101 – SSV stjórn

admin

101 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð

Fundur í stjórn SSV, haldinn á Hótel Hamri, föstudaginn 22. nóvember 2013 kl. 10:30.

 

Mætt voru: Gunnar Sigurðsson, Ingibjörg Valdimarsdóttir, Hallfreður Vilhjálmsson, Sigurborg Kr. Hannesdóttir, Jón Þór Lúðvíksson, Bjarki Þorsteinsson og Sigríður Bjarndóttir.  Áheyrnarfulltrúar: Halla Steinólfsdóttir.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.

 

1.   Undirbúningur framhaldsaðalfundar.

Gunnar gaf Ingibjörgu orðið en hún er fulltrúi starfshóps um málefni fatlaðra sem skilar af sér á framhaldsaðalfundi síðar í dag.

 

a.    Málefni fatlaðra – Ingibjörg Valdimarsdóttir

Starfshópur um málefni fatlaðs fólks hefur nú látið taka saman skýrslu um rekstur á þeim málaflokki er varðar fatlað fólk á Vesturlandi og skoðað hvernig málaflokkurinn er rekinn á þjónustuvæðum innan Vesturlands.  Ingibjörg fór yfir skýrsludrögin og niðurstöður starfshóps.

Aðferð við að skipta fjármagni milli félagsþjónustusvæðanna.

Útfrá niðurstöðum skýrslunnar og áherslum jöfnunarsjóðs leggur starfshópurinn til eftirfarandi skiptingu fjármagns til málaflokksins fyrir árið 2014: 

·         Þau 80% sem koma frá jöfnunarsjóði sem áætluð eru út frá fötlunarþyngd einstaklinga skulu fylgja þeim einstaklingum og renna til viðkomandi félagsþjónustusvæða.  Þessi tillaga grundvallast af því að láta þá fjármuni sem reiknaðir eru út frá fötlunarþyngd einstaklinga fylgja þeim á það svæði sem ber kostnað vegna viðkomandi einstaklings.

 

·         0,125% útsvars skal reiknast útfrá þjónustuþörf þeirra sem eru í flokki 4 og neðar og börnum, skv. töflu 5-3 og 5-5 í meðfylgjandi skýrslu.  Þessi þáttur er til þess fallinn að mæta að hluta til þeim kostnaði sem hlýst af rekstri málaflokksins vegna þeirra sem ekki fá greiðslu frá jöfnunarsjóði en sjóðurinn hefur hætt greiðslum vegna þeirra einstaklinga sem þurfa minnstu þjónustuna.  Þetta framlag skiptist hlutfallslega á milli svæða eftir því hvar þessir einstaklingar búa eins og sjá má í töflu hér fyrir neðan.  Áður en þessari upphæð er skipt út skal taka frá 1,5 millj.kr. vegna reksturs þjónusturáðs.

·         0,125% útsvars skal verða eftir á svæðunum til að mæta grunnkostnaði í málaflokknum.  Þessi tillaga grundvallast af því að alltaf verður til ákveðinn grunnkostnaður sama hversu margir einstaklingar búa á svæðinu og því þarf að mæta þeim kostnaði að einhverju leyti.  Þessum fjármunum er skipt útfrá hlutfalli útsvars hvers svæðis fyrir sig og skal hvert félagsþjónustusvæði miða við 2,5 millj.til umsýslu málaflokksins ásamt 1% af veltu hans.

Tillaga starfshóps samþykkt einróma og starfshópi þökkuð vel unnin störf.

Framkvæmdastjóra falið að sækja um  aukafjármagn til Jöfnunarsjóðs til að mæta þeirri lækkun framlags sem áætluð er fyrir árið 2014.

 

b.   Tillögur formanns til stjórnar varðandi menningarmál, kosning stjórnar og lagabreytingar

 

Framkvæmdastjóri lagði fram yfirlit yfir starfsmenn fundar.  Samþykkt.

Tillögur til stjórnar framhaldsaðalfundar varðandi lagabreytingar, menningarmál og Markaðsstofuna.  Formaður fór yfir lagabreytingarnar en þær eru í samræmi við skýrslu fyrri starfshóps, svokallaðs Gíslahóps.  Einnig fór hann yfir stöðu menningarsamnings.  Enn ríkir óvissa um fyrirkomulag menningarsamnings þar sem ekkert hefur heyrst frá ríkinu varðandi væntanlegt fyrirkomulag en fjármagn er eyrnamerkt til áframhaldandi menningarsamninga á landsvísu, samkvæmt fjárlögum.

 

Tillaga formanns að bókun: 

Framkvæmdastjóra verði falið að kanna áhuga sveitarfélaga til áframhaldandi samstarfs um menningarmál sbr. tillögur starfshóps.

 

Sigurborg ræddi markaðsstofuna og taldi næsta skref vera eðlilegt hvað það varðar.  Hins vegar taldi hún það orðalag sem sett er fram í tillögunni ekki endurspegla stöðuna og framhaldið.  Taldi það lýsa ákveðnum efasemdum um samstöðu sveitarfélaga um menningarsamninginn.

Halla sagði áframhald verða á menningarsamningnum.  Gott væri að taka upp umræðuna.

Gunnar taldi það möguleika að flétta saman starfi menningarfulltrúa og markaðsmálum fyrir Markaðsstofuna.  Ekki væri það ástæðan fyrir tillögunni að til stæði að leggja niður menningarsamninginn. 

 

Sigríður sagðist vilja sjá fimm fulltrúa í Fagráði á bak við menningarsamninginn.  Taldi nauðsynlegt að hafa tíma fram að aðalfundi til að forma samninginn.

Rætt um uppsafnað tap Markaðsstofunnar og hvernig eigi að ná að greiða það upp.

Ólafur sagði nauðsynlegt að ræða við hlutaðeigandi aðila ef tekjur Markaðsstofunnar eiga að koma í gegnum atvinnuráðgjöfina.  Því er nauðsynlegt að hafa heimildir til þeirra viðræðna.

Rætt um hvort og hverjir eigi að sitja í framkvæmdaráði. 

 

Sigurborg lagði fram tillögu að bókun.

Þar sem nú ríkir óvissa af hálfu ríkisins varðandi menningarsamninga er lagt til að leitað verði samninga við menningarfulltrúa um 50% starf til apríl loka.  Stjórn taki menningarsamning Vesturlands til skoðunar þegar forsendur liggja fyrir verði kannaður áhugi sveitarfélaga áframhaldandi samstarfs um menningarmál.

Bókunin samþykkt.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:20

Fundarritari: HBJ