65 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands
FUNDARGERÐ
65. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
miðvikudaginn 16.08.2006 kl. 16.00 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í fundarsal ráðhúss Borgarbyggðar að Borgarbraut 14, Borgarnesi.
Mættir voru:
Björn Elíson
Jón Pálmi Pálsson
Rósa Guðmundsdóttir
Jón frá samtökum atvinnulífsins
Laufey Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð
Sigrún Guðmundsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir mættu ekki.
Í upphafi fundar bauð nýr formaður heilbrigðisnefndar, Björn Elíson, fundarmenn velkomna.
1. Kynning á starfi heilbrigðisnefndar og helstu verkefni
Afhent voru gögn um stofnfund Heilbrigðisnefndar Vesturlands, listi yfir lög og reglugerðir og útprentum á lögum nr. 7/1998 og reglugerð nr. 941/2002.
Framkvæmdastjóri kynnti gögnin og fór síðan yfir helstu mál sem væru í gangi hjá HeV.
Í framhaldi af kynningu samþykkti nefndin tillögu Jóns Pálma um að fara þess á leit við Umhverfisráðherra að hann beitti sér fyrir því að HeV yfirtaki eftirlit frá Umhverfisstofnun.
Þá var samþykkt að ítreka fyrri samþykkt heilbrigðisnefndar sem send var varnarmáladeild Utanríkisráðuneytisins 23. maí s.l.vegna starfsemi Nató í Hvalfirði. Engin svör hafa borist vegna erindisins.
2. Svarbréf Akraneskaupstaðar, dags. 30.06, vegna fyrirhugaðs fundar bæjarráðs með fulltrúum heilbrigðinefndar.
Björn kynnti málið og las svarbréfið, frá 30. júni 2006 en þar kemur fram að bæjarstjórn Akraness er tilbúin að hitta nefndarmenn í sambandi við Laugafisk.
3. Bréf Samtaka atvinnulífsins, dags. 21.07., vegna tilnefningar aðal- og varamanns í heilbrigðisnefnd
Kom fram í bréfi, dags. 21. júlí, að aðalmaður væri tilnefndur Jón Rafn Högnason í Hótel Glymi, Hvalfjarðarströnd og varamaður Trausti Gylfason hjá Norðuráli.
4. Málefni Laugafisks hf. Lagt fram bréf framkv.stj. Laugafisks, dags 14.08. vegna bókunar á seinasta heilbrigðisnefndarfundi. Ennfremur greint frá kvörtunum sem borist hafa vegna starfsemi Laugafisks seinustu mánuðina.
Björn bað framkv.stj. að fara yfir mál Laugafisks, sem tengist heilbrigðisnefndinni, frá 2003 og einnig þau gögn sem afhend voru fyrir og á fundinum s.s. úrtak úr skýrslu Laugafisks með rannsóknarniðurstöðum, yfirlit yfir nýjustu kvartanir ofl. Þá lá fyrir á fundinum svarbréf forstjóra Laugafisks vegna samþykktar sem gerð var á 64. stjórnarfundi heilbrigðisnefndar. Ennfremur greindu Jón Pálmi og Finnbogi frá viðhorfum sínum.
Nefndarmenn voru sammála um að næsta skref væri að hitta bæjarstjórn Akraness og heyra viðhorf hennar áður en heilbrigðisnefnd tæki afstöðu í málinu þ.e. um endurnýjun starfsleyfis.
5. Afgreiðsla starfsleyfa
· Borgarneskjötvörur ehf, Vallarási 7-9
· Bændamarkaður Búnaðarsambands Vesturlands, Hvanneyri
· Dagvistun barna Víðigrund 8, Akranesi
· Jarðboranir hf., vegna tilraunahola Stykkishólmi, Helgafellssveit og Staðarsveit.
· Mótel Venus ehf., Hafnarskógi, vegna tjaldsvæðis
· SÁÁ Hlöðum, Hvalfjarðarsveit, tímabundið tjaldsvæði
· Gámastöð, Ártúni 6, Grundarfirði
· Vatnsveita Snæfellsbæjar, Fossdal
· Vatnsveita Eignarhaldsfélags Hvammsskógar, Skorradal
· Bensínorkan, sjálfsafgreiðslustöð við Aðalgötu, Stykkishólmi
· Bjarteyjarsandur Hvalfjarðarsveit, tjaldsvæði og endurnýjun fyrir gistiheimili
· Hlíð Hvalfjarðarsveit, endurnýjun fyrir gistiheimili
· Hestamannafélagið Dreyri, endurnýjun veitingaleyfis félagsheimilis Æðarodda
· Vinir Hallarinnar ehf., tækifærisveitingaleyfi v/írskra daga
· Tjaldsvæði, Laugum, Dalabyggð
· Tjaldsvæði Stóra-Vatnshorni, Dalabyggð
· Golfklúbburinn Mostri v/tjaldsvæðis Stykkishólmi
· Skátafélag Akraness v/sumarleikjanámskeiðs fyrir börn
· Híbýlamálun Garðars, Akranesi
Starfsleyfin staðfest.
6. Önnur mál
· Kosning varaformanns
Stungið upp á Finnboga Rögnvaldssyni
Samþykkt.
· Meintar bilanir í mengunarvarnabúnaði Járnblendiverksmiðjunnar Grundartanga
Björn ræddi lauslega þær fréttir sem hafa verið í blöðunum um þetta mál. Framkv.stj. kynnti að HeV væri ekki kunnugt um bilanir í hreinsibúnaði og engar tilkynningar hefði borist um langvarandi bilanir hvorki frá fyrirtækinu sjálfu eða umhverfisstofnun, sem fer með eftirlit á staðnum.
Umræða skapaðist um málið og voru nefndarmenn ekki sáttir við ástandið eins og það liggur fyrir.
Samþykkt tillaga frá Jóni pálma um að fela framkv.stj. að leita skriflegra upplýsinga frá UST um hvað sé í gangi og hvað hafi verið að gerast undanfarna mánuði þar sem augljóst væri að sýnilegur útblástur sé mun meiri en verið hefur. Einnig var samþykkt að óska eftir seinustu eftirlitsskýrslu.
· Samþykkt um kattahald (leiðbeinandi reglur).
Lögð fram drög að samþykkt um kattahald til samræmis við breyttar reglur. Samþykkt að senda sveitarstjórnum drögin til upplýsingar.
· Samþykkt að Björn og Jón Pálmi auk starfsmanna færu á fund bæjarráðs Akraness vegna málefnis Laugafisks.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.50.