56 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

56 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

FUNDARGERÐ
56.  FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLAND

Miðvikudaginn 18.05.2005 kl. 9.30 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til símafundar.
Mættir voru:
     Rúnar Gíslason
Jón Pálmi Pálsson
Björg Ágústsdóttir
    Hallveig Skúladóttir
    Ragnhildur Sigurðardóttir
Helgi Helgason sem ritaði fundargerð
    Laufey Sigurðardóttir
Finnbogi Rögnvaldsson og Sigrún Pálsdóttir fjarverandi.
1. Málefni Laugafisks hf.
Á fundinum lá fyrir bréf lögmanns fyrirtækisins, dags. 13.05. Þá greindi varaformaður (JPP) og framkv.stj. frá viðræðum við forsvarsmenn Laugafisks hf. á fundi sem haldinn var að Tryggvagötu 11 Reykjavík 11. maí s.l.
Miklar og snarpar umræður urðu málið. Framkv.stj. lagði fram tillögu sem náðist ekki samstaða um.
Samþykkt var að fara fram á það við Laugafisk hf. að sérfræðingur fyrirtækisins í mengunarmálum sendi heilbrigðisnefndinni greinargerð þar sem staðfest yrði að vinnsla á helmingi minna hráefni leiddi ekki til minni  lyktarmengunar eins og  fram kemur í bréfi lögmanns fyrirtækisins. Þá var samþykkt að fara fram á það að fyrirtækið skýrði  hvers vegna unnið hefði verið úr meira hráefni á viku en starfsleyfi leyfði.
Framkv.stj. falið að koma þessum skilaboðum til fyrirtækisins og jafnframt að bjóða því að senda fulltrúa á fund heilbrigðisnefndar í Borgarnesi fimmtudaginn 26.05. kl. 13.00.
2. Starfsemi Íslenska Járnblendifélagsins á Grundartanga
Jón Pálmi lagði hann fram eftirfarandi tillögu:
,, Stjórn HeV felur framkvæmdarstjóra að afla skriflegra skýringa frá Umhverfisstofnun varðandi losun ÍJ á ryki út í andrúmsloftið í verksmiðju félagsins á Grundartanga, þ.e. hvort sú losun sé innan starfsleyfismarka og hver sú þróun hefur verið síðan starfsleyfið var gefið út, (mánaðarleg og árleg yfirlit).  Jafnframt óskar stjórn HeV eftir afritum af skýrslum sbr. ákvæði starfsleyfis 3.2 og skýringar á að fundir skuli ekki haldnir sbr. ákvæði starfsleyfis nr. 3.6 þar sem gert er grein fyrir niðurstöðum árlegra mengunarmælinga.”  
Samþykkt

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.40.