætlun í svæðisáætlun. Kynning á Vesturlandi ?
6. Vaxtarsamningur fyrir Vesturland.
7. Önnur mál
Heimsókn í Fíflholt. Úttekt íbúðarhúsnæðis. Afdrif ?
Stjórarmenn skoðuðu ástand íbúðarhúss í Fíflholtum. Ákveðið að farga húsinu og framkvæmdastjóra falið að fylgja þeirri framkvæmd eftir.
Framkvæmdir í Fíflholtum
Stjórn skoðaði framkvæmdir við nýja urðunarrein fyrir almennt sorp og urðunarrein fyrir asbests.
Haldið til Hótel Hamars.
Asbest
Unnið hefur verið að verklagsreglu fyrir móttöku asbeströra til Fíflholta. 9. ágúst var verklagsregla Sorpurðunar hf. send til Umhverfisstofnunar og hafa ekki athugasemdir borist. Búast má við því að fyrstu rörin berist til Fíflholta á næstu dögum. Samkvæmt áætlun Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar er reiknað með 8 km af rörum til urðunar á þessu ári sem samsvarar ca. 800 tonnum í magni.
Vanskil viðskiptaaðila.
Framkvæmdastjóri fór yfir vanskil viðskiptaaðila Sorpurðunar hf.
Verkefnisstjórn. Gangur mála um úrvinnslu verkefna í samræmi við aðgerðaáætlun í svæðisáætlun. Kynning á Vesturlandi ?
Reifað hefur verið með hvaða hætti best er að kynna áframhaldandi vinnu varðandi aðgerðaráætlun svæðisáætlunar á Vesturlandi. Kynningin hefur fengið tíma á aðalfundi SSV 15. sept n.k. til stuttrar
kynningar fyrir sveitarstjórnarmenn á svæðinu.
Fulltrúi frá Sorpu eða verkfræðistofunni VGK mun kynna verkefnið og stöðu þess.
Vaxtarsamningur fyrir Vesturland.
Framkvæmdastjóri kynnti stöðu í vinnu varðandi vaxtarsamning fyrir Vesturland. Undirskrift samningsins mun fara fram á aðalfundi SSV 15. september n.k.
Önnur mál
Sorpmagn.
Framkvæmdastjóri fór yfir magn sorps sem komið hefur til urðunar í Fíflholt á árinu. Í lok júlí var búið að urða 7.527 tonn sem er 22% aukning m.v. magn urðunar á sama tíma á árinu 2005.
Vinnuhópur SSV – sameina aðalfundi á eitt ársþing.
Framkvæmdastjóri sagði frá tillögu vinnuhóps sem starfað hefur á vegum stjórnar SSV sem fjallað hefur um kosti og möguleika á að breyta samþykktum stofnana og fyrirtækja sem eru í eigu sveitarfélaga þannig að sameina megi aðalfundi þeirra þannig að ár hvert verði haldið eitt ársþing þar sem aðalfundir verða haldnir. Sorpurðun Vesturlands hf. er eitt þeirra félaga sem hefur verið fjallað um m.t.t. þessa.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30.
Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.