14 – Sorpurðun Vesturlands

admin

14 – Sorpurðun Vesturlands

                           Fundargerð
                      Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands.
                         Miðvikudaginn 24. apríl kl. 15:30.
 
Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. haldinn í húsnæði Norðurál á Grundartanga miðvikudaginn 24. apríl 2002 kl. 15:30.   Mættir voru: Guðbrandur Brynjúlfsson, Gunnólfur Lárusson, Guðni Hallgrímsson, Kristinn Jónasson, Pétur Ottesen, og Hrefna B Jónsdóttir.
 
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Bréf frá Gámaþjónustu Vesturlands.
2. Vottun á tróði.
3. Nýtt starfsleyfi fyrir urðunarstaðinn.
4. Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og fundur formanns hjá umhverfisnefnd Alþingis.
5. Erindi til Sementsverksmiðjunnar og Landbúnaðarháskólans.
6. Staða framkvæmda í Fíflholtum.
7. Önnur mál.
 
Bréf frá Gámaþjónustu Vesturlands.
Lagt fram bréf frá Gámaþjónustu Vesturlands og sér stjórn ekki ástæðu til að aðhafast frekar í málinu.
 
Vottun á tróði.
Borist hefur afrit af bréfi frá Hollustuvernd ríkisins þar sem fram kemur að Hollustuvernd komi ekki í veg fyrir það að tróð sé notað sem yfirlag yfir urðað sorp til að binda jafnóðum niður yfirborð til þess að hindra fok úr haugstæðum.  Hins vegar er bent á Evrópusk skrá um úrgang hafi nýlega verið endurskoðuð sem leitt hafi til útgáfu á endurskoðaðri reglugerð nr. 184/2002 um skrá yfir spilliefni og annan úrgang og í kjölfarið standi til endurskoðun á förgunarleiðum fyrir úrgang.
Ákvörðun tekin að leyfa flutning tróðs að nýju og var framkvæmdastjóra falið að tilkynna Gámaþjónustu Vesturlands þar um. 
 
Nýtt starfsleyfi fyrir urðunarstaðinn.
Hrefna sagði frá því að undirbúningsvinna væri hafin að nýju starfsleyfi fyrir urðunarstaðinn í Fíflholtum.
 
Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og fundur formanns hjá umhverfisnefnd Alþingis.
Pétur Ottesen sagði frá fundi sem hann og fleiri áttu með umhverfisnefnd alþingis 12. apríl sl.  Hann sagði þetta frumvarp verulega íþyngjandi kostnaðarlega fyrir sveitarfélögin.  Hann nefndi t.d. tryggingargjald til að mæta slysum á urðunarstöðum eftir að urðun lýkur, ákvæði um að draga úr myndun úrgangsefna og minnka hættu á mengun, flokkun úrgangs, söfnun hauggas o.fl.
 
Erindi til Sementsverksmiðjunnar og Landbúnaðarháskólans.
Afrit af bréfum til Sementsverksmiðjunnar og Landbúnaðarháskólans lögð fram.  Svör hafa ekki borist við erindunum.
 
Staða framkvæmda í Fíflholtum.
Hrefna sagði frá stöðu framkvæmda í Fíflholtum.  Framkvæmdir við nýja urðunarrein eru hafnar.
Önnur mál.
Engin önnur mál komu fram.
 
Fundi slitið.
 
Hrefna B. Jónsdóttir,
fundarritari.