71 – SSV stjórn
Dagskrá fundar er eftirfarandi:
1. Undirbúningur aðalfundar.
2. Stjórn SSV
3. Samgönguleiðir á Vesturlandi
4. Open Days 6.-9. október
5. Fundargerðir
6. Önnur mál.
Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.
Undirbúningur aðalfundar.
Fjallað um fjárhagsáætlun og niðurstöðu hennar. Rætt um drög að ályktunum, skýrslu stjórnar, nefndaskipan og dagskrá aðalfundarins.
Stjórn SSV.
Rætt um skipan í stjórn SSV og fjölda stjórnamanna. Rætt um hvernig megi tengja fleiri sveitarfélög stjórn SSV en komið hefur fram skýr áhugi fjölmennari sveitarfélaga, sem ekki eiga fulltrúa í stjórn, að eiga fulltrúa að stjórninni.
Stjórnin tekur undir þetta sjónarmið.
Stjórn SSV leggur til við kjörnefnd aðalfundar SSV að nýkjörin stjórn fái heimild til boðunar tveggja varafulltrúa fjölmennustu sveitarfélaganna sem ekki eiga fulltrúa í stjórn. Þeir hafi málfrelsi og tillögurétt.
Samgönguleiðir á Vesturlandi.
Kynnt verkefni sem varðar samgönguleiðir á Vesturlandi. Ólafi falið að vinna að verkefninu á grundvelli kostnaðaráætlunar sem Ólafur lagði fram.
Opnir dagar í Brussel.
Opnir dagar verða haldnir í Brussel 6.-9. október n.k. Farið yfir stöðu varðandi undirbúning vegna þátttöku landshlutasamtakanna í kjördæminu á Open Days. Samþykkt að fjórir fulltrúar frá Vesturlandi fari á Opna daga í Brussel.
Fundargerðir:
a. Sorpurðun Vesturlands, 26.08.08
b. Framkvæmdaráð Vaxtarsamnings Vesturlands 10.09.08
Páll fór yfir verkefni Vaxtarsamnings út frá fundargerð.
Önnur mál.
Markaðsstofa.
Markaðsstofa Vesturlands hefur verið formlega stofnuð og hefur SSV greitt inn sitt hlutafé samkvæmt fyrri ákvörðun stjórnar. Samþykkt framlag til UKV, fyrir árið 2009, að upphæð kr. 2.500.000 kr. Veitt heimild til að greiða framlagið fyrir áramót.
Formaður þakkaði stjórnarmönnum ánægjuleg kynni og góða samvinnu á þeim fimm árum sem Sigríður hefur starfað í stjórn. Páll þakkaði, fyrir hönd stjórnar, Sigríði samstarfið og óskaði henni velfarnaðar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:50
Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari