122 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Innrimel 3, 301 Akranes
kt. 550399-2299
FUNDARGERÐ
122. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
Mánudaginn 3. nóvember 2014 kl: 16 var haldinn fundur hjá
Heilbrigðisnefnd Vesturlands í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, Melahverfi.
Á fundinum voru:
Ólafur Adolfsson (ÓA), formaður
Sigrún Guðmundsdóttir (SG), varaformaður
Trausti Gylfason (TG)
Ragnhildur Sigurðardóttir (RS)
Eyþór Garðarsson (EG)
Ingibjörg Valdimarsdóttir (IV)
Hulda Hrönn Sigurðardóttir (HHS)
Á fundinum voru auk nefndarmanna Helgi Helgason framkvæmdastjóri og Ása Hólmarsdóttir sem ritaði fundargerð. Formaður bauð fundarmenn velkomna til fyrsta fundar heilbrigðisnefndar Vesturlands fyrir kjörtímabilið 2014-2018. Fundurinn hófst með því að allir fundarmenn kynntu sig sérstaklega þar sem að nýir fulltrúar eru að hefja störf í nefndinni og var síðan gengið til dagskrár.
Dagskrá.
1. Kynning á verkefnum heilbrigðisnefndar.
Formaður og framkvæmdastjóri fóru yfir skyldur stjórnarmanna í heilbrigðisnefnd samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
2. Kosning formanns og varaformanns nefndarinnar 2014-2018.
Samþykkt einróma að nýr formaður nefndarinnar yrði Ingibjörg Valdimarsdóttir, Akranesi og nýr varaformaður Eyþór Garðarsson, Grundarfirði.
Ingibjörg þakkaði traustið og fól áframhaldandi fundarstjórn í hendur fráfarandi formanns.
3. Fjárhagsáætlun 2015 og staðan 28.10´14.
Framkvæmdastjóri kynnti stöðuna 2014 eins og hún liggur fyrir og lagði fram drög að fjárhagsáætlun 2015. Þar er meðal annars lagt til að ráðinn verði starfsmaður til sumarafleysinga í 2 mánuði, á tímabilinu júní-september.
Fjárhagsáætlun 2015 samþykkt og verður send til sveitarstjórna á Vesturlandi til umfjöllunar.
4. Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis frá 8. október s.l. vegna sölu á hvalabjór frá Brugghúsi Steðja ehf.
Heilbrigðisnefnd stöðvaði sölu á hvalabjór frá Brugghúsi Steðja ehf í janúar s.l. Brugghúsið kærði þann úrskurð til ANR sem leyfði sölu á bjórnum meðan að málið væri í skoðun. Úrskurður vegna málsins kom 8. október s.l þar sem niðurstaða heilbrigðisnefndar var staðfest.
Heilbrigðisnefndin fagnar því að úrskurður liggi loksins fyrir eftir 8 mánaða bið en furðar sig jafnframt á skýringum í úrskurði um að ekki hafi verið gætt ákvæða um rannsóknarskyldu HeV og að umrædd vara hafi verið metin örugg. Heilbrigðisnefndin óskar eftir nánari svörum frá ráðuneytinu um þessar skýringar. Framkvæmdastjóra falið að fylgja málinu eftir.
5. Mengun vegna eldgoss í Holuhrauni.
Samkvæmt upplýsingum sem fram hafa komið í fjölmiðlum hefur SO2 mengun ítrekað farið yfir hættumörk á Vesturlandi. Engir sítengdir mælar eru staðsettir á Vesturlandi, utan Grundartangasvæðisins, en handvirkir mælar munu staðsettir hjá lögreglunni í Borgarnesi og Stykkishólmi.
Heilbrigðisnefndin óskar eftir því við Umhverfisstofnun að nú þegar verði bætt úr ofangreindu ástandi og mælum fjölgað á Vesturlandi, þannig að íbúar Vesturlands njóti jafnræðis á við aðra landsmenn um mælingar frá síritandi og nettengdum mengunarmælum.
6. Einföldun eftirlits í ferðaþjónustu.
Erindi sambands heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi (SHÍ) og bréf sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) til ráðherra vegna eftirlits með ferðaþjónustu.
Framkvæmdastjóri greindi frá málinu.
Framlagt.
7. Starfsleyfi
Dalabyggð, sundlaug og íþróttahús Laugum. – Endurnýjað.
Rekstrarfélag Tíu-ellefu ehf., Skagabraut 43, Akranesi.- Veitingar- Nýr rekstraraðili.
Grundaskóli, Akranesi. Grunnskóli og mötuneyti. – Endurnýjun.
Bílar og dekk ehf. Akursbraut 11a, Akranesi.– Verkstæði, sprautu- og hjólbarðaverkstæði. – Breytt starfsemi.
Arkarlækur, Hvalfjarðarsveit. Vatnsból- Nýtt leyfi.
Leikskólinn Vallarsel, Akranesi- Endurnýjun.
Pastel hárstofa, Norðurtangi 1, Ólafsvík.- Nýtt
Vélabær ehf, Bæ, Bæjarsveit.- Véla- og bifreiðaverkstæði. – Nýtt leyfi.
Staðfest
8. Umsagnir til sýslumanns.
Hrafnkelsstaðir, Borgarbyggð. Gisting- Mælt með leyfi fyrir gistingu í einu sumarhúsi og tveimur bjálkahúsum. – Nýtt
Kolsstaðir, Miðdölum, Dalabyggð. Sumarhús. – Nýtt.
Hreðavatnsskáli-Grábrók, Borgarbyggð, Thi veitingar ehf- Veitingar og gisting – Nýr rekstraraðili.
Hernámssetrið á Hlöðum, Isipisý ehf.- Safn og veitingar.- Endurnýjun
Olíuverslun Íslands, Aðalgötu 25 Stykkishólmi. – Veitingar.- Endurnýjun.
Landnámssetur Íslands, Borgarnesi.- Landnámssetur Íslands ehf. Veitingar – Endurnýjun.
Höfðagata 11, Stykkishólmi, Gistiver ehf, – 2 íbúðir. – Endurnýjun
Baulan, Borgarbyggð, Langaholt ehf – Veitingar – Endurnýjun.
Grundargata 8, Bjarg, Grundarfirði. Ildi ehf. – Íbúð á efri hæð.- Nýtt.
Seljaland, Hörðudal, Dalabyggð. – Gisting og veitingar.- Breytt leyfi.
Kirkjubraut 2, Akranesi, Skagaferðir ehf., Skökkin kaffihús –– Nýtt
Kirkjuhvoll, Akranesi, Skagaferðir ehf. – Gisting á neðstu hæð hússins. – Nýtt.
Breiðabólsstaður Reykholtsdal. Jörðin á Breiða ehf.- Heimagisting – Nýtt
Framlagt
9. Umsagnir vegna tækifærisleyfa
Félagsheimilið Brúarás, árshátíð sauðfjárbænda 19. september´14.
Bifröst, vegna „Biftóberfest“ þann 3. okt´14. Nemendafélagið Háskólans á Bifröst.
Sauðamessa í Hjálmakletti , 4. október´14. Matur og dansleikur.
Félagsheimilið Logaland, Gleðifundur Ungmennafélags Reykdæla 8.nóv´14
Framlagt
10. Tóbakssöluleyfi. – Gildir í 4 ár.
Rekstrarfélag Tíu ellefu ehf., Skagabraut 43. Akranesi.
Staðfest
11. Brennur.
Ásgarður, Hvammssveit. Gömul timburhlaða brennd að beiðni Slökkviliðs Dalabyggðar.
Framlagt
12. Aðrar umsagnir
-Hvalfjarðarsveit- Umsögn vegna deiliskipulags olíubrigðastöðvar á Litla-Sandi send byggingarfulltrúa.
-Borgarbyggð – Umsögn vegna breytinga á aðalskipulagi Borgarbyggðar og skipulagslýsingar í landi Ölvaldsstaða II (frístundabyggð).
-Borgarbyggð – Umsögn vegna deiliskipulag frístundabyggðar (Runkás) í landi Arnarstapa á Mýrum.
Framlagt
13. Önnur mál
– Aðgangur nefndarmanna að gögnum heilbrigðisnefndar sem geymd eru á sameiginlegu geymslusvæði nefndarinnar á netinu.
Samþykkt að gefa varamönnum kost á að skoða gögn á sama hátt og aðalmönnum.
– Fundargerð framhaldsaðalfundar HeV frá 18. september 2014.
Fundargerð framlögð.
– Aðalfundur SHÍ í Reykjavík 20. okt. sl. Fundargerð, skýrsla stjórnar og ársreikningur.
Fráfarandi formaður, Ólafur Adolfsson, og framkvæmdastjóri greindu frá efni fundarins.
Fundargerð framlögð.
– Haustfundur SHÍ Reykjavík 20-21. okt´s.l.
Fráfarandi formaður og framkvæmdastjóri greindu frá efni fundarins.
Framkvæmdastjóri fór yfir efni skýrslunnar og greindi jafnframt frá fundi sem hann sat hjá bæjarráði Akraness þann 2. október s.l. þar sem rætt var um fiskþurrkunarfyrirtæki. Fráfarandi formaður ræddi einnig um aðstæður og starfsemi fiskþurrkunar HB Granda á Akranesi og fyrirhugaðar breytingar á starfseminni þar.
Skýrslan framlögð.
– Stjörnugrís, Melum, Hvalfjarðarsveit.- Áburðardreifing.
Framkvæmdastjóri kynnti rök umsækjanda fyrir undanþágubeiðni, vegna áburðardreifingar, frá fyrirtækinu sem barst rétt fyrir fundinn. Þar sem að erindið barst seint höfðu stjórnarmenn ekki náð að kynna sér málið.
Samþykkt að endurskoða starfsleyfi fyrirtækisins með þetta í huga á næsta fundi. Framkvæmdastjóra falið að afgreiða málið.
Fundi slitið kl: 18:15