108 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Innrimel 3, 301 Akranes
kt. 550399-2299
FUNDARGERÐ
108. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
Þriðjudaginn 4. september 2012 kl: 16:00 kom Heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar að Innrimel 3 í Melahverfi Hvalfjarðarsveit.
Á fundinum voru:
Jón Pálmi Pálsson, formaður
Eyþór Garðarsson
Ólafur Adolfsson
Ragnhildur Sigurðardóttir
Dagbjartur Arilíusson
Trausti Gylfason
Sigrún Guðmundsdóttir boðaði forföll og varamaður hennar komst ekki á fundinn. Á fundinum voru auk nefndarmanna Helgi Helgason framkvæmdastjóri og Ása Hólmarsdóttir sem ritaði fundargerð. Formaður setti fundinn, bauð gesti og fundarmenn velkomna til fundar og var síðan gengið til dagskrár.
Dagskrá
1. Fjárhagsáætlun 2013.
Framkvæmdastjóri og formaður kynntu drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2013.
Áætlunin samþykkt. Framkvæmdastjóra falið að senda fjárhagsáætlun til sveitarstjórna á Vesturlandi með greinargerð vegna málsins.
2. Starfsleyfi Félagsbúsins Miðhrauni II (fiskvinnsla).
Framkvæmdastjóri greindi frá fráveitumálum fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur ekki farið að starfsleyfisskilyrðum þar sem fráveita er ekki fullnægjandi þrátt fyrir yfirlýsingar um betrumbætur haustið 2011.
Heilbrigðisnefndin samþykkir að gefa rekstraraðila frest til 1. október n.k til að koma fráveitumálum fyrirtækisins í lag að viðlögðum dagsektum upp á kr. 50.000 kr.
Rekstraraðili skal greina HeV frá verklokum.
3. Umsagnarbeiðni frá sýslumanni á Akranesi vegna rekstarleyfisumsóknar Café Eyðimerkur á Skólabraut 12-14, Akranesi.
Framkvæmdastjóri fór yfir forsögu málsins en það var einnig tekið fyrir á síðasta fundi með hliðsjón af undirskriftalista frá nágrönnum staðarins þar sem þeir lýsa áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðs skemmtistaðar að Skólabraut 12-14.
Heilbrigðisnefnd tekur ekki afstöðu til umsagnarbeiðni sýslumanns að svo komnu máli, en bendir á að viðkomandi aðili hefur ekki sótt um starfsleyfi til eftirlitsins, jafnframt er bent á að teikningar hafa ekki verið lagðar fram og ekki hefur verið sýnt fram á með mælingum að fyrirhuguð starfsemi verði innan hávaðamarka reglugerðar nr. 724/2008 um hávaða. Heilbrigðisnefndin mun taka málið til umfjöllunar að nýju þegar tilskilin gögn og upplýsingar liggja fyrir.
4. Starfsleyfi fyrir alifuglabúið á Fögrubrekku Hvalfjarðarsveit.
Samþykkt endurnýjun starfsleyfis til 6 mánaða vegna þess skipulags sem er á svæðinu. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt framlengingu starfleyfis fyrir sitt leyti.
5. Starfsleyfi frá síðasta fundi.
SigSól, sultugerð, aðsetur á Laxárbakka, Hvalfj.sveit- Nýtt leyfi.
Völkusæti ehf., Stykkishólmi. Matvælavagn/ pylsuvagn. – Nýtt leyfi.
Fálki 19 ehf. Þórisstaðir Hvalfjarðarsveit. – Útivistarsvæði/tjaldsvæði.- Nýr rekstraraðili.
Atlantsolía, Aðalgötu 35, Stykkishólmi.- Bensínstöð. Auglýsingu lokið- Nýtt leyfi.
Soffanías Cecilsson hf., Borgarbraut 1, Grundarfirði.- Vinnsla sjávarafurða- Endurnýjun.
Húsasmiðjan ehf, Esjubraut 47, Akranesi. –Byggingarvöruverslun.- Nýr rekstraraðili, yfirfært leyfi.
Húsasmiðjan ehf, Egilsholt 2, Borgarnesi. –Byggingarvöruverslun.- Nýr rekstraraðili, yfirfært leyfi.
Hamar ehf, Klafastaðavegur 12, Grundartanga.- Vélaverkstæði og málmsmíði. – Nýtt leyfi.
Rekstararfélagið Braut ehf., Hýrumelur, Borgarbyggð. Svínabú.- Nýr rekstraraðili, yfirfært leyfi
Fjarðarskel ehf. Smiðjuvöllum 4, Akranesi. – Kræklingarækt í landi Saurbæjar , Hvalfj.sveit. – Nýr rekstraraðili, yfirfært leyfi.
ÁTVR, Vínbúðin Ólafsvík, Ólafsbraut 55. – Vínbúð. –Nýr staður, nýtt leyfi.
Snyrtistofan Dísella, Vesturgötu 43, Akranesi. – Nýr staður, nýtt leyfi.
VPH fasteignir, Bátahöllin, Hellisbraut, Hellissandi.- Plastbátaframleiðsla. –Nýtt
Yogi s.f. Ísbúð, Dalbraut 1, Akranesi. – Nýtt
Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreind starfsleyfi.
Félagsheimilið Breiðablik, Eyja – og Miklaholtshreppi. – Heimavinnsla matvæla. -. Starfsleyfisskilyrði.- Nýtt
N1 olíuafgreiðslustöð hjá Elkem Grundartanga.- Starfsleyfisskilyrði.- Nýtt.-
Heilbrigðisnefnd samþykkir starfsleyfisskilyrði.
IV Iceland ehf., Smiðjugata 5, Rifi, vatnsverksmiðja. – Fyrir lágu teikningar og innra eftirlit sem ekki hefur náðst að lesa yfir.
Framlagt en beðið með frekari afgreiðslu þar til fullnægjandi teikningar af vinnslusal liggja fyrir.
Brugghús Steðja ehf, Steðji, Borgarbyggð. – Bjórframleiðsla. – Nýtt. Teikningar komnar. (Dagbjartur Arilíusson vék af fundi undir þessari afgreiðslu)
Vatnsveita OR Rauðsgili, Steindórsstöðum, Reykholtsdal- Starfsleyfisskilyrði. Nýtt.
Nefndin samþykkir teikningar hjá ofangreindum fyrirtækjum en afgreiðslu starfsleyfis frestað þar til fullnægjandi upplýsingar um innra eftirlit liggur fyrir.
6. Umsagnir til sýslumanns. – (afgreitt frá síðasta fundi )
Hátíðarfélag Grundarfjarðar vegna bæjarhátíðar Grundfirðinga á Góðri stundu 26. -29. júlí 2012. – Tímabundið leyfi.
Vinir Hallarinnar, Lopapeysuball í Sementverksmiðju á írskum dögum á Akranesi, 7. júlí.- Tímabundið leyfi.
Lágholt 11, Stykkishólmi, heimagisting.- Nýtt.
Hólmur- Inn, Hafnargerð ehf, Skúlagata 4, Stykkishólmi, heimagisting.- Breyting
Gistiver ehf, Egilsenhús, Aðalgötu 2, Stykkishólmi.- Gististaður og veitingar .- Nýtt.
Þjónustumiðstöðin Vegamótum, Eyja- og Miklaholtshr.- Veitingar. –Endurnýjun.
Ensku Húsin, Litlu Brekku, Borgarbyggð.- Gistihús og veitingar. – Endurnýjun.
Skagabrauð ehf / Harðarbakarí, Kirkjubraut 56, Akranesi- Bakarí og kaffihús, takmarkaðar veitingar.- Nýr eigandi, breytt starfsemi.
Hótel Á, Kirkjubóli, Borgarbyggð. – Aukið gistirými.- Breyting.
Gistiheimilið Hof, Hofgörðum, Staðarsveit. – Gistiheimili, aukið gistirými – Breyting.
Ferðaþjónustann Setbergi, Grundarfirði.- Gistiskáli. – Endurnýjun.
Félagsheimilið Skjöldur, Helgafellssveit. – Endurnýjun.
Skógarmenn KFUM, útihátíð í Vatnaskógi 2.-6. ágúst.- Tímabundið leyfi.
Víkurgata 5, Stykkishólmi. – Heimagisting. –Nýtt leyfi.
Þvervegur 12, Stykkishólmi- Íbúð, gististaður. – Nýtt leyfi.
Bæjarhátið Stykkishólmi 17. – 18. ágúst. 2 stórdansleikir, á bryggju/Stykkinu og íþróttamiðstöð. – Tímabundið leyfi.
Birkilundur 44, Friðarstaðir, Sauraskógi, Helgafellssveit.- Sumarhús, gististaður.- Nýr rekstraraðili.
Ferðaþjónustan Svarfhóli, Dalabyggð. – íbúðarhús og 2 sumarhús.- Endurnýjun.
Utan ehf, Hellisbraut 10, Hellissandi.- Tvær íbúðir, gisting.- Nýr staður.
Lýsuhóll-Snæhestar, Lýsuhóli Staðarsveit. – 2 sumarhús og 3 smáhýsi, gisting og veitingar.- Breytt starfsemi og endurnýjun.
Kaffi Emil, Grundargötu 35, Grundarfirði. Kaffihús, veitingar.- Breyting.
Garðakaffi, Safnasvæðið, Akranesi.- Kaffihús, takmarkaðar veitingar.- Nýr rekstaraðili.
Lagt fram.
Skólastígur 21, Valgrímshús, Stykkishólmi. – Íbúð, gististaður. – Nýr staður.- Hafnað.
GK veitingar, Akranesi.- Veitingar í tjaldi við Akratorg á írskum dögum.- Tímabundin rekstur. Hafnað.
Heilbrigðisnefnd staðfestir afgreiðslu HeV á ofangreindu.
Tækifærisleyfi:
Félagsheimilið Brautartungu. Dansleikur. 16. júní 2012.
Hjálmaklettur, Menntaskóli Borgarfjarðar. Dansleikur. 15. júní 2012
Þinghamar, Borgarbyggð, Harmonikkudansleikir, 4.-.6 ágúst 2012
Samkomuhúsið Þverárrétt, dansleikur 31. ágúst. 2012.
Lagt fram.
7. Undanþága vegna aldurs til sölu á tóbaki.
– Samkaup Hyrnan fyrir 5 einstaklinga.
– Krónan, Akranesi fyrir 1 einstakling.
Heilbrigðisnefnd staðfestir undanþágurnar.
8. Aðrar umsagnir.
– Ísgöng í Langjökli. Umsögn til Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum.
– Virkjun í Svelgsá, Helgafellssveit. Umsögn til Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum.
Framkvæmdastjóri greindi frá ofangreindum umsögnum til Skipulagsstofnunar.
Framlagt.
9. Önnur mál.
· Úrskurður Umhverfisráðuneytis, frá 17.júlí s.l, um starfsleyfi matvælafyrirtækis í Reykjavík vegna fráveitu.
Framkvæmdastjóri sagði frá nýlegum úrskurði Umhverfisráðuneyti vegna starfsleyfis starfandi matvælafyrirtækis í Reykjavík og nýrra skilyrða vegna fráveitu.
Framlagt.
· Útgáfa landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2013-2024. Erindi frá Umhverfisráðuneyti vegna óska um athugasemdir varðandi drög að áætlun um meðhöndlun úrgangs.
Framlagt.
· Ósk Dalabyggðar um tímabundna undanþágu frá starfsleyfi fyrir urðunarstaðnorðan Búðardal vegna óvirks úrgangs. Unnið er að opnun nýs urðunarsvæðis annars staðar. Með erindinu fylgir einnig afrit af erindi frá Umhverfisráðuneyti til Umhverfisstofnunar vegna málsins, dagsett 19. júlí
2012 og svar ráðuneytis frá 27. ágúst s.l. þar sem ráðuneytið hafnar því að veita undanþágu.
Framlagt. Heilbrigðisnefnd furðar sig á afgreiðslu ráðuneytis og á umsögn Umhverfisstofnunar og telur að veita hefði átt umbeðna undanþágu til Dalabyggðar.
· Ósk Sorpurðunar Vesturlands um undanþágu frá starfsleyfitil eins árs meðan unnið er að nýju starfsleyfi. Afrit af erindi frá Umhverfisráðuneyti til Umhverfisstofnunar vegna málsins, dagsett 14. ágúst 2012.
Framlagt.
· Meint mengun í ám og vötnum á Vesturlandi.
Framkvæmdastjóri fór yfir málavöxtu þegar að í sumar kom upp meint sýking hjá börnum eftir baðvist í stöðuvatni á Vesturlandi. Í framhaldi af því skoðuðu starfsmenn HeV aðstæður á vettvangi m.t.t rotþróa á svæðinu.
Nefndin beinir því til sveitarfélaga að ávallt sé gengið vel frá rotþróm og þær séu í samræmi við reglugerð 798/1999 og leiðbeiningar Umhverfisstofnunar um rotþrær.
Þá ítrekar heilbrigðisnefndin þau tilmæli til sveitarstjórna að ráðast í vinnu um flokkun vatna til samræmis við ákvæði iV. kafla reglugerðar nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns.
Fundi slitið kl: 17:35