100 – SSV stjórn

admin

100 – SSV stjórn

Fundargerð

 

Stjórnarfundur haldinn í stjórn SSV mánudaginn 11. nóvember 2013 kl. 15:00 á skrifstofu SSV.

 

Mættir voru: Gunnar Sigurðsson, formaður, Ingibjörg Valdimarsdóttir, varaformaður, Bjarki Þorsteinsson, Sigríður Bjarnadóttir, Sigurborg Kr. Hannesdóttir, Hallfreður Vilhjálmsson og Kristín Björg Árnadóttir, varafulltrúi í stjórn sem mætti í stað Jóns Þórs Lúðvíkssonar.  Áheyrnarfulltrúi: Halla Steinólfsdóttir var í símasambandi. 

Einnig sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri, og Ólafur Sveinsson, forstöðumaður atvinnuráðgjafar. 

Gestur fundarins var Páll S Brynjarsson, formaður starfshóps um skipulag SSV undir lið nr. 2.

 

1.           Fundargerð síðasta fundar 12.09.2013.

Samþykkt.

 

2.           Starfshópur um skipulag SSV

a.    Erindisbréf og kynning Páls Brynjarssonar.

b.   Fundargerðir 20, 27, sept. 4. 15. og 30. okt. 6. nóv.

Fundargerðir lagðar fram.

 

Páll fór yfir það ferli sem fór af stað eftir stofnun starfshóps sem hefur það hlutverk að skoða uppbyggingu starfsemi SSV og koma með tillögur að breytingum samkvæmt niðurstöðum fyrri starfshóps.   Starfshópurinn starfar til framhaldsaðalfundar þann 22. nóv. 2013.  Starfshópurinn hefur hitt stjórnendur þeirra stofnana og fyrirtækja sem starfa á Vesturlandsvísu og metið hvort raunhæft sé að flytja starfsemina undir hatt SSV. 

Páll fór yfir þá leið sem starfshópurinn hefur valið, útfæra starfsemi SSV undir hatti stjórnar.  Hann fór yfir tillögu að skipuriti sem lögð var fram á fundinum.  Tillögur starfshóps ganga út á að öll sveitarfélög hafi aðkomu að stjórn SSV og til komi þriggja manna framkvæmdaráð. 

Nokkur umræða varð um rekstur Markaðsstofunnar og hvort, og hvernig,  yfirtöku hennar verði háttað.  

         Stjórn SSV ákveður að framhaldsaðalfundardagur SSV verði

22. nóvember n.k. og verði haldinn í Borgarnesi.  Fundurinn hefjist kl. 13 og stefnt er að því að honum ljúki kl. 15.

 

Jafnframt leggur stjórn til að aðalfundardagur tengdra stofnana, félaga og verkefna verði haldinn þann 28. mars 2014.

Þær lagabreytingar sem þurfa að fara fram á komandi framhaldsaðalfundi eru þess eðlis að aðalfund skuli halda eigi síðar en í aprílmánuði ár hvert og haustfundur í september, sbr. tillögur starfshóps sem starfaði undir stjórn Gísla Gíslasonar. 

Aðrar lagabreytingar muni fara fram á aðalfundi n.k. vor og kosið verði til nýrrar stjórnar  samkvæmt nýjum samþykktum á haustfundi SSV.

Tillögur starfshóps eru þess eðlis að þær þurfa góða umfjöllun í sveitarstjórnum sbr. fjöldi stjórnarmanna, framkvæmdaráð og aðkoma að fagráði sbr. ský á teikningu.

 Samþykkt.

 

3.           Undirbúningur framhaldsaðalfundar.

a.    Dagsetning 22.11.2013.

Samþykkt.

b.   fjárhagsáætlun og tillögur að mótframlagi.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fjárhagsáætlun og rekstri Samtakanna.  Samþykkt að hækka framlag sveitarfélaganna um 3,5% á milli ára.   Framlagið verði 950 kr. Samþykkt að gera þá tillögu til framhaldsaðalfundar.

c.    lagabreytingar

Lagðar fram og fylgt  eftir af framkvæmdastjóra.  Lagabreytingarnar verða lagðar fyrir framhaldsaðalfund 22.  nóv. n.k.

 

4.           Almenningssamgöngur

a.    Fundargerð frá fundi 30.10.2013

https://ssv.is/default.asp?sid_id=6328&tre_rod=001|003|&tid=4&vef_id=136&ID=17354&Leitar_strengur=

Ólafur fór yfir stöðu almenningssamganga og stöðu gagnvart Eyþing sem hefur ekki greitt reikninga til SSV vegna leiðar 57 þar sem þeir hefðu stöðvað greiðslur vegna greiðsluerfiðleika vegna verkefnisins.

Lagt hefur verið til að Guðjón Bragson, lögmaður hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga, verði fengin til að koma að skoðun mála á verkefninu og á milli landshlutasamtakanna.  

Rætt um miðasölu úti á landi/sölustaði.

 

5.           Sóknaráætlun

Sóknaráætlun 20/11 Framgangur fjarskiptaverkefnis

Ólafur fór yfir greinargerð sem skilað var inn til Innanríkisráðuneytis vegna fjármagns sem kom til sóknaráætlunar árið 2011.  Búið er að vinna talsverða undirbúningsvinnu og málið því loks komið á góðan rekspöl.  Greiningarvinna hefur verið unnin og er ætlunin að lagfæra þau svæði sem eru verst sett.  Fjarskiptastofnun kom að því að meta svæðin en sunnanvert Snæfellsnes og Dalir eru hvað verst sett á Vesturlandi og Dalir

Hallfreður ræddi um möguleika fleiri svæða að koma inn í verkefnið.  Ólafur sagði það hafa verið hugsun að fá framhald á verkefninu þar sem það fjármagn sem er til umráða dugar skammt.  

 

Sóknaráætlun 20/12.    Greiðsla næstu 40%/breytt áhersla matvælaverkefnis/heimild til að leggja fjármuni í námskeið í umsóknargerð 

Greinargerð um stöðu verkefna lögð fram.

 

6.           Málefni fatlaðra

a.    Fundargerðir 5. september og 31. okt. 2013

Staðfestar.

 

 

b.   Framlög til Vesturlands árið 2014/áætlun

Fyrir liggja áætlanir Jöfnunarsjóð fyrir Vesturland á komandi ári og lýsir stjórn miklum vonbrigðum með að ekki skuli nást hærra framlag til landshlutans.  Farið var yfir flestar reiknireglur á yfirstandandi ári vegna framlaga til einstaklinga og leiddi sú yfirferð ekki til neinna breytinga sem munaði um. 

Kristín Björg sagðist fá fyrirspurnir um muni sem hafa verið gefnir til Gufuskála skammtímavistunar.  Félagasamtök spyrjast fyrir um þessa muni ef leggja á starfsemina niður.  Talið að best sé að vísa fyrirspurnum af þessu tagi til Þroskahjálpar á Vesturlandi.

 

c.    Skil starfshóps á framhaldsaðalfundi/Ingibjörg Valdimarsdóttir

Rætt um umfjöllun stjórnar fyrir framhaldsaðalfundinn.

 

7.           Staða háskóla í Borgarfirði.

Bjarki fór yfir tillögur sem liggja fyrir í fjárlagafrumvarpi varðandi úthlutun fjármagns til háskólanna í Borgarfirði og þær viðræður sem fram hafa farið varðandi hugmyndir um sameiningu háskóla.  Lögð fram gögn tekin saman af Vífli Karlssyni og Magnúsi B. Jónssyni varðandi mikilvægis þess að bjóða upp á fjölbreytni í starfi háskóla.    Eftirfarandi samþykkt:

Stjórn SSV tekur undir ályktanir Borgarbyggðar hvað varðar málefni háskólanna í Borgarfirði.

Framkvæmdastjóra falið að koma ályktun stjórnar SSV til ráðherra, þingmanna og annarra sem málið varðar.

 

8.           Fundargerðir

a.    Samgöngunefnd SSV 2. september 2013

b.   Heilbrigðiseftirlit Vesturlands 23. sept. 2013.

c.    Fundur um almenningssamgöngur 30.10.2013

d.   Eyþing 27. sept. 2013

e.    FV, málefni fatlaðra á Vestfjörðum 6.09.2013

f.     SASS 7.  17. og 23. okt. 

Lagðar fram.

 

9.           Umsagnir þingmála.

a.    Frumvarp til laga um matvæli (eftirlit og gjaldtökuheimild, EES-reglur), 110. Mál.

http://www.althingi.is/altext/143/s/0113.html

b.   Frumvarp til laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn  þeim 139. mál.

http://www.althingi.is/altext/143/s/0156.html

c.       Frumvarp til laga með fóðri, áburði og sáðvöru (framleiðsla og dreifing áburðar), 140. mál.  http://www.althingi.is/altext/143/s/0157.html

d.      Tillaga til þingsályktunar um landsnet ferðaleiða, 122. mál.

 http://www.althingi.is/altext/143/s/0099.html

e.       Tillaga atil þingsályktunar um landsnet ferðaleiða, 122. mál.

http://www.althingi.is/altext/143/s/0127.html

f.       Frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (endurskoðun matsskýrslu), 120. mál.    http://www.althingi.is/altext/143/s/0123.html

g.      Tillaga til þingsályktunar um bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi, 5. mál.  http://www.althingi.is/altext/143/s/0005.html

h.      Frumvarp til laga um byggingarvörur (heildarlög, EES reglur), 61. mál. 

i.        Tillaga til þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi, 6. mál.    http://www.althingi.is/altext/142/s/0096.html

j.        Tillaga til þingsályktunar um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlingum, 44. mál.

http://www.althingi.is/altext/142/s/0106.html

 

10.       Önnur mál.

Fundur samgöngunefndar SSV með ráðherra/IRR 7.11.13

Yfirlit yfir umræðuefni fundarins.

Framkvæmdastjóri fór yfir heimsókn samgöngunefndar SSV til IRR. Ráðherra hafði ekki tök á því að mæta á fundinn en ráðuneytisstjóri og fleira gott fólk mætti f.h. ráðherra. 

 

Fá yfirlit yfir starfsemi atvinnuráðgjafarinnar.

Sigurborg Kr. Hannesdóttir óskaði eftir því að fá yfirlit yfir starfsemi atvinnuráðgjafarinnar á þarnæsta stjórnarfundi.  Samþykkt.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:15.

Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir.