49 – SSV stjórn

admin

49 – SSV stjórn

Stjórnarfundur

 

Stjórnarfundur SSV var haldinn í Borgarnesi á skrifstofu SSV 25. ágúst 2006 kl. 16:30.

Mætt voru: Helga Halldórsdóttir, Ólína Kristinsdóttir, Sigríður Finsen, Jón Gunnlaugsson, Sveinbjörn Eyjólfsson, Jón Pálmi Pálsson (varamaður Kristjáns Sveinssonar), Ólafur Sveinsson, Hrefna B. Jónsdóttir og Ásthildur Sturludóttir sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

  1. Fundargerð síðasta fundar lögð fram og samþykkt.
  2. Niðurstaða lagaendurskoðunarnefndar.

HH fór yfir niðurstöður vinnu nefndarinnar. Mikil umræða fór fram um málið. Til máls tóku HH, ÓS, SF, JG, SE, JPP. 

  • JPP kom inn á að eðlilegra væri að hafa aðalfund SSV að vori þar sem haustfundur væri of seint ef sameina ætti aðalfundi nokkurra stofnana undir ársþing.  Til máls tóku HH, HBJ, ÓS, JPP, SF, JG. 
  • Helga fór yfir ástæður fyrir því og benti á að nefndin telur að kanna þurfi báða möguleikana..

Niðurstöðum og tillögum lagaendurskoðunarnefndar vísað til aðalfundar. Varðandi lið 3 í tillögunni leggur stjórn til að  með í þeirri skoðun verði teknar aðrar þær stofnanir sem falla undir starfsemi Samtaka sveitarfelaga á Vesturlandi.

 

      3. Húsnæðismál SSV

ÓS fór yfir málið og óskaði eftir 4 milljóna króna fjárheimild til endurbóta og kaupa á nýjum húsgögnum. 2 milljónir verða teknar af eigin fé og 2 milljónir að láni til 5 ára.  Með þessu verður starfsstöðvum á skrifstofu fjölgað um eina.

Nokkur umræða fór um málið. Til máls tóku JG, SE, SF, JPP. HH  lagði til að tillaga ÓS væri samþykkt. Beiðnin samþykkt.

 

      4. Málefni fatlaðra. Óskað eftir fundi með ráðherra

Vísað í tillögu frá aðalfundi SSV frá árinu 2005.  HH fór yfir málið og lagði fram minnisblað frá HBJ um málefni fatlaðra þar sem óskað er eftir fundi með félagsmálaráðherra. Til máls tóku HH, HBJ. Stefnan er að fá fund í ráðuneytinu fyrir aðalfund.  Miklar upplýsingar liggja nú fyrir í félagsmálaráðuneytinu um stöðu málefna fatlaðra og mun skýrsla um málið koma út fljótlega.  Upplýsingar verða sendar stjórnarmönnum um leið og þær liggja fyrir.

 

       5. Ályktanir og tillögur stjórnar fyrir aðalfund

Málinu vísað til formanns og Ásthildur til vinnslu. Tillögur svo sendar út til stjórnarmanna til skoðunar. Stjórn leggur áherslu á vegamál og fjármál sveitarfélaga í gerð ályktana og tillagna. Ásthildur lætur stjórn vita um samgöngunefndar fund og hvenær hann verður.

Mikil umræða um samgöngumál og slys á vegum.  Til máls tóku HH, HBJ, SF, JPP, JG, SE.

 

      6. Ímyndarkönnun-samningur.

HH og ÓS fóru yfir málið. Skrifað var undir samning við Rannsóknarmiðstöðina á Bifröst í síðustu viku. Nokkur umræða fór fram um málið sérstaklega um hvort spyrja ætti sérstaklega höfuðborgarbúa og landsbyggðina. Til máls tóku SF, JPP, SE, HBJ, ÓK, ÁS. ÓS talaði um að kanna hvort hægt væri að spyrja íbúa í NV kjördæmi. SF vildi bæta við spurningu 15b: Fjölgaði ferðum þínum á Vesturland eftir að Hvalfjarðargöngin komu?

Fundarmönnum beint á að senda á Ásthildi og Óla ábendingar ef einhverjar eru hið fyrst.

  

      7. Frumkvöðlar

ÓS, ÁS, Búið að  láta hópinn vita um fyrirhugaðan fund, ekki búið að ákveða fundartíma. Frumkvöðlaverðlaun verða afhent á aðalfundi þann 15. september.

 

      8. Vaxtarsamningur

ÁS fór yfir. Nokkur umræða fór fram um málið. Ásthildur sendir tillögur á tölvutæku formi til stjórnarmanna.

 

      9. Starfsmannamál

ÁS, HH og ÓS fóru yfir málið.

Verið er að vinna í ráðningu á ritara/þjónustufulltrúa á skrifstofu sem kæmi til starfa 1. október.

 

      10. Drög að dagskrá aðalfundar.

HH fór yfir málið. Allir fundarmenn tóku til máls. Ásthildi og formanni gert að skoða þetta mál áfram og senda á stjórn drög að dagskrá.

 

  1. Næsti stjórnarfundur.

Verður haldinn í Stykkishólmi 14. September.

 

      12. Önnur mál

  • Ný lög um skipulags og bygginarnefnd. SF fór yfir málið. Veltir fyrir sér hvort vald sé flutt frá héraði til miðstýringar. Kynning á lögunum fer fram á vegum Skipulagsstofnunar þann 12. október í Borgarnesi. Mikil umræða fór fram um málið og tóku allir til máls.

 

Stjórn SSV ályktaði um málið:

Stjórn SSV vill að skipulagsmál séu áfram verkefni sveitarfélaga . Því telur stjórn SSV rétt að staldrað sé við og markmið þessara breytinga verði skoðuð frekar.”

 

  • Fram lagðar dagskrár aðalfunda annarra landshlutasamtaka.
  • Fram lagt bréf frá Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra.

 

 

Fundi slitið 18:40.