48 – SSV stjórn
Stjórnarfundur SSV, haldinn á Hótel Búðum, föstudaginn 16. júní 2006
Stjórnarfundar SSV var haldinn að Hótel Búðum, föstudaginn 16. júní 2006, kl. 10:00.
Mætt voru: Helga Halldórsdóttir (HH), Ólína B. Kristinsdóttir (ÓK), Eyþor Benediktsson (EB), Þorsteinn Jónsson (ÞJ), Jón Gunnlaugsson (JG) og Kristján Sveinsson (KS). F orföll boðuðu Sveinbjörn Eyjólfsson og Sigríður Finsen. Varamaður gat ekki mætt fyrir Sveinbjörn Eyjólfsson, en Eyþór Benediktsson mætti fyrir Sigríði Finsen. Auk þess sátu fundinn Ólafur Sveinsson, Ásthildur Sturludóttir og Kristín Björg Árnadóttir. Fundargerð ritaði Ásthildur Sturludóttir.
Dagskrá fundarins:
- Fundargerð síðasta fundar
- Endurskoðun laga SSV. Sjá erindisbréf í fundargögnum.
- Vaxtarsamningur Vesturlands. Sjá Vaxtarsamning Vestfjarða.
- Menningarfulltrúi Vesturlands.
· Starfsstöð á skrifstofu SSV.
· Hýsing menningarfulltrúa.
· fjármögnun sveitarfélaga á Menningarsamningi.
- Aðalfundur SSV 15. september 2006. Undirbúningur dagskrár.
- Fulltrúi SSV í Fjöliðjunni, Akranesi. Tilnefning SSV.
- Frumkvöðull ársins 2006.
- Íbúaspá. Til fróðleiks.
- Önnur mál.
Formaður setti fund og gekk til dagskrár.
Fundargerð síðasta fundar
Fundargerð síðasta fundar lögð fram og samþykkt.
Endurskoðun laga SSV. Sjá erindisbréf í fundargögnum.
Þorsteinn Jónsson er fulltrúi Dalabyggðar í endurskoðunarhópi laganna. Gísli S. Einarsson er fulltrú Akraneskaupstaðar.
Vaxtarsamningur Vesturlands. Sjá Vaxtarsamning Vestfjarða.
Ólafur kynnti fundarmönnum handrit að Vaxtasamningi Vesturlands og fór yfir hann með fundarmönnum. Nokkur umræða fór fram um samninginn. Hann skýrði einnig frá því að unnið verði að undirskrift vaxtarsamningsins verður það gert þegar fjármögnun samningsins hefur verið lokið. Stefnt er að undirritun 15. september á aðalfundi SSV. HH hrósaði starfsmönnum verkefnisins fyrir góða frammistöðu og hvatti stjórnarmenn til þess að taka þátt í því að afla samningum brautargengis. Til máls tóku HH, ÞJ, JG, KS og ÓK. Rætt var um fjárframlög til verkefnisins. Stjórn SSV lýsir ánægju sinni yfir vinnu tengdri vaxtasamningi.
Lagt var fram tilboð frá Rannsóknarstofnun Viðskiptaháskólans á Bifröst til að rannsaka á ímynd Vesturlands og í kjölfarið koma með tillögur til að bæta ímynd Vesturlands. Kostanður við rannsóknina er 2,5 milljónir. Fjármögnun liggur fyrir en Byggðastofnun og SSV leggja til fjármunina. Hluti SSV yrði framlag inn í vaxtasamning. Stjórn SSV samþykkir að leggja fjármuni til þessarar rannsóknar.
Menningarfulltrúi Vesturlands
a) Starfsstöð á skrifstofu SSV.
Helga kynnti hugmyndir um breytingar á húsnæði SSV til þess að eiga möguleika á að hýsa fleiri starfsmenn á skrifstofu.ÓS fór einnig yfir málið. HH fór þess á leit við stjórnarmenn að heimila þessar aðgerðir. Stjórn samþykkir að farið verði í undirbúning breytinga á skrifstofuhúsnæði SSV.
b) Hýsing menningarfulltrúa
Elísabet Haraldsdóttir, menningarfulltrúi Vesturlands, kemur til starfa í lok júní mánaðar og verður staðsett á skrifstofu SSV. Menningarráð leigir starfsaðstöðu á skrifstofu SSV.
c) Fjármögnun sveitarfélaga á Menningarsamningi
Minnt á að sveitarfélög beri fjárhagslega ábyrgð í menningarsamningi og ítrekað að þau geri ráð fyrir þessum fjármunum í fjárhagsáætlun. Til máls tóku HH, ÞJ og JG.
Aðalfundur SSV 15. september 2006. Undirbúningur dagskrár
Helga kynnti hugmyndir um að aðalfundur SSV verði haldinn í Grundarfirði. Vaxtarsamningur mun verða meginviðfangsefni fundarins. ÁS og ÓS falið að finna fundarstað og undirbúa fundinn.
Fulltrúi SSV í Fjöliðjunni, Akranesi. Tilnefning SSV
Samþykkt að tilnefna Guðrúnu Fjeldsted sem fulltrúa SSV í stjórn Fjöliðjunnar.
Frumkvöðull ársins 2006
HH fór yfir málið ásamt ÓS. Ákveðið að veita verðlaunin á aðalfundi SSV. Til máls tóku. ÓS, HH, ÞJ. Samþykkt.
Íbúaspá. Til fróðleiks
ÓS kynnti íbúaspá Vesturlands. Til máls tóku KS, ÓK, JG, HH, ÞJ. Mælst til að spáin verði send til sveitarstjórna og stjórnarmanna, niðurbrotin eftir svæðum.
Önnur mál
HH fór yfir starfsmannamál. Ásthildur Sturludóttir er komin aftur starfa, Hrefna B. Jónsdóttir er enn í veikindaleyfi. ÓS kynnti Kristínu Björgu Árnadóttur, atvinnuráðgjafa sem er með starfsaðstöðu á bæjarskrifstofunni í Snæfellsbæ. ÓS lagði áherslu á mikilvægi starfsemi atvinnuráðgjafa á Snæfellsnesi.
Fundi slitið 11:30.
Eftir stjórnafund mættu Viðar Halldórsson og Magnús Magnússon til þess að kynna nýja vatnsátöppunarverksmiðjuna Icelandica í Snæfellsbæ fyrir stjórn SSV. Eftir þann fyrirlestur fór stjórnin út að Hellnum og kynnti sér Gestastofu Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og nýja sumarhúsabyggð þar og drakk kaffi í boði Snæfellsbæjar í Fjöruhúsinu.