79 – Sorpurðun Vesturlands

admin

79 – Sorpurðun Vesturlands

Sjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. haldinn á skrifstofu SSV í Borgarnesi miðvikudagurinn 19. nóvember  2014 kl. 15:00.

 

Mætt voru: Kristinn Jónasson, Gyða Steinsdóttir, Ingibjörg Valdimarsdóttir, Sævar Jónsson og Halla Steinólfsdóttir.  Auður Ingólfsdóttir boðaði forföll. 

Einnig sat fundinn Hrefna Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri.

 

1. Fundargerð síðasta fundar. 
Lögð fram og samþykkt.

 

2. Gjaldskrár
Samþykkt að hækka gjaldskrá ársins 2015 í samræmi við vísitölubreytingar.
Almennan úrgang úr 7,10 í 7,30 pr./kg. án vsk. 
Sláturúrgang úr 14,00  kr. í 14,40 kr./kg./án vsk. 
Aðrir liðir óbreyttir.
Hækkunin tekur gildi 1. janúar 2015.
 
3. Fjárhagsáætlun
a. magn úrgangs
Magn úrgangs til urðunar fyrstu 10 mánuði ársins eru 10.114 tonn.   Árið 2013 voru urðuð 11.883 tonn.  

 

b. rekstrartölur 2014 og fjárhagsáætlun 2015
Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2015.  Hún gerir ráð fyrir 9.540 tonnum til urðunar og tekjum upp á 70.736 þús.kr. Samþykkt samhljóða.

 

4. Undanþága frá kröfum um söfnun hauggass
a. Höfnun ráðuneytisins. erindi dags. 17.09.2014
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur hafnað beiðni Sorpurðunar Vesturlands um undanþágu frá kröfum um söfnun hauggass.  Bent er á að í lögum um meðhöndlun úrgangs er ekki að finna heimild til undanþágu. Að nýju var því óskað eftir fundi með ráðherra vegna málsins.  Samband íslenskra sveitarfélaga tók saman minnisblað og var það sent með fundarósk til ráðherra.  Engin viðbrögð hafa borist við ósk um fund með ráðherra enn sem komið er.

 

5. Eftirlit UST frá 2. júní 2014.
a. Skýrsla frá UST

Lögð fram eftirlitsskýrsla frá Umhverfisstofnun frá 2.6.2014.
Þar kemur m.a. fram að samkvæmt reglugerð og ákvæði í nýju starfsleyfi rekstraraðila skuli gasi safnað.  Hins vegar hafi verið óskað eftir undanþágu frá gassöfnun þar sem í skoðun séu mótvægisaðgerðir með öðrum aðferðum. 

 

b. Umhverfismarkmið
Lögð fram drög að umhverfismarkmiðum fyrir urðunarstaðinn í Fíflholtum.

 

6. Áform um áminningu og krafa um úrbætur.
a. UST, erindi frá 9. okt.

Lagt fram erindi frá UST um áform um áminningu og kröfu um úrbætur.  Reifuð eru þrjú frávik sem komu fram við reglubundið eftlit þann 2.6. sl. sem eru mælingar á hauggasi, söfnunarkerfi og söfnun hauggass og umhverfismarkmið.

 

b. Erindi til Umhverfisráðuneytis og UST vegna lagaskyldu um gassöfnun og mælingar.
Lagt fram erindi til UST dags. 22.10.2014.  Þar er farið yfir ósk um fund með ráðherra, að forsendur við lagningu lagna að safnkassa í, og  við, urðunarrein sé ekki forsvaranlegar í stöðunni þar sem svæðið sem um ræðir er ekki tilbúið og niðurstöður úr útreikningum IPCC líkans  sýnir að gasmyndum sé ekki orðin raunhæf fyrr en árið 2017. Síðast en ekki síst rannsóknir við oxun í urðunarreinum.

Stjórn SV samþykkt því að fela framkvæmdastjóra að fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundinum.

 

7. Gasmælingar í yfirborðslagi reina.
Lagt fram minnisblað frá Alexöndru Kjeld sem vinnur áframhaldandi að gasmælingum í urðunarreinum í Fíflholtum. 

 

8. BofRA – erlent verkefni.
Lögð fram tillaga að þátttöku SV í erlendu verkefni sem beiðni kom um frá Orkusetri landbúnaðarins en Eiður Guðmundsson mun stýra verkefninu.  Lögð fram rök fyrir SV að þátttöku en um ræðir kortlagning á lífrænum úrgangi og hvort stýra megi honum í aðra farvegi en í urðun.  Samkvæmt lagaskyldum er skylt að draga úr lífrænum úrgangi til urðunar og minnka þar með metangasmyndun.

Samþykkt að taka þátt í verkefninu.

Gyða vék af fundi undir lið nr. 9.

 

9. Samningur milli SSV og Sorpurðunar Vl. hf.
Lögð fram drög að endurnýjuðum samningi milli SV og SSV. 
Samþykktur. 
Gyða koma að nýju inn á fundinn.


10. Nefnd um aukna hagsmunagæslu í úrgangsmálum. 
a. Fundargerðir frá 23. júní og 10. september 2014.

Lagðar fram og fylgt úr hlaði af framkvæmdastjóra, sem er jafnframt fulltrúi í verkefnisstjórninni.

 

11. Önnur mál
a. Fenúrfundur

Framkvæmdastjóri sagði frá fundinum.

 

b. Stofnun reiknings í Arionbanka
Stofnaður nýr reikningur hjá Arionbanka vegna ábyrgðargjalds.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:25.
Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir.