7 – SSV stjórn

admin

7 – SSV stjórn

Stjórnarfundur SSV, 17. nóvember 2000.

Stjórnarfundur SSV, 17. nóvember 2000, haldinn á skrifstofu SSV í Borgarnesi.

Mætt voru: Dagný Þórisdóttir, Gísli Gíslason, Guðrún Jónsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Jónas Guðmundsson, Kristinn Jónasson, Sigurður Valgeirsson, Ólafur Sveinsson og Hrefna B. Jónsdóttir. 

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1.      Fundargerð síðasta stjórnarfundar.

2.      Umsagnir þingmála:

3.      Laun fyrir setu í stjórn og nefndum.

4.      Breyting á nafni SSV.

5.      Málefni atvinnuráðgjafar

Beiðni frá Dalabyggð.

Ferðamálafulltrúi.

6.      Lagt fram bréf frá Ferðamálasamtökum Vesturlands

7.      Önnur mál

 

Fundargerð síðasta stjórnarfundar

Fundargerð stjórnarfundar sem haldinn var 27. október sl. var samþykkt.

 

Umsagnir þingmála:

Umgengni nytjastofna sjávar.

Um stjórn fiskveiða 120 mál

Um stjórn fiskveiða 21. mál.

Um stjórn fiskveiða, 22. mál.

Um grundvöll nýrrar fiskveiðistjórnunar 23. mál.

Dreifikerfi hitaveitna.

Aukaþing alþingis um byggðamál sumarið 2001.

Uppsagnir og mismunin í starfi vegna aldurs.

Stefna Íslands í alþjóðasamskiptum.

Tekjustofnar sveitarfélaga

Vatnsveitur sveitarfélaga.

Fundurin ákvað að senda ályktun aðalfundar til nefndasviðs Alþingis.  Auk þess að taka fram að ,,stjórn SSV fagnar þeim áfanga sem náðst og virðir það að ekki varð lengra komist að þessu sinni” og vísa að öðru leiti í bókun fulltrúa sveitarfélaganna sem sæti áttu í tekjustofnanefndinni.

 

Laun fyrir setu í stjórn og nefndum.

Formaður fluttir eftirfarandi tillögu:

Stjórnarfundur Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi, haldinn á skrifstofu SSV föstudaginn 17. nóvember 2000, samþykkir eftirfarandi breytingu á stjónar- og nefndarlaunum.

             Laun fyrir fundarsetu verði kr. 5000.  Laun formanns verði kr. 10.000. 

 Dagpeningagreiðsla verði föst þannig að miðað verði við ½ dag samkvæmt        taxta RSK sem í dag er kr. 2100.

             Akstur verði greiddur samkvæmt akstursdagbók eins og verið hefur. 

  Breyting þessi gildi frá síðasta aðalfundi, þ.e. 27.10.2000.

 

Fundurinn samþykkti tillöguna auk þess sem Ólafur og Hrefna fengju greitt eins og almennir stjórnarmenn fyrir sína fundarsetu.

 

Breyting á nafni SSV.

Formaður, flutti eftirfarandi tillögu: 

Stjórnarfundur Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi, haldinn á skrifstofu SSV föstudaginn 17. nóvember 2000, samþykkir að breyta nafni félagsins í Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi.

Fundarmenn samþykktu tillöguna samhljóða og mun lagabreyting verða lögð fyrir næsta aðalfund SSV.

Málefni atvinnuráðgjafar

Beiðni frá Dalabyggð.

Ólafur Sveinsson, framkvæmdastjóri, lagði fram bréf sem borist hefur frá Dalabyggð.  Umrætt bréf var kynnt á síðasta stjórnarfundi SSV og gengur út á framlengingu á samningi um þróunarverkefni í Dölunum.  Dalabyggð fer fram á framlengingu samningsins þ.e. frá 1. apríl til 15. október 2001.

Samþykkt var að leggja verkefninu lið með 120.000 kr. framlagi á mánuði þetta tímabil.

Ferðamálafulltrúi.

Ólafur kynnti stöðu ferðamálafulltrúa en Inga Huld Sigurðardóttir sem ráðin var til starfa sl. vor var einungis ráðin til áramóta.  Inga Huld hefur lýst áhuga sínum á því að starfa lengur hjá ATSSV ef samningar nást. 

Ólafur fékk umboð stjórnar til að ganga þannig frá málum að ef Sigríður Hrönn verður áfram í Dalaverkefninu þá flytjist hún til Dalabyggðar sem starfsmaður þeirra og hætti þá formlega störfum hjá Atvinnuráðgjöf.  Ingu Huld verði gefinn kostur á því að starfa áfram sem ferðamálafulltrúi fyrir Vesturland og var Ólafi falið að ganga frá samningum við hana.

 

Ólafur lagði fram til kynningar samantekt Ingu Huldar ferðamálatulltrúa varðandi uppbyggingu ferðaþjónustunnar á Suðurlandi.  Fundarmenn gætu skoðað þetta en honum sýndist að við stæðum ekki verr en aðrir landshlutar.  Gísli Gíslason spurðist fyrir um hvort ekki þyrfti að gera úttekt á þessu efni og var Ólafi falið að láta kortleggja það hvað miklu fjármagni er varið til þessara mála á Vesturlandi.

Lagt fram bréf frá Ferðamálasamtökum Vesturlands

Borist hefur bréf frá stjórn  Ferðamálasamtaka Vesturlands.   Guðrún fór efnislega yfir bréfið en þar er m.a. fjallað um starfslýsingu ferðamálafulltrúa, staðsetningu starfsstöðvar hans og samstarf hans við UKV og Ferðamálasamtök Vesturlands.

Nokkrar umræður urðu um staðsetningu ferðamálafulltrúa. 

 

Önnur mál

Aðalfundur Spalar verður haldinn 23. nóvember n.k. og var samþykkt að Gunnar Sigurðsson færi með umboð SSV á þeim fundi.

 

Gunnar bað fundarmenn að íhuga fram að næsta stjórnarfundi hvort að stofna til starfshóp til að vinna að undirbúningi samstarfsvettvangs.

Varamaður í stjórn FV.

Guðrún Jónsdóttir fór fram að það að tilnefndur yrði varamaður fyrir hana í stjórn Ferðamálasamtaka Vesturlands.  Mun Dagný Þórisdóttir verða varamaður hennar.

Bréf frá Borgarbyggð

Ólafur lagði fram til kynningar bréf frá Borgarbyggð varðandi fjárstuðning um undirbúning íþrótta- og tómstundaskóla.

Fundi slitið.

Fundarritari.

Hrefna B Jónsdóttir