93 – SSV stjórn
Mætt voru:
Gunnar Sigurðsson, formaður, Ingibjörg Valdimarsdóttir, Sigríður Bjarnadóttir, Sigurborg Kr. Hannesdóttir, Hallfreður Vilhjálmsson. Ragnar Frank sat fundinn sem varamaður Bjarka Þorsteinssonar sem boðaði forföll. Jón Þór Lúðvíksson boðaði einnig forföll. Einnig sat fundinn áheyrnarfulltrúi, Halla Steinólfsdóttir. Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri og Ólafur Sveinsson, forstöðumaður atvinnuráðgjafar.
Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Fundargerð síðasta fundar
2. Sóknaráætlun.
3. Almenningssamgöngur
4. Málefni fatlaðra
5. Umsagnir þingmála.
6. Önnur mál.
7. Fundargerð síðasta fundar
1. Fundargerð síðasta fundar
Lögð fram og samþykkt.
2. Sóknaráætlun.
a. Kynning á Sóknaráætlun.Vífill Karlsson
Vífill Karlsson kom inn á fundinn og fór yfir vinnu við sóknaráætlun. Fyrir liggja drög að sóknaráætlun sem hann kynnti stjórn. Umrædd drög verða lögð fyrir samráðsvettvang.
b. Tillögur að nöfnum frá sveitarfélögum.
Borist hafa tillögur að nöfnum frá sex sveitarfélögum til samráðsvettvangs. Farið var yfir tillögurnar og starfsmönnum falið að vinna nánar úr tillögum sveitarfélaganna.
c. Samráðsvettvangur.
Ákveðið að halda fyrsta fund í samráðvettvangi 12. desember 2012 kl. 17.
Gunnari, Ingibjörgu og starfsmönnum SSV falið að finna hópstjóra til að stýra fundi og vinna með þemahópum.
d. Tillaga um fundafyrirkomulag samráðsvettvangs, uppbyggingu fundanna, tímasetning o.fl.
Farið yfir þau drög sem unnin hafa verið. Rætt um hópavinnu á fyrsta fundi og ræddar tillögur sem unnar hafa verið með formanni og varaformanni. Starfsmönnum falið að ræða við aðila um undirbúning, stjórnun og úrvinnslu fyrsta fundar.
e. Hlutur Vesturlands í 400 milljóna framlagi ríkisstjórnar.
SSV hafa borist staðfestingar á skiptingu 400 milljóna kr. framlagi ríkisstjórnar til sóknaráætlana landshluta. Hlutur Vesturlands er 11,5%, eða 46 milljónir.
3. Almenningssamgöngur
Ólafur Sveinsson gerði grein fyrir stöðu verkefnisins. Almennt er talið er að verkefnið komi vel út. Greiðsluhalli er á verkefninu og eru komin drög að samningi við Vegagerðina um viðbótarframlag til eflingar almenningssamganga á áhrifasvæði Höfuðborgarsvæðisins, eða 29 milljónir kr.á ársgrundvelli. Samningurinn er til 10 ára, með fyrirvara um framlag á fjárlögum.
Fundarmenn voru sammála um að verkefnið færi vel af stað. Rætt um leiðarkerfið, hver eigi að koma því á framfæri m.t.t. ferðaþjónustunnar, sem dæmi fyrir erlenda ferðamenn.
4. Málefni fatlaðra
a. Fundargerð frá 25.10. 2012.
Fundargerð staðfest.
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir undirbúningsvinnu að skýrslu starfshóps. Ekki liggja ennþá fyrir fjárframlög til landshlutans fyrir árið 2013. Ekki hefur ennþá verið tekin ákvörðun um yfirtöku SIS mats, þ.e. hlutfall þess í heildarframlögum fyrir árið 2013. Þetta er óheppileg staða m.t.t. vinnu þjónustusvæðanna á fjárhagsáætlun.
5. Umsagnir þingmála.
a. frumvarp til laga um opinber innkaup, 288. mál.
http://www.althingi.is/altext/141/s/0321.html
b. Frumvarp til laga um sölu sjávarafla o.fl., 205. mál.
http://www.althingi.is/altext/141/s/0212.html
c. Tillaga til þingsályktunar um breytingar á skattkerfi til að styrkja íslenskan hugverkaiðnað, 118. mál.
http://www.althingi.is/altext/141/s/0118.html
d. Frumvarp til laga um miðstöð innanlandsflugs (hlutverk Reykjavíkurflugvallar, heildarlög) 120. mál.
http://www.althingi.is/altext/141/s/0120.html
e. Frumvarp til laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum (selir) 46. mál.
http://www.althingi.is/altext/141/s/0046.html
Lagt fram.
6. Önnur mál.
Erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 6. nóvember, um úthlutun 25 millj. kr. til landshlutasamtakanna en ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um skiptingu fjárins. Skilningur stjórnar SSV er sá að fjármagninu verði skipt jafnt og gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun SSV. SSV treystir því að það standi þar sem engin skilaboð um aðra leið voru kynntar fyrr en í haust.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:50.
Fundarritari: Hrefna B. Jónsd.