49 – Sorpurðun Vesturlands

admin

49 – Sorpurðun Vesturlands

F U N D A R G E RÐ
 Sorpurðunar Vesturlands hf.

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands haldinn  á
Skrifstofu SSV í Borgarnesi mánudaginn 23. júní kl. 15.

 

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. haldinn á skrifstofu SSV í Borgarnesi mánudaginn 23. júní kl. 15.  Mætt voru:  Guðbrandur Brynjúlfsson, Sæmundur Víglundsson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Sigríður Finsen, Kristinn Jónasson, Bergur Þorgeirsson, Gunnólfur Lárusson og Hrefna B. Jónsdóttir.  Gestur fundarins var Ögmundur Einarsson verkefnisstjóri verkefnisstjórnar um framtíðarlausnir um meðhöndlun úrgangs.

 

Guðbrandur setti fund og bauð Ögmund Einarsson sérstaklega velkominn til fundarins.


Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs, Ögmundur Einarsson.
2. Framtíðar samstarfsform. Ögmundur Einarsson.
3. Tilboð í urðunarrein nr. 4
4. Fíflholt
5. Reglubundið eftirlit Umhverfisstofnunar
6. Erindi frá verkfræðistofunni Mannvit til sveitarfélaganna.
7. Fundargerðir:
8. Önnur mál.

 

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs, Ögmundur Einarsson.
Ögmundur Einarsson, fylgdi eftir erindi til SV um stöðu framkvæmda samstarfssamnings frá jan 08.  Hann fór yfir verkefnastöðu lögboðinnar endurskoðunar svæðisáætlunar 2005 – 2020.  Ráðgjafar hafa kynnt verkefnisstjórn fyrstu drög að endurskoðaðri áætlun ásamt skýrslu um umhverfisáhrif áætlunarinnar sem nú er skylt að gera.  Stefnt er að því að nauðsynleg gögn liggi fyrir í ágúst og þá verður áætlunin auglýst til kynningar og athugasemda en lögboðinn athugasemdafrestur er 6 vikur.  Að honum loknum verður áætlunin tilbúin til afgreiðslu sveitarstjórna á svæðinu.
Ögmundur fór m.a. yfir hversu breyttar forsendur virtust vera í mannfjöldaspám frá því sem gert var ráð fyrir í fyrri svæðisáætlun og úrgangsaukningu samkvæmt landsáætlun.  

 

Framtíðar samstarfsform. Ögmundur Einarsson.
Lagt fram minnisblað frá Ásgeiri Thoroddsen hrl. og Ögmundi Einarssyni þar sem þeir hafa tekið saman möguleika varðandi samstarfsform með kostum og göllum þeirra félagsforma sem til álita koma.  Ögmundur kynnti stjórninni þessi félagsform.
 Hann ræddi hugsanlega skipun stjórna í óstofnuðu félagi. 
Ögmundur vék af fundi og þakkaði formaður honum fyrir komuna og hans framsögu.
Í framhaldinu var nokkuð rætt um framtíðarlausnir sem gert er ráð fyrir hjá sveitarfélögunum, forsendur lausnanna og aðra möguleika.

 

Tilboð í urðunarrein nr. 4
Þann 2. mai sl. voru opnuð tilboð í urðunarrein nr. 4 í Fíflholtum.  Kostnaðaráætlun VST hljóðaði upp á 53.810.000 kr.  Lægsta tilboð kom frá Jónassi Guðmyndssyni ehf. Bjarteyjarsandi.  Tilboðsupphæð var 40.682.000 kr. sem er 75,6% hlutfall af kostnaði.

Fíflholt


Úttekt svæðis – Gámaþjónustan – Sorpurðun.
Þann 18. júní hittust fulltrúar Gámaþjónustunnar og Sorpurðunar í Fíflholtum og fóru yfir frágangsmál á urðunarsvæðinu samkvæmt samningi sem var í gildi milli Gámaþjónustunnar og SV.  Lagt fram minnisblað frá þeim fundi en Gámaþ. og SV munu vinna í sameiningu að þeim frágangi.

Framkvæmdir við urðunarrein nr. 4 eru hafnar.  Rætt um kostnað við nýja urðunarrein og fjármögnun.  Ljóst að gjaldskrá hækkar nokkuð um næstu áramót.
Kristinn ræddi um umgengni í Fíflholtum. 
Rætt um fokgirðingar og slæman frágang asbestsröra.

 

Reglubundið eftirlit Umhverfisstofnunar
Reglubundið eftirlit Umhverfisstofnunar fór fram í Fíflholtum þann 21. mai sl.  Sendar hafa verið inn athugasemdir sem voru lagðar fram.  Unnið er að úrbótum.


Erindi frá verkfræðistofunni Mannvit til sveitarfélaganna.
Fyrirspurn um móttöku jarðefna hefur verið sent til allra sveitarfélaganna á Vesturlandi frá verkfræðistofunni MANNVIT.  Fyrirspurnin tengist verkefnisstjórn sorpsamlaganna á SV-landi.   


Fundargerðir:
a. Verkefnisstjórn um aukna hagsmnagæslu íslenskra sveitarfélaga á sviði úrgangsmála frá 9.05.08.
b. Verkefnisstjórn sorpfyrirtækjanna frá 10.04.08
c. Verkefnisstjórn sorpfyrirtækjanna frá 15.05.08
d. Verkefnisstjórn sorpfyrirtækjanna frá 10.06.08
e. Svæðisáætlun SV um förgun úrgangs 2008-2020 Mannvit Vstj. 5.05
f. Svæðisáætlun SV um förgun úrgangs 2008-2020 Mannvir Vstj. 7.05


Önnur mál.
Gerðir sem fjalla um úrgangsmál til umfjöllunar á vettvangi ESB um þessar mundir – staðan í maí 2008.
  (LG – Sambandinu) Lagt fram.

 

Minnisblað LG. Fundir í Brussel um orku- og umhverfismál á vegum CEMR.  Lagt fram.

 

Skýrslur frá UMÍS.
Mælingar á grunnvatnsstöðu og rennsli.
Rennslismælingar.
Skýrsla um sýnatöku

 

Fleira ekki gert og fundi slitið. Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.