85 – Sorpurðun Vesturlands

admin

85 – Sorpurðun Vesturlands

Sorpurðun Vesturlands, fundur nr. 85

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. haldinn miðvikudaginn
24. ágúst 2016 kl. 16:00 á skrifstofu SSV í Borgarnesi

Mætt voru: Kristinn Jónasson, Auður H Ingólfsdóttir, Finnbogi Leifsson, Sturla Böðvarsson, Karitas Jónsdóttir og Sævar Jónsson. Arnheiður Hjörleifsdóttir, boðaði forföll. Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri.

1. Fundargerðir síðasta stjórnarfundar.
a. Stjórnarfundur 13. júní 2016. Staðfest með undirritun.

2. Bruni í Fíflholtum 9. ágúst sl.
a. Minnisblað SG um eldinn og viðbragðsáætlun
Lagt fram minnisblað Stefáns Gíslasonar, UMÍS, um brunann. Farið yfir atriði sem snerta viðbragðs- og úrbótaáætlun. Framkvæmdastjóra falið að skoða ákveðna þætti út frá umræðum á fundinum.

b. Samantekt til UST
Lögð fram.

c. Vélakostur
Rætt um vélakost í Fíflholtum. Lagt fram tilboð í beltagröfu.
Samþykkt að ganga að tilboðinu kr. 20.880.000 kr. Einnig samþykkt að ganga að tilboði aukabúnaðar við vélar kr. 5.133.000 kr.

3. Gerð hreinsivirkis
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu verksins. Verktakarnir eru komnir á vettvang og greindi framkvæmdastjóri frá fyrsta fundi með verktökum á verkstað.

4. Umhverfisstofnun
a. Reglubundið eftirlit frá 9. júní 2016, starfandi urðunarstaður og úttekt á eldri urðunarstað.
Lögð fram úttekt á eldri urðunarstað sem var samþykkt í drögum án athugasemda.
Lögð fram úttekt vegna reglubundins eftirlits frá 9. júní sl. Tvö frávik voru skráð við eftirlit, þ.e. viðtaki sigvatns og geymsla úrgangs á urðunarstaðnum.

b. Viðbrögð Sorpurðunar Vl. hf. við eftirliti frá 9. júní
Lögð fram viðbrögð SV. hf. við eftirliti þar sem reifaðar eru breytingar á skráðum viðtaka frá urðunarstaðnum að loknum viðbótum við hreinsivirki urðunarstaðarins.
Komið hafa viðbrögð frá Umhverfisstofnun um að þær útfærslur sem lagðar eru til í bréfi dags. 5. júlí sl. og varða breytingar á skilgreindum viðtaka, verði fylgt eftir og send inn ósk um breytingar þar um í starfsleyfi. Framkvæmdastjóra falið að fylgja því eftir.

c. Veiðarfæraúrgangur og heimsókn SFS 17.08.2016
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir þeim veiðafæraúrgangi sem safnast hefur saman í enda urðunarreinar nr. 4. Móttaka þessa úrgangs hefur verið stöðvuð og unnið að lausn vandans með Samtökum fiskframleiðenda en Guðfinnur Johnsen, fulltrúi þeirra, hefur fundað með framkvæmdastjóra og kom til Fíflholta 17. ágúst sl.
Samþykkt að taka ekki á móti veiðarfæraúrgangi í Fíflholtum þar sem annar farvegur er fyrir hendi.

5. Útstreymisbókhald, sent 2.7.2016 til UST
Lögð fram skýrsla v. ársins 2015. Samkvæmt starfsleyfi er útstreymisbókhaldi skilað árlega.

6. Erindi Orra Vigfússonar frá 25.7.2016
Erindi Orra var svarað í framhaldi síðasta stjórnarfundar þess efnis að umbeðnar upplýsingar liggja ekki fyrir. Ekkert hefur breyst í þeim efnum.

7. Önnur mál.
a. Ráðstefna og sýning á vegum FENÚR 9. – 10. sept.2016
Lögð fram dagskrá ráðstefnunnar þann 9. sept.

b. Ósk Borgarbyggðar um samstarf um rekstur gámastöðvar.
Svarbréf til Borgarbyggðar lagt fram. Framkvæmdastjóri greindi frá fundi með fulltrúa Borgarbyggðar í Fíflholtum þar sem landsvæði var skoðað m.t.t. staðsetningar o.fl.

c. Gróðursetning
Framkvæmdastjóri greindi frá gróðursetningu sumarsins en 100 plöntur voru gróðursettar innan urðunarsvæðis í Fíflholtum.

d. Hreinsunarátak 2016.
Ungmennafélagið Björn Hítdælakappi hefur tekið öflugt hreinsunarátak. Rætt um að skoða með aðra umferð.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:50.
Fundarritari. Hrefna B. Jónsdóttir