99 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands
FUNDARGERÐ
99. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
Miðvikudaginn 29. Júní kl: 14 var haldinn símafundur í Heilbrigðisnefnd Vesturlands
Á símafundinum voru:
Jón Pálmi Pálsson
Eyþór Garðarsson
Ragnhildur Sigurðardóttir
Dagbjartur Arilíusson
Trausti Gylfason
Sigrún Guðmundsdóttir
Rún Halldórsdóttir komst ekki á fundinn né varamaður hennar. Helgi Helgason framkvæmdastjóri og Ása Hólmarsdóttir sem ritaði fundargerð.
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna að símtækjunum.
Dagskrá:
1. Bréf SÍS og Umhverfisráðuneytis dags. 1.júní 2011 vegna öryggismála á sundstöðum
Framlagt.
2. Undanþága vegna sundlaugargæslu í sundlauginni í Grundarfirði. Bréf ráðuneytis 1. júní s.l.
Samþykkt að mæla gegn undanþágu nema að tryggt verði að starfsmaður geti sinnt afgreiðslustörfum og fylgst með gestum samhliða, s.s með myndavélum.
3. Undanþága vegna sundlaugargæslu í sundlauginni á Laugum Dalabyggð. Bréf ráðuneytis 1. júní s.l.
Samþykkt að mæla gegn undanþágu nema að tryggt verði að starfsmaður geti sinnt afgreiðslustörfum og fylgst með gestum samhliða, s.s með myndavélum.
4. Undanþága vegna sundlaugargæslu í sundlauginni í Stykkishólmi. Bréf ráðuneytis 23. júní s.l.
Samþykkt að mæla gegn undanþágu nema að tryggt verði að starfsmaður geti sinnt afgreiðslustörfum og fylgst með gestum samhliða, s.s með myndavélum.
5. Bréf UST 25.05.11 um stöðuskýrslu fráveitna.
Framlagt.
6. Bréf Neytendastofu 26. 06´11 vegna skráningu kvartana.
Framlagt.
Framkvæmdastjóra falið að leita álits hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á slíkum erindum sem snúa að upplýsinga- og skrifstofuþjónustu frá HES án þess að gjaldtaka komi fyrir.
7. Bréf Orkustofnunar 13.´05 ´11 um samstarf á grunni laga nr. 57/1998.
Framlagt
Framkvæmdastjóra falið að leita álits hjá Sambandi íslenskra Sveitarfélaga á slíkum erindum sem snúa að upplýsinga- og skrifstofuþjónustu frá HES án þess að gjaldtaka komi fyrir.
8. Bréf Efnahags og viðskiptaráðuneytis 16.06 ´11 um þjónustuviðskipti á innri markaði ESB.
Framlagt.
9. Bréf Umhverfisráðuneytis 31.5.11 vegna draga að nýrri byggingareglugerð- umsögn berist fyrir 15. ágúst n.k.
Framlagt.
10. Bréf eigenda sumarhúsa í Hvammslandi í Skorradal dagsett 13.6.11 vegna vatnsveitumála.
Framlagt
Framkvæmdastjóra falið að svara erindinu.
11. Bréf lögmanna sumarhúsaeigenda í Múlabyggð dags. 23.7´11 (?) vegna vatnsveitumála. Bréf móttekið 23.6.11
Framlagt.
Framkvæmdastjóra falið að svara bréfritara og kanna stöðu neysluvatnsmála á staðnum.
12. Bréf UST 16.6.11 vegna notkunar á eldri leikvallatækjum.
Framlagt.
Samþykkt að senda innsent bréf til annara sveitarfélaga á Vesturlandi til kynningar.
13. Áminningarbréf UST til Dalabyggðar 22.6.11 vegna úrgangsmála.
Framlagt.
14. Bréf Umhverfisráðuneytis 22.6.11 vegna afturköllunar á undanþágu fyrir handlaugar í herbergjum Áningar í Lýsudal, Snæfellsbæ.
Framlagt.
15. Auglýst starfsleyfisdrög fyrir svínabú Stjörnugríss hf. á Hýrumel.
Auglýsingu lokið og engar athugasemdir bárust.
Samþykkt að gefa út starfsleyfi á grunni auglýstra starfsleyfisdraga.
16. Drög að starfsleyfi fyrir dreifingu á slógi frá Miðhrauni.
Lögð fram drög að starfsleyfi vegna slógdreifingar til áburðar frá félagsbúinu Miðhrauni II.
Samþykkt að auglýsa fyrirliggjandi drög.
17. Stjörnugrís hf á Melum.
Starfsleyfi fyrir svínabúið á Melum endurskoðað.
Starfsleyfið var auglýst og athugasemdir bárust við einstaka greinar þess.
Samþykkt að gefa út fyrirliggjandi starfsleyfi sem hefur tekið nokkrum breytingum frá auglýstu starfsleyfisdrögum. (sjá liði 1.4, 2.8, 2.9 og 2.13).
Framkv.stj. falið að ganga frá málinu og jafnframt að greina þeim aðilum sem sendu inn formlegar athugasemdir frá afgreiðslu stjórnar.
18. Starfsleyfi útgefin frá síðasta fundi.
Gæðakokkar, Sólbakka 11, Borgarnesi, fullvinnsla og sala mætvæla- breytt leyfi.
Sjávarkistan Snæfellsbæ, markaður með sjávarfang. – Nýtt (gildir í 5 mánuði)
Andrinn ehf, Norðurgarði 8, Snæfellsbæ, fiskvinnsla – Nýtt
Hreiðrið okkar, dagvistun, Akurgerði 5 Akranesi. – Nýtt
Samkaup hf. Borgarnesi, matvöruverlsun – Nýr rekstraraðili
Borgarverk, Borgarnesi vegna vegklæðningar – Nýtt
Staðfest
19. Tóbakssöluleyfi
Hverinn Kleppjárnsreykjum, gildir í 4 ár.
Krónan Akranesi. Gildir í 4 ár.
Staðfest.
20. Undanþágur vegna aldurs á sölu á tóbaki.
Samkaup Hyrnan Borgarnesi, 5 einstaklingar á 17. og 18. ári.
Þjónustumiðstöðin Vegamót, Eyja – og Miklaholtshr. 1 einst á 17. ári.
Krónan Akranesi, 6 einstaklingar á 17. ári
Þjónustumiðstöðin Húsafelli, 2 einstaklingar á 17. ári
Samkaup Hyrnan Borgarnesi 3 einstaklingar á 17. ári og 1 á 18. Ári
Framlagt
21. Umsagnir til sýslumanns.
Ubuntu ehf, Sólvellir 13 Grundarfirði, gistiheimili.- Nýtt
Primus Kaffi, Hellnum Snæfellsbæ, veitinga- og greiðasala. – Nýtt
RÞ, Kúludalsá Hvalfjarðarsveit – Heimagisting. – Nýtt
RB, Gröf, Breiðuvík Snæfellsbæ – Heimagisting – ferðaþj. – Nýtt.
Hverinn ehf, Hverinn Kleppjárnsr. Borgarb – veitingastofa og greiðasala. – Nýtt
SJ. Gamli bærinn Húsafelli. Borgarbyggð – gistiheimili- Nýtt
KE. Bjarteyjarsandur Hvalfjarðarsveit – ferðaþjónusta, veitingar. Nýtt (breytt)
Kali ehf. Vogabraut 4, heimavistin – Gistiheimili starfrækt til 20.ágúst n.k
Staðfest
Fundi slitið kl: 14:45