50 – SSV stjórn
Stjórnarfundur SSV 14. september 2006
Narfeyrarstofu í Stykkishólmi
FUNDARGERÐ
Stjórnarfundur SSV, haldinn í Stykkishólmi fimmtudaginn 14. september 2006.
Stjórnarfundar SSV var haldinn á Narfeyrarstofu í Stykkishólmi fimmtudaginn 14. september 2006 kl. 17.
Mætt voru: Helga Halldórsdóttir (HH), Ólína B. Kristinsdóttir (ÓK), Jón Gunnlaugsson (JG) Kristján Sveinsson (KS), Sigríður Finsen (SF) og Sveinbjörn Eyjólfsson. (SE). Forföll boðaði Þorsteinn Jónsson. Auk þess sátu fundinn Ólafur Sveinsson,
Dagskrá:
- Fundargerð síðasta fundar.
- Aðalfundur 2006
- Ályktanir aðalfundar
- Fjárhagsáætlun
- Skýrsla formanns
- Framlag SSV til Vaxtarsamnings Vesturlands
- Önnur mál.
- Ályktanir aðalfundar
Fundargerð síðasta fundar.
Fundargerð síðasta fundar lögð fram og samþykkt.
Aðalfundur 2006.
Ályktanir aðalfundar og nefndaskipan.
Drög að ályktunum aðalfundar lagðar fram til fundarins og einnig tillögur að nefndaskipan. .
Lögð fram tillaga að breytingu á launum stjórnar. Samþykkt að vísa tillögunni til fjárhagsnefndar á aðalfundi.
Fjárhagsáætlun.
Fjárhagsáætlun fundarins lögð fram. Gert er ráð fyrir því að framlag sveitarfélaga hækki úr 690 k. Í 745 kr. Sveitarfélög með ´´ibúa færri en 200 greiði fast árgjald kr. 55.000 en sveitarfélög með yfir 200 íbúa greiði fast árgjald kr. 300.000. Fjárhagsáætlunin samþykkt.
Skýrsla formanns.
HH lagði fyrir fundinn skýrslu formanns. Samþykkt.
Framlag SSV til Vaxtarsamnings Vesturlands.
Starfsmenn SSV fóru yfir drög að vaxtarsamningi fyrir Vesturland. Samþykkt að leggja 10,5 millj. til samningsins, þ.e. 3,5 ári í peningum. 4 millj í vinnuframlagi á ári á tímabilinu, þ.e. 2006 – 2009.
Önnur mál.
Námskeið á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Hrefna sagði frá fundi með framkvæmdastjórum landshlutsamtakanna og fulltrúum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem farið var yfir hugmyndir að námskeiðum á vegum Sambandsins veturinn 2006 – 2007.
Þar var landshlutasamtökunum falið að kanna áhuga sveitarfélaga á sinum svæðum á frekari námskeiðum samkvæmt þeim punktum sem lagðir voru fram á fundinum.
Íbúafjöldi á Vesturlandi.
Umræða um íbúaþróun á Vesturlandi.
Ársþing SSNV og FV.
Hrefna sagði frá heimsókn sinni á ársþing SSNV sem haldið var á Gauksmýri 1. sept.sl. og Ásthildur sagði frá heimsókn sinni á aðalfund FV sem haldinn var á Súðavík 8. sept sl.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.