49 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands
FUNDARGERÐ
49. FUNDUR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
49. FUNDUR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
Miðvikudaginn 8. september 2004 kl. 16.00 kom heil¬brigðis¬nefnd Vestur¬lands saman til fundar í fundarsal Borgarbyggðar að Borgarbraut 11, Borgarnesi.
Mættir voru: Rúnar Gíslason
Jón Pálmi Pálsson
Sigrún Pálsdóttir
Finnbogi Rögnvaldsson.
Ragnhildur Sigurðardóttir
Helgi Helgason
Laufey Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð
Mættir voru: Rúnar Gíslason
Jón Pálmi Pálsson
Sigrún Pálsdóttir
Finnbogi Rögnvaldsson.
Ragnhildur Sigurðardóttir
Helgi Helgason
Laufey Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð
Björg Ágústsdóttir og Hallveig Skúladóttir boðuðu forföll
Dagskrá
1. Upplýsingar vegna matarsýkinga.
Framkv.stj. fór lauslega yfir sýkinguna í Húsfelli í sumar og framgang mála þar og greindi frá að svipaðar sýkingar hefðu komið fram víða um land og ekki fengið sömu meðhöndlun.Rætt var um hver bera ætti kostnaðinn við allar sýnatökur og rannsóknir sem farið hefðu fram vegna þessa máls. Voru fundarmenn sammála um að HEV ætti ekki að bera allan kostnaðinn þar sem ákvörðum um frekari sýnatökur hefði verið tekin á sameiginlegum fundi landlæknisembættisins með Umhverfisstofnun, HEV, sýklarannsóknadeild Landspítalans og formanni sóttvarnaráðs. Framkv.stj. lagði fram þá spurningu hver ætti að borga allan kostnaðinn við allar sýnatökurnar.
Í umræðunni kom upp hvernig málum væri háttað við sýnatökur annars staðar á landinu við svipuð skilyrði.
Samþykkt að fela framkv.stj. að skrifa bréf til UST og hafna því að HEV beri allan kostnað við rannsóknirnar og einnig hvernig samræming væri vegna sambærilegra mála í landinu .
Framkv.stj. fór lauslega yfir sýkinguna í Húsfelli í sumar og framgang mála þar og greindi frá að svipaðar sýkingar hefðu komið fram víða um land og ekki fengið sömu meðhöndlun.Rætt var um hver bera ætti kostnaðinn við allar sýnatökur og rannsóknir sem farið hefðu fram vegna þessa máls. Voru fundarmenn sammála um að HEV ætti ekki að bera allan kostnaðinn þar sem ákvörðum um frekari sýnatökur hefði verið tekin á sameiginlegum fundi landlæknisembættisins með Umhverfisstofnun, HEV, sýklarannsóknadeild Landspítalans og formanni sóttvarnaráðs. Framkv.stj. lagði fram þá spurningu hver ætti að borga allan kostnaðinn við allar sýnatökurnar.
Í umræðunni kom upp hvernig málum væri háttað við sýnatökur annars staðar á landinu við svipuð skilyrði.
Samþykkt að fela framkv.stj. að skrifa bréf til UST og hafna því að HEV beri allan kostnað við rannsóknirnar og einnig hvernig samræming væri vegna sambærilegra mála í landinu .
2. Drög UST að samkomulagi um yfirtöku HES á eftirliti.
Framkv.stj. upplýsti að á vorfundi framkv.stj. heilbrigðiseftirlitssvæðanna með UST og Um-hverfisráðuneyti síðastliðið vor hafi komið fram að 3 svæði sýndu áhuga á yfirtöku eftirlits frá UST.
Efir ítrekaðar tilraunir til samninga við UST um þessi mál hefði verið haldinn fyrsti samráðsfundur með þessum heilbrigðiseftirlitssvæðum í gær 7. september. Á fundinum lágu frammi drög að samningi frá UST sem fulltrúar heilbrigðiseftirlitssvæðanna gætu ekki fellt sig við. Boðað hefur verið til annars fundar um þetta mál 20. september.
Heilbrigðisnefndin ítrekar fyrri samþykktir um þetta mál væntir góðra lausna vegna samninga við UST.
Framkv.stj. upplýsti að á vorfundi framkv.stj. heilbrigðiseftirlitssvæðanna með UST og Um-hverfisráðuneyti síðastliðið vor hafi komið fram að 3 svæði sýndu áhuga á yfirtöku eftirlits frá UST.
Efir ítrekaðar tilraunir til samninga við UST um þessi mál hefði verið haldinn fyrsti samráðsfundur með þessum heilbrigðiseftirlitssvæðum í gær 7. september. Á fundinum lágu frammi drög að samningi frá UST sem fulltrúar heilbrigðiseftirlitssvæðanna gætu ekki fellt sig við. Boðað hefur verið til annars fundar um þetta mál 20. september.
Heilbrigðisnefndin ítrekar fyrri samþykktir um þetta mál væntir góðra lausna vegna samninga við UST.
3. Málefni Laugafisks á Akranesi.
Heilbrigðisfulltrúar kynntu málið og lagður var fram listi yfir þær kvartanir sem borist hafa frá því í febrúar á þessu ári vegna ólyktar frá fyrirtækinu..
Fundarmenn voru sammála um það að fyrirtækið hefði ekki farið að skilyrðum í starfsleyfi og mengunarvarnir væru ekki í samræmi við greinargerð sem fylgdi umsókn fyrirtækisins til heilbrigðisnefndar.
Lögð fram eftirfarandi tillaga frá Jóns Pálma:
,,Frá því að Laugafiskur hf. stækkaði verksmiðju sína á árinu 2003 hafa verið miklar kvartanir frá næstu nágrönum og bæjarbúum vegna lyktarmengunar frá starfsemi fyrirtækisins. Heilbrigðisnefnd hefur krafið fyrirtækið ítrekað um úrbætur með vísan til gildandi starfsleyfis sem er byggt á upplýsingum fyrirtækisins um nánast lyktarlausa starfsemi án þess að breytingar hafi orðið á sem máli skiptir.
Þrátt fyrir að fyrirtækið hafi leitast við að koma upp búnaði um síðustu áramót til lausnar þeim vandamálum sem fyrirtækið stendur frammi fyrir varðandi mengunarmál er ljóst að sá búnaður er ekki nægilegur til að eyða þeirri lykt sem frá vinnslunni kemur og kveðið er á um í starfsleyfi fyrirtækisins hvað varðar hreinsibúnað og eyðingu lyktar.
Í ljósi fyrirliggjandi kvartana íbúa og athugasemda sem HEV hefur sent Laugafiski samþykkir heilbrigðisnefnd að gefa fyrirtækinu 30 daga frest til að leggja fyrir heilbrigðisnefnd full-nægjandi áætlun til þess að uppfylla starfsleyfi fyrirtækisins og fyrirbyggja þar með þá mengun sem frá starfseminni kemur. Leggi fyrirtækið ekki fram fullnægjandi gögn og áætlanir um úrbætur mun heilbrigðisnefnd taka starfsleyfi fyrirtækisins til endurskoðunar og eftir atvikum fella það úr gildi.”
Tillagan samþykkt samhljóða.
Þá var samþykkt að fela framkv.stjóra að svara bréfi Húseigendafélagsins vegna kvartana um ólykt og fl. sem borist höfðu frá íbúa við Vesturgötu á Akranesi um þetta mál.
4. Bréf frá Hótel Búðum vegna loftræstingamála.
Framkv.stj. kynnti að þarna væri um að ræða ágreining vegna loftræstingar á snyrtingum her-berja á þriðju hæð hótelsins.
Samþykkt að fá úrskurð Umhverfisráðuneytis á þessum ágreiningi.
Framkv.stj. kynnti að þarna væri um að ræða ágreining vegna loftræstingar á snyrtingum her-berja á þriðju hæð hótelsins.
Samþykkt að fá úrskurð Umhverfisráðuneytis á þessum ágreiningi.
5. Drög að starfsleyfi fyrir alifuglasláturhús að Stiklum, Hvalfjarðarstrandarhreppi.
Framkv.stj. kynnti málið og kynnti að heilbrigðisnefndin gæfi út starfsleyfi vegna mengunar-mála en Yfirdýralæknisembættið vegna innri reksturs fyrirtækisins.
Samþykkt að auglýsa fyrirliggjandi starfsleyfisdrög.
Framkv.stj. kynnti málið og kynnti að heilbrigðisnefndin gæfi út starfsleyfi vegna mengunar-mála en Yfirdýralæknisembættið vegna innri reksturs fyrirtækisins.
Samþykkt að auglýsa fyrirliggjandi starfsleyfisdrög.
6. Afgreiðsla starfsleyfa.
a. Nuddstofan þín, Ennisbraut 1, Ólafsvík
b. Catco ehf., Vallarási 3, Borgarnesi
c. Kaffi Bifröst, Bifröst, Borgarbyggð
d. Dalalamb ehf., Ægisbraut 2-4, Búðardal
e. Hársnyrtistofa Svanhildar Valdimarsdóttur, Borgarbraut 55, Borgarnesi
f. Gámaþjónusta Vesturlands (umhleðslustöð), Brákarey, Borgarnesi
g. Hársnyrtistofan Elvan, Ennisbraut 1, Ólafsvík
h. Gæludýrakirkjugarður, Höfn, Leirár- og Melahreppi
i. Starfsmannabústaður Vegagerðarinnar við Haukadalsá
j. Starfsmannabústaður Vegagerðarinnar við Vatnsholtsá, Staðarsveit
k. Matráð ehf., Hafnargötu 10, Rifi
l. Ferðaþjónusta, Indriðastöðum, Skorradal
m. Kaffi Bifröst (tóbakssöluleyfi), Bifröst
n. Veiðihús við Langá, Langárbyrgi, Borgarbyggð
o. Gistiheimilið, varmalandi, Borgarbyggð
a. Nuddstofan þín, Ennisbraut 1, Ólafsvík
b. Catco ehf., Vallarási 3, Borgarnesi
c. Kaffi Bifröst, Bifröst, Borgarbyggð
d. Dalalamb ehf., Ægisbraut 2-4, Búðardal
e. Hársnyrtistofa Svanhildar Valdimarsdóttur, Borgarbraut 55, Borgarnesi
f. Gámaþjónusta Vesturlands (umhleðslustöð), Brákarey, Borgarnesi
g. Hársnyrtistofan Elvan, Ennisbraut 1, Ólafsvík
h. Gæludýrakirkjugarður, Höfn, Leirár- og Melahreppi
i. Starfsmannabústaður Vegagerðarinnar við Haukadalsá
j. Starfsmannabústaður Vegagerðarinnar við Vatnsholtsá, Staðarsveit
k. Matráð ehf., Hafnargötu 10, Rifi
l. Ferðaþjónusta, Indriðastöðum, Skorradal
m. Kaffi Bifröst (tóbakssöluleyfi), Bifröst
n. Veiðihús við Langá, Langárbyrgi, Borgarbyggð
o. Gistiheimilið, varmalandi, Borgarbyggð
7. Önnur mál.
a) Rætt um starfsemi meindýraeyða og starfsleyfi til þeirra.
b) Rætt um fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Framkv.stj. segir að fjárhagsáætlun muni liggja fyrir 1. október.
c) Rætt um afrennsli úr rotþró frá Brekkubæ og úrbætur sem þarf að gera þar.
d) Framkv.stj. tilkynnti að auknum mæli væru menn að sækja um leyfi til að brenna úrgangi. Slíkt væri með öllu óheimilt og aðeins Umhverfisráðherra gæti veitt undan-þágu þar á.
e) Ákveðið að halda næsta fund miðvikudaginn 6. október.
a) Rætt um starfsemi meindýraeyða og starfsleyfi til þeirra.
b) Rætt um fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Framkv.stj. segir að fjárhagsáætlun muni liggja fyrir 1. október.
c) Rætt um afrennsli úr rotþró frá Brekkubæ og úrbætur sem þarf að gera þar.
d) Framkv.stj. tilkynnti að auknum mæli væru menn að sækja um leyfi til að brenna úrgangi. Slíkt væri með öllu óheimilt og aðeins Umhverfisráðherra gæti veitt undan-þágu þar á.
e) Ákveðið að halda næsta fund miðvikudaginn 6. október.