73 – Sorpurðun Vesturlands

admin

73 – Sorpurðun Vesturlands

F U N D A R G E R Ð

 Sjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. haldinn  föstudaginn  30. nóvember 2012 kl. 15. á skrifstofu SSV í Borgarnesi

 

Mætt voru: Kristinn Jónasson, formaður, Friðrik Aspelund, Magnús Freyr Ólafsson, Þröstur Ólafsson, Halla Steinólfsdóttir, Auður Ingólfsdóttir.  Gyða Steinsdóttir boðaði forföll.  Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1.    Fundargerð síðasta fundar.

2.    Fjármál og áætlanagerð

3.    Framkvæmdir á urðunarstað

4.    Starfsleyfi og eftirlit UST

5.    Gas á urðunarstöðum.

6.    Samráðsnefnd SV-hornsins.

7.    Önnur mál.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.

 

1.   Fundargerð síðasta fundar.

Lögð fram og samþykkt.

 

 

2.   Fjármál og áætlanagerð

a.    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2013

Fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 samþykkt. 

 

b.   Magn úrgangs

Úrgangsmagn til urðunar jan til 1. nóv er 8.563 tonn.  Það er 288 tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Heildarmagn fyrir árið verður því um 10.000 tonn.

 

c.    fjárhagsyfirlit

Lagt fram yfirlit jan – okt. 2012.

 

3.   Framkvæmdir á urðunarstað

a.    Verklok urðunarreinar 4 og úttekt.

Verkfræðistofan Verkís hefur verið beðin um að vinna lokaúttekt á verkum urðunarrein nr. fjögur og þeim aukaverkum sem komið hafa til.  Æskilegt að því ljúki fyrir áramót.

 

b.   Drenefni

Brýnt er að hefja vinnslu á drenefni í urðunarrein nr. 4.  Þrjú verktakafyrirtæki á Vesturlandi fengu lokaða verðkönnun.  Um er að ræða sprengingu bergs.  Bergið verður unnið til að fá 5000 m³ af drenefni í urðunarrein nr. 4. Um era ð ræða fyrstu lotu í þessu verkefni en í allt þurfa að koma til 14000 m³ en ekki er þörf að því að taka svo stóran skammt í fyrstu lotu þar sem gryfjunni er ætlað að endast í a.m.k. 10 ár og vonandi lengur.  Jónas Guðmundsson ehf. bauð lægsta verð.

 

4.   Starfsleyfi og eftirlit UST

a.    Staða starfsleyfis

Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu við vinnu að endurnýjun starfsleyfis.  Sótt hefur verið um það til Skipulagsstofnunar að loka eldra urðunarsvæði, þ.e. urðunarreinum 1 – 3.  Skipulagsstofnun gerði kröfu um tilkynningu til ákvörðunar um matsskyldu og hefur sú greinargerð verið send til stofnunarinnar.

 

b.   Eftirlit UST.

Borist hefur eftirlitsskýrsla UST frá 20.09.212.  UST gerir kröfu um að vatn sem hefur safnast í urðunargryfju fyrir asbest verði lagað og óskar eftir verkáætlun þar um.  Slík áætlun hefur verið send til UST en áformað er að framkvæmdum ljúki í næstu viku.

 

5.   Gas á urðunarstöðum.

a.    Framvinda málsins

Beðið er eftir leiðbeinandi reglum frá Umhverfisráðuneytinu.

 

6.   Samráðsnefnd SV-hornsins.

a.    Fundir um leit að urðunarstað o.fl.

Fulltrúar samráðsnefndar SV-hornsins hafa farið um og kynnt leit svæðisins að urðunarstað.  Fyrir stundu var haldinn síðasti fundurinn í Borgarnesi.  Líflegar umræður urðu um lausnir úrgangsmála og samvinnu svæðisins hvað mismunandi úrræði varðar.

 

7.   Önnur mál.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir vinnu Hreinsibíla en starfsmenn þeirra komu í Fíflholt og gerðu nákvæma úttekt á sigvatnskerfi urðunarstaðarins.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundaritari:  Hrefna B. Jónsdóttir.