3. – Markaðsstofa Vesturlands

admin

3. – Markaðsstofa Vesturlands

Stjórnarfundur Vesturlandsstofu

Mánudaginn  03. nóvember kl. 12:00 að Hótel Glym

 

Mættir: Hlédís Sveinsdóttir, Gísli Ólafsson, Steinar Berg, Hansína B. Einarsdóttir, Sigurborg Hannesdóttir, Helga Ágústsdóttir og Jónas Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

 

Fundur settur kl. 12:00

 

Dagskrá fundarins:

 

Fundargerð síðasta fundar

Samþykkt án athugasemda.

 

Stefnumótun Vesturlandsstofu

Sigurborg velti upp árangri af fyrsta fundi. Steinar sagði frá því að Gísli, Steinar og Bergur ætli fyrir hönd ASG/ferðaþjónustuaðila á VL á fund Páls formanns SSV og ræða framtíð ferðaþjónustu á Vesturlandi og hvetja til þess að sveitarfélögin marki sér stefnu í ferðamálum. 

                Sigurborg fór yfir helstu niðurstöður af fyrsta fundi og lýsti sinni sýn á næstu skref í stefnumótuninni.  Samþykkt að vinna áfram í þeim takti sem lagður var fram. Jónas og Sigurborg vinna málið áfram.

 

Stofnhátíð Vesturlandsstofu

Jónas sagði frá að búið væri að senda út eitthvað í kring um 500 boðsmiða. Boðið er öllum ferðaþjónustuaðilum á Vesturlandi sem eru á skrá, öllum bæjar- og sveitarstjórnum, alþingismönnum Vesturlands, fulltrúum Ferðamálastofu og Útflutningsráðs auk fleiri aðila.

Dagskráin er nokkuð klár og aðrir liðir að mestu frágengnir.

 

Samningur við Nordic Adventure

Jónas lýsir þeirri skoðun sinni að þetta sé of há upphæð fyrir VLS á þessum tímapunkti auk þess sem lítið hafi áunnist af samningnum. Samþykkt að Jónas sendi Hansínu stöðumat og eftir það ræði hann við stofuna um að VLS telji að samningur sé að litlu leyti uppfylltur.

 

Upplýsingamiðstöð

Einhverjar breytingar hafa verið gerðar á upplýsingamiðstöð í Hyrnunni en betur má ef duga skal. Ákveðið að Jónas og Gísli útbúi tillögur um upplýsingamiðstöðina og skili á næsta stjórnarfund.

 

Gagnagrunnar

Jónas greinir frá því að mikil vinna hafi farið í að safna saman gögnum t.d. netföngum og fleiru en slíkt hafi lítið verið til fyrir.

 

Breytingar á lögum um ferðamál

Jónas sagði frá þeim tillögum að breytingum á ferðamálum sem eru í vinnslu í Iðnaðarráðuneytinu sem í stuttu máli felast í því að setja eigi ákveðna peninga í uppbyggingu ferðamannastaða svo og að skilgreina hlutverk markaðsstofu landshlutanna. Fólk sammála um að láta þetta ekki trufla sig við uppbyggingu Vesturlandsstofu.

 

Nýr fulltrúi SSV

Á síðasta aðalfundi SSV skipuðu samtökin nýjan varamann í stjórn Vesturlandsstofu fyrir sína hönd en það er Karen Jónsdóttir.

 

Ferðamálastofa – frestað til næsta fundar

Vesturlandsstofa ehf eða ses ? – frestað til næsta fundar

Svæðisbundin markaðssetning – frestað til næsta fundar

Fjárlaganefnd – frestað til næsta fundar

Sameiginlegir fundir markaðsstofa landshlutanna  – frestað til næsta fundar

Önnur mál – frestað til næsta fundar

Vesturland í útvarpinu 17 – 24 nóv

Efnahagsþrengingar – aðgerðir ?

Vaxtarsamningur Vesturlands, úthlutun

Bæklingagerð fyrir 2009

Staða heimasíðu

Fundir ferðamálafulltrúa

Fundir forsvarsmanna upplýsingamiðstöðva

Málþing um ferðaþjónustu

Uxarhryggjaleið – sjá viðhengi

Lifandi Vesturland ?

 

Fundi slitið kl. 15:15