5 – Sorpurðun Vesturlands

admin

5 – Sorpurðun Vesturlands

F U N D A R G E R Ð
Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf.
Haldinn á skrifstofu SSV, þriðjudaginn 5. des. 2000.
Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. verður haldinn á skrifstofu SSV þiðjudaginn 5. desember 2000  kl. 14.  Mættir voru: Einar Mathiesen, Guðbrandur Brynjúlfsson, Guðni Hallgrímsson, Kristinn Jónasson, Pétur Ottesen og Hrefna B Jónsdóttir.  Forföll boðuðu Ríkharð Brynjólfsson og Sigríður Gróa Kristjánsdóttir.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Þjónustusamningur við SSV fyrir árið 2000.
2. Merki við Fíflholt.
3. Erindi til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.
4. Erindi frá Borgarbyggð
5. Hugsanleg heimasíða.
6. Önnur mál.
Formaður bauð fundarmenn velkomna.
Þjónustusamningur við SSV fyrir árið 2000.
Framkvæmdastjóri kynnti uppkast að þjónustusamningi við SSV fyrir þetta ár.  Hann var samþykktur eins og hann var fram lagður og var formanni falið að undirrita hann.
Merki við Fíflholt
Framkvæmdastjóri kynnti fundarmönnum tillögu að merki sem setja á upp við Fíflholt.  Fundarmenn voru sáttir við framkomna tillögu og var framkvæmdastjóra falið að halda áfram með málið.
Erindi til Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
Framkvæmdastjóri sagði frá beiðni sem send var Heilbrigðisnefnd Vesturlands um að Heilbrigðiseftirlit Vesturlands annist framkvæmd mælinga í Fíflholtum í samráði við Hollustuvernd ríkisins.  Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hefur haft samband og ritað bréf.  Gert tilboð í verkið og framkvæmt þær mælingar sem starfsleyfið kveður á um.
Niðurstöður hafa ekki borist.  Tilboð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands var samþykkt.
Erindi frá Borgarbyggð.
Stjórn Sorpurðunar Vesturlands hf. hefur borist bréf frá Borgarbyggð þar sem spurt er hvort Borgarbyggð geti fengið til ráðstöfunar landspildu í landi Fíflholta til aðstöðu fyrir svokallaða leirdúfuskotfimi.  Formanni og framkvæmdastjóra var falið að skoða þetta mál og ræða við bréfritara.
Hugsanleg heimasíða
Framkvæmdastjóri kynnti tilboð frá Íslenskri upplýsingatækni í gerð vefefnis.  Ákveðið var að ganga að því.
Önnur mál.
Rafmagn í Fíflholtum.  Í ljós hefur komið að kostnaður vegna rafmagns hefur aukist með tilkomu þess að búið er í húsinu.  Niðurstaða fundarins var sú að leigjanda íbúðarhússins í Fíflholtum væri gert að greiða fyrir rafmagnið.
Tiltekt í Fíflholtum er langt komin.  Verktakar hafa unnið sín verk.  Jónas Guðmundsson á Bjarteyjarsandi hefur lokið við þau verk sem stóðu eftir samkvæmt verksamning.  Gerð hefur verið ný urðunarrein fyrir sláturúrganginn.
Hrefnu var falið að hafa samband við Þorstein og fá tilboð í að fjarlægja járnahauga sem víða liggja á landareigninni.
Formaður sagði frá fundi  sem átti sér stað á Hótelinu í Borgarnesi fyrr í dag ásamt aðilum frá Reykjagarði, Goða og Sláturfélagi Vesturlands.  Tilefni fundarins var að athuga með framtíð kjötmjölsverksmiðjunnar í Borgarnesi sem hefur verið lokuð frá því í maí sl.  Ljóst er að verulegur kostnaður er fyrir fyrirtæki að urða sláturúrgang eða keyra hann til Suðurlands til förgunar og eru hagsmunir sláturleyfishafa og Sorpurðunar gríðarlega miklir.  Ljóst er að fyrirtæki eru búin að átta sig á því að kostnaður fyrir förgun sláturúrgangs er eitthvað sem koma skal og hann verður að greiðast af þeim.  Hins vegar verði að taka höndum saman og reyna að lágmarka þennan kostnað eins og hægt er.  Ákveðið var að þrír aðilar muni vinna í hóp í að skoða þessi mál,  Einn frá Goða, annar frá Reykjagarði og sá þriðji frá Sorpurðun.  Ákveðið var að formaðurinn yrði fulltrúi Sorpurðunar í samstarfshópnum.
Fundarritari
Hrefna B Jónsdóttir