Framhaldsaðalfundur – Heilbrigðisnefnd Vesturlands – aðalfundir

admin

Framhaldsaðalfundur – Heilbrigðisnefnd Vesturlands – aðalfundir

Fundargerð

framhaldsaðalfundar HeV sem haldinn var í Borgarnesi 21. júní 2006

 

Mættir voru með umboð: Kristinn Jónasson, Snæfellsbæ, Jón Pálmi Pálsson Akranesi, Arnheiður Hjörleifsdóttir Hvalfjarðarsveit, Erla Friðriksdóttir Stykkishólmi, Davíð Pétursson Skorradalshreppi og Finnbogi Rögnvaldsson, Borgarbyggð.

Stjórnarmennirnir Rúnar Gíslason, Hallveig Skúladóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir, Finnbogi Rögnvaldsson og Jón Pálmi Pálsson.

Starfsmenn: Helgi Helgason og Laufey Sigurðardóttir

Gestur fundarins: Björn Elíson, Akranesi

 

1.      Fundur settur: Rúnar setti fundinn og bauð menn velkomna. Tók hann síðan að sér fundarstjórn og bað Helga að rita fundargerð.

 

2.      Kosning uppstillingarnefndar. Kosnir voru: Kristinn Jónasson, Jón Pálmi Pálsson og Finnbogi Rögnvaldsson.

 

3.      Kosning aðal- og varamanna í stjórn HeV.

Uppstillingarnefnd kom fram með tillögu um eftirfarandi stjórnarmenn:

Aðalmenn                                                       Varamenn

Björn Elíson Akranesi, formaður            Arnheiður Hjörleifsdóttir, Hvalfjarðarsveit           

Rósa Guðmundsdóttir, Grundarfirði      Ásmundur Daðason, Dalabyggð

Finnbogi Rögnvaldsson, Borgarbyggð           Davíð Pétursson, Skorradalshreppi

Jón Pálmi Pálsson, Akranesi                   Rún Halldórsdóttir, Akranesi

Sigrún Guðmundsdóttir, Snæfellsbæ     Erla Friðriksdóttir, Stykkishólmi

 

Arnheiður gerði athugasemdir við að ekki væri aðalmaður frá Hvalfjarðarsveit í aðalstjórn. Óskaði hún eftir að kannað yrði hvort fulltrúar á lista uppstillingarnefndar uppfylltu stofnsamning HeV um kjörgengi. Farið yfir listann, hann lesinn upp og komu engar athugasemdir fram.

Tillaga uppstillingarnefndar samþykkt samhljóða.

 

4.      Önnur mál

  • Samþykkt að fela framkv.stj. að hafa samband við SSV og Samtök atvinnulífsins vegna tilnefningar tveggja manna í stjórn.
  • Lögð fram eftirfarandi tillaga frá Jóni Pálma um laun stjórnarmanna:

Tillagan samþykkt en Arnheiður sat hjá.

  • Jón Pálmi og HH þökkuð samstarfið á liðnum árum.
  • Rúnar þakkaði  stjórnarmönnum og starfsmönnum ánægjulegt samstarf á liðnum árum og óskaði nýrri stjórn velfarnaðar.

 

Meira ekki gert og fundi slitið kl. 15.10.