64 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Borgarbraut 14, Borgarnesi
Stillholti 16-18, Akranesi
FUNDARGERÐ
64. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
miðvikudaginn 21.06.2006 kl. 13.00 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í fundarsal ráðhúss Borgarbyggðar að Borgarbraut 14, Borgarnesi.
Mættir voru: Rúnar Gíslason
Hallveig Skúladóttir
1. Skýrsla frá Laugafiski vegna tilraunaverkefnis s.l. ár
Fyrir lá skýrsla Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins vegna verkefnisins. Hluti skýrslunnar er trúnaðarmál.
Miklar umræður voru um málið. Eftirfarandi tillaga lögð fram af JPP og samþykkt:
,,Fyrir heilbrigðisnefnd liggur skýrsla sem Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins hefur unnið fyrir fyrirtæki í fiskþurrkun, sem hafði að markmiði að finna leiðir til lyktarminni framleiðslu fyrirtækja sem staðsett eru í eða við þéttbýli og þurrka fisk.
Þrátt fyrir viðamikla vinnu RF og fyrirtækjanna þykir ljóst að ekki eru til staðar lausnir sem koma í veg fyrir lyktarmengun fyrirtækjanna í og við sitt næsta nágrenni, og einnig þykir ljóst að þær upplýsingar sem forráðamenn fyrirtækisins lögðu fyrir HEV og voru forsendur starfsleyfis fyrirtækisins hafa ekki reynst í samræmi við raunveruleikann og lyktarmengun meiri en forsendur starfsleyfisins gera ráð fyrir.
Með hliðsjón af þessum staðreyndum þykir stjórn HEV eðlilegt að leita umsagnar viðkomandi bæjarstjórnar á stöðu málsins áður en formleg afstaða er tekin til endurnýjunar starfsleyfis fyrirtækisins. Framkvæmdarstjóra falið að leita eftir fundi með bæjarráði Akraness til að fara yfir stöðu málsins fyrir næsta fund stjórnarinnar. Jafnframt að óska eftir formlegri afstöðu og upplýsingum Laugafisks hf. um næstu aðgerðir í lausn þeirra vandamála sem fyrirtækið hefur átt við varðandi lyktarvandamál.”
2. Afgreiðsla kvartana af hálfu HeV.
Farið yfir vinnulag við afgreiðslu á kvörtunum sem berast HeV
3. Afgreiðsla starfsleyfa
· Nolan ehf v/reksturs golfskála Akranesi. Samþykkt
· Tímabundið leyfi 24.-25. fyrir mötuneyti v/pollamóts í sláturhúsi, Borgarnesi. Samþykkt
· Hvalur hf. endurnýjun. Samþykkt
· Hárstofan Miðbraut 5 Búðardal. Samþykkt með skilyrðum um fullnaðarfrágang húsnæðis.
· Bændamarkaður 3 helgar á Hvanneyri. Samþykkt
· Alisvínabú Hýrumel endurnýjun. Samþykkt
· Alisvínabú Stafholtsveggjum endurnýjun. Samþykkt
· Aftan ehf. færanlegur pylsuvagn. Samþykkt
· Verndarsvæði vatnsbóls Fossamelum Samþykkt
4. Önnur mál
· Lögð fram eftirfarandi tillaga frá Jóni Pálma um þóknun til stjórnarmanna í heilbrigðisnefnd.
,,Stjórnarlaun miðist við þingfararlaun eins og þau eru á þeim tíma sem útborgun launanna fyrir ár hvert fer fram.
Formaður fái 5,0% af viðmiðunarlaunum fyrir hvern mánuð, en aðrir stjórnarmenn fái 3,5%.
Varamenn fái greitt sem nemur 2,5% af viðmiðunarlaunum í þeim tilfellum sem þeir sæki fundi í stað aðalmanna.
Stjórnarmenn (þ.m.t. varastjórnarmenn) fái greitt 2,5% fyrir hvern fund sem þeim ber að sitja utan stjórnarfunda og fundi sem stjórnin felur eða heimilar þeim að sitja.
Greitt verði mótframlag í lífeyrissjóð með sama hætti og gildir hjá Lífeyrissjóði sveitarfélaga (LSS) í A-deild svo og mótframlag allt að 2% í séreignasjóð ákveði stjórnarmaður þátttöku í slíkum sjóð.
Ferða- og dvalarkostnaður vegna fundarstarfa er greiddur skv. reikningi í samræmi við reglur ríkisins um ökutækjastyrki og dagpeninga á ferðalögum.
Miðað er við að stjórnin haldi a.m.k. 10 fundi á ári sem leitast verði við að dreifa um starfssvæði nefndarinnar sem verða má.
Stjórnarmönnum verði greitt í lok hvers rekstrarárs.
Í þeim tilfellum sem stjórnarmenn geta ekki sótt mánaðarlega fundi skal þóknun þeirra nema 1,0% af viðmiðunarlaunum”
Samþykkt að vísa afgreiðslu tillögunnar til framhaldsaðalfundar HeV
· Framkv.stj. flutti kveðju frá Sigrúnu Pálsdóttur, sem stödd er utanlands, þar sem hún þakkar ánægjulegt samstarf í heilbrigðisnefndinni á undanförnum árum.
· Þar sem þetta var seinasti fundur sitjandi stjórnar og ljóst að sumir nefndarmenn mundu hætta í stjórn sökum skilyrða frá 1999 um setu í heilbrigðisnefnd, kvöddu þeir sér hljóðs Rúnar, Jón Pálmi og framkv.stj. og þökkuðu ánægjulegt samstarf nefndar- og starfsmanna á liðnum árum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.15.