78 – SSV stjórn
Stjórnarfundur haldinn í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fimmtudaginn 9. september kl. 20:30. Mættir voru: Páll Brynjarsson, Hrönn Ríkharðsdóttir, Erla Friðriksdóttir, Haraldur Helgason, Kristjana Hermannsdóttir, Jenný Lind Egilsdóttir og Ása Helgadóttir. Þorgrímur Guðbjartsson boðaði forföll og situr því Ása Helgadóttir fundinn sem hans varamaður. Eydís Aðalbjörnsdóttir boðaði einnig forföll og situr Haraldur fundinn sem hennar varamaður.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Undirbúningur aðalfundar
2. Önnur mál.
Undirbúningur aðalfundar
Rætt um skýrslu stjórnar, fjárhagsáætlun og starfsmenn aðalfundar. Samþykkt að leggja fjárhagsáætlun fram til aðalfundar. Stjórn samþykkir að leggja það til að gjald pr. íbúa hækki úr 795 kr. í 850 kr. og fastagjald úr 300.000 í 320.000 og fyrir minni sveitarfélögin hækki fast árgjald úr 55.000 í 60.000 kr. Farið yfir drög að ályktunum.
Önnur mál.
Málefni fatlaðra.
Lögð fram drög að samningi milli sveitarfélaga á Vesturlandi og ríkisins um málefni fatlaðra samkvæmt nýjustu drögum frá 8. september 2010. Rætt um drög samningsins.
Earth Check.
Lagt fram minnisblað frá Environice frá 12. ágúst sl. en Erla Friðriksdóttir mun kynna Earch Check umhverfisvottun á aðalfundi 10.sept. Eftirfarandi bókun lögð fram sem skal leggjast fram í nafni stjórnar á aðalfundi SSV.
Ályktun um umhverfisvottun Vesturlands
Aðalfundur SSV, haldinn rlandsí Ólafsvík þann 10. og 11. september 2010 samþykkir að stjórn SSV kanni hvort grundvöllur er fyrir því að sveitarfélög á Vesturlandi hefji undirbúning að umhverfisvottun Vesturlands . Umhverfisvottun Vesturlands stuðlar að bættri ímynd landshlutans, styður við eflingu atvinnulífs á svæðinu og þá ekki síst ferðaþjónustu. Umhverfisvottun stuðlar ennfremur að aukinni umhverfisvitunda íbúa og starfsfólks sveitarfélaga. Hluti svæðisins, þ.e. fimm sveitarfélög á Snæfellsnesi, hefur nú þegar hlotið umhverfisvottun frá Earth Check og því er til staðar á svæðinu þekking og reynsla við vottunarferli.
Samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22:00.
Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir.