16 – SSV samgöngunefnd

admin

16 – SSV samgöngunefnd

Fundur Samgöngunefndar


Mættir:
Davíð Pétursson (DP)
Guðmundur Vésteinsson (GV)
Kolfinna Jóhannesdóttir (KolfJ)
Sigurður Rúnar Friðjónsson (SRF)
Kristinn Jónasson (KJ)

 

Einnig sátu fundinn Magnús Valur Jóhannsson (MVJ) umdæmisstjóri Vegagerðarinnar og Ólafur Sveinsson (ÓS) frá SSV sem ritaði fundargerð.

 

Davíð setti fund með þeim orðum að kosning formanns væri fyrsta mál á dagskrá og bað um tilnefningar. Stungið var upp á Davíð og var það samþykkt með lófataki. Þakkaði hann traustið.

Næst bað hann um að SSV sæi um að fá fund með þingmönnum áður en þingi lýkur í vor. ÓS ætlar að sjá um það mál.

 

Formaður gaf síðan MVJ orðið og lagði hann fram framkvæmdaáætlun fyrir Vesturlandshluta Norðvestursvæðisins fyrir árin 2005 – 2008.
Framkvæmdir eru á ýmsum stigum sumar eru langt komnar og aðrar á að fara að bjóða út. Varðandi smáatriði framkvæmdaáætlunar er vísað til þess blaðs sem MVJ dreifði á fundinum.

Stærstu nýframkvæmdirnar eru Borgafjarðarbraut Hrauná, Tröllháls, Svínadalur, Leirársveitarvegur, Skorradalsvegur og Útnesvegur. Ennfremur eru framkvæmdir við tvöföldun brúa og má þar nefna Hítará, Haffjarðará, Gríshólsá og Laxá í Dölum í lok tímabilsins.

 

Í framhaldi af yfirferð sinni sýndi MVJ umferðatalningatölur frá 2004 á Norðvestursvæðinu og urðu nokkrar umræður um þær.

DP lagði fram bréf frá Helga Bergþórssyni Eystra – Súlunesi þar sem hann biður um endurskoðun á því að vegurinn framhjá bænum verði ekki með bundnu slitlagi og rökstyður það með mikilli aukningu á þungaumferð vegna svínabús og efnisflutninga úr námu.

 

SRF spurði um Laxárdalsheiði, en hún er tengivegur en ekki stofnvegur og hvernig hægt væri að fá því breytt.

KolfJ spurði hvernig efnistaka VG færi fram. MVJ sagði það samkomulagsatriði og ef ekki næðist samkomulag væri farið í eignarnám.

DP spurði um ástæður þess að VG neitaði að bæta girðingu sem bíll hefði skemmt og stungið af frá. MVJ sagði þetta ekki mál VG.

 

DP sleit síðan fundi með ítrekun um fund með þingmönnum og að MVJ yrði einnig boðaður á þann fund.

 

Fundi slitið um kl. 17

Fundarg. ritaði Ólafur Sveinsson