29 – SSV stjórn
Stjórnarfundur SSV, 9. október 2003.
Stjórnarfundur SSV, haldinn fimmtudaginn 9. október 2003 kl. 20:00 í Hótel Ólafsvík í Snæfellsbæ.
Fundinn sátu: Kristinn Jónasson, Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, Kristján Sveinsson, Helga Halldórsdóttir, og Sveinbjörn Eyjólfsson. Dagný Þórisdóttir og Jón Gunnlaugsson boðuðu forföll en varamenn þeirra sáu sér ekki fært að mæta.
Einnig sátu fundinn Ólafur Sveinsson og Hrefna B. Jónsdóttir sem
jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta var tekið fyrir.
1. Undirbúningur fyrir aðalfund
2. Önnur mál.
Undirbúningur fyrir aðalfund.
Unnið að undirbúningi fyrir aðalfund. Tillögur að nefndaskipan. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2004 lögð fram og samþykkt. Rætt um drög að ályktunum sem lagðar verða fyrir aðalfundinn.
Farið var yfir stöðu menningarsamnings en fulltrúar frá SSV áttu fund með formanni fjárlaganefndar, Magnúsi Stefánssyni, þar sem rakin var staða samningaviðræðna við Menntamálaráðuneytið.
Önnur mál.
Sveinbjörn og Helga kynntu samstarfsverkefni í tengslum við atvinnumál.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundarritari
Hrefna B. Jónsdóttir.