34 – Sorpurðun Vesturlands
F U N D A R G E R Ð
Stjórnarfundur haldinn í stjórn Sorpurðunar Vesturlands hf. fimmtudaginn 8. júní 2006 kl. 16:30 á skrifstofu SSV í Borgarnesi.
Stjórnarfundur í stjórn Sorpurðunar Vesturlands hf. haldinn fimmtudaginn 8. júní 2006 kl. 16:30 á skrifstofu SSV í Borgarnesi.
Mætt voru: Guðbrandur Brynjúlfsson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Kristinn Jónasson, Gunnólfur Lárusson, Magnús Ingi Bæringsson, Sæmundur Víglundsson og Bergur Þorgeirsson. Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri sem einnig ritaði fundargerð.
Dagskrá fundarsins er eftirfarandi:
1. Uppgjör jan – apríl 2006
2. Þjónustusamningur við SSV
3. Framkvæmdir í Fíflholtum
4. Aspezts
5. Sýnatökur og eftirlit UST með meðhöndlun úrgangs í Fíflholtum.
6. Vanskil viðskiptaaðila.
7. Uppsögn leigusamnings í Fíflholtum v. íbúðarhúsnæðis.
8. Umhverfisskipulag.
9. Verkefnisstjórn. Gangur mála um úrvinnslu verkefna í samræmi við aðgerðaáætlun í svæðisáætlun.
10. Vaxtarsamningur fyrir Vesturland.
11. Önnur mál
Uppgjör jan – apríl 2006
Lagt fram uppgjör fyrir Sorpurðun fyrstu fjóra mánuði ársins.
Þjónustusamningur við SSV
Tekið fyrir erindi frá SSV varðandi hækkun á þjónustusamningi. Samþykkt Mánaðarleg greiðsla til SSV verður kr. 335.000.
Framkvæmdir í Fíflholtum
Tekið fyrir minnisblað frá VST varðandi verksamning um gerð urðunarreinar nr. 3 í Fíflholtum. Framkvæmdir hafa gengið vel. Nokkrar viðbætur hafa komið til: Sjö mælibrunnar hafa verið settir á ýmsum stöðum á svæðinu til að taka sýni og mæla grunnvatnsstöðu. Þessar viðbætur eru gerðar að beiðni Cees hjá Umhverfisstofnun. Lagfæringar verða gerðar á síubeði sláturúrgangs og drenlagnir í nýjum urðunarreinum verða talsvert meiri vegna ófyrirséðra aðstæðna í gryfjubotni.
Nýja urðunarreinin sem tekin hefur verið fyrir almennan úrgang er 420 m long og líklegt að þar megi koma fyrir 75-80.000 m³ af sorpi sem er um 40% – 50% meira magn en er í urðunarrein nr. 2.
Aspests.
Sérstök gryfja fyrir asbest sem hefur verið tekin í Fíflholtum á að geta tekið við a.m.k. 20.000 m³ af efni. Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar endurnýjar nú lagnir í verulegu magni og hefur nokkuð af lögnum sem innihalda aspests komið inn til Fíflholta. Umhverfisstofnun hefur stöðvað SV í móttöku röranna uns verklag um urðun liggur fyrir. Aðstaðan er tilbúin en meðhöndlun liggur ekki fyrir hvort urðað verður í heilu eða hvort rörin verða mulin. Framkvæmdastjóra falið að fá Jón Ágúst verkfræðing hjá VST til að útbúa verklagsreglu og kostnaðarmeta þá aðferð sem verður fyrir valinu. .
Sýnatökur og eftirlit UST með meðhöndlun úrgangs í Fíflholtum.
Eftirlit frá Umhverfisstofnun fór fram í Fíflholtum 15. maí sl. Lögð fram skýrsla eftirlitsaðila. Sýnatökur verða framkvæmdar í næstu viku og sendar UST.
Vanskil viðskiptaaðila.
Farið yfir stöðu tveggja viðskiptaaðila Sorpurðunar hf.
Uppsögn leigusamnings í Fíflholtum v. íbúðarhúsnæðis.
Ólöf Davíðsdóttir hefur sagt upp leigusamningi við Sorpurðun varðandi íbúðarhúsið í Fíflholtum. Samþykkt að heimsækja Fíflholt í tengslum við næsta stjórnarfund og meta m.a. ástand hússins.
Umhverfisskipulag.
Stjórnarformaður hefur skoðað ástand trjáa sem voru gróðursett í Fíflholtum á árinu 2005. Guðbrandur sagði frá stöðu gróðursins og einnig fór hann yfir nauðsyn þess að nú yrði gengið frá yfirlagi við urðunarrein nr. 1. Einnig var rætt um hugmyndir að gróðursetningu og frágangi við kanta urðunarreinarinnar.
Verkefnisstjórn. Gangur mála um úrvinnslu verkefna í samræmi við aðgerðaáætlun í svæðisáætlun.
Guðbrandur sagði frá gangi mála í verkefnisstjórn sem vinnur í samræmi við aðgerðaáætlun í svæðisáætlun. Síðasti fundur í verkefnisstjórn var haldiinn 3. maí sl.
Vaxtarsamningur fyrir Vesturland.
Framkvæmdastjóri kynnti vaxtarsamning fyrir Vesturland. Samþykkt að veita verkefninu framlag til fjögurra ára alls 2.000.000 kr. sem dreifist á árin 2006 – 2009.
Önnur mál
Engin önnur mál tekin fyrir á fundinum.
Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.