12 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands – aðalfundir
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Innrimel 3, 301 Akranes
kt. 550399-2299
FUNDARGERÐ
AÐALFUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
Föstudaginn 28. mars 2014 kl: 10:20 var aðalfundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands haldinn á Hótel Borgarnesi.
Mætt voru:
Fulltrúar aðildarsveitarfélaga:
Halla Steinólfsdóttir, Eyþór Gíslason, Sveinn Pálsson, Dalabyggð.
Laufey Jóhannsdóttir, Hvalfjarðarsveit
Kristinn Jónasson, Snæfellsbæ
Gyða Steinsdóttir, Stykkishólmi
Davíð Pétursson, Skorradalshreppi
Regína Ástvaldsdóttir, Akranesi
Björn Steinar Pálmason, Grundarfirði
Páll Brynjarsson, Borgarbyggð
Gunnar Sigurðsson, formaður SSV
Stjórnarmenn:
Ólafur Adolfsson, Akranesi
Starfsmenn HeV: Helgi Helgason framkvæmdastjóri HeV og Ása Hólmarsdóttir heilbrigðisfulltrúi.
Ólafur Adolfsson formaður Heilbrigðisnefndar setti fundinn og bauð fundargesti velkomna. Páll Brynjarsson var samþykktur sem fundarstjóri og Ása Hólmarsdóttir ritaði fundargerð.
Dagskrá:
- Skýrsla stjórnar Heilbrigðisnefndar Vesturlands 2013.
Ólafur Adolfsson, formaður fór yfir skýrslu stjórnar fyrir árið 2013.
Skýrslan verður send til sveitarstjórna.
- Skýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2013.
Framkvæmdastjóri fór yfir helstu atriði í starfi Heilbrigðiseftirlits á síðasta ári og önnur mál sem brenna á eftirlitinu í daglegu starfi.
Skýrslan framlögð og verður send til sveitarstjórna.
- Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2013.
Framkvæmdastjóri kynnti helstu lykiltölur í ársreikningi 2013. Ársreikningurinn hefur ekki verið lagður fyrir heilbrigðisnefnd þar sem hann barst frá endurskoðanda síðdegis í gær. Ársreikningur mun verða sendur til sveitarstjórna þegar afgreiðslu hans er lokið hjá heilbrigðisnefnd og verður síðan til umfjöllunar og afgreiðslu á framhaldsaðalfundi HeV næsta haust.
- Umræður um skýrslu stjórnar, skýrslu Heilbrigðiseftirlits og ársreikning.
Regína Ástvaldsdóttir þakkaði fyrir skýrsluna og kynningu framkvæmdastjóra og formanns á starfi heilbrigðiseftirlits og kom með fyrirspurn um lyktarmál fyrirtækja og þróun mælikvarða á lykt. Framkvæmdastjóri svaraði fyrirspurn.
- Önnur mál.
Fundarstjóri minnti á bókun frá aðalfundi 2013 þar sem samþykkt var að umboð starfandi heilbrigðisnefndar yrði framlengt fram yfir sveitarstjórnarkosningar 2014 og myndaðir hafa verið meirihlutar í sveitarfélögum á Vesturlandi.
Samþykkt að fresta fundi fram til 19. september n.k þegar SSV mun halda framhaldsaðalfund.
Fundi slitið kl: 11:25