3 – Hópur um almenningssamgöngur

admin

3 – Hópur um almenningssamgöngur

Fundur vinnuhóps um almenningssamgöngur á Vesturlandi

Haldinn 18.9.2012 á skrifstofu SSV í Borgarnesi

 

Mættir: Eyþór Garðarsson (EG); Lárus Á Hannesson(LAH); Gunnar Sigurðsson (GS); Páll Brynjarsson (PB); Ása Helgadóttir (ÁH); Reynir Þór Eyvindarson (RÞE) og Davíð Pétursson (DP).

Ingveldur Guðmundsdóttir (IG) og Kristinn Jónasson (KJ) boðaði forföll

 

Einnig sátu fundinn Ólafur Sveinsson (ÓS), Anna Steinsen (AS) og Einar Kristjánsson (EK) og Smári Ólafsson (SÓ) frá Strætó

Páll Brynjarsson  setti fund og fór yfir dagskrá fundarins sem lá fyrir.

 

1.    Yfirlit um stöðu verkefnisins

ÓS og PB fóru yfir stöðuna, byrjað var að keyra 2. September skv. nýju leiðakerfi. Heilt yfir virkar kerfið, það hafa komið fram athugasemdir varðandi tímasetningar ferða til og frá Snæfellsnesi, óánægja er með breytingu á ferð sem fór 15;50 úr Reykjavík, kvartað hefur verið undan löngu ferðalagi í gegnum Akranes og ónógri kynningu á pöntunarþjónustu.

 

2.    Fulltrúi af hverju svæði gefur yfirlit um viðhorf til breytinga á leiðarkerfi

LÁH fór yfir stöðuna í Stykkishólmi, en þaðan hafa komið einna mestar kvartanir. Sterkust er kvörtunin um að ekki er hægt að fara suður að morgni og heim að kvöldi. Ferðatíminn var nefndur og stoppistöðvar í Reykjavík.

RÞE lagði áherslu á að Ártún væri aðalskiptistöð, það væri mikilvægt að tímasetja vagninn þar við aðra vagna en hann væri mínútu seinni en tengivagnarnir, þetta er m.a. vegna fólks sem er að fara í háskólann. Tekur undir gagnrýni á að keyra í gegnum Akranes, nefndi einnig Sauðárkrók, Leirvogstungu og Esjurætur og spurði um ljósakerfi í biðskýli

DP nefndi að æskilegt væri að farið yrði frá íþróttamiðstöðinni í stubbaferðirnar upp í Borgarfjörð. Æskilegt að sett yrðu upp biðskýli við Ausuvegamót og hugsanlega á fleiri stöðum.

ÁH Sagði að almenn ánægja væri með breytinguna. Mikilvægt væri að bætt yrði aðstaða til að stoppa strætisvagninn við Melahverfið í þeim tilgangi að auka öryggi farþega við að fara í og úr vögnunum.

EG Lýsti mestri óánægju með það að ekki væri hægt að fara suður að morgni og heim að kvöldi.

ÓS Fór yfir athugasemdir sem borist höfðu frá KJ, en þær voru helstar þær að það er spurt um af hverju ferðirnar byrji ekki á Hellissandi og pöntunarþjónusta frá Stykkishólmi. Ekki talað um Ólafsvík í bæklingi, athugasemdir um að ekki sé hægt að fara suður að morgni og heim að kvöldi og þjónustuleysi á sunnanverðu Nesinu frá Vegamótum út Staðarsveit.

PB Nefndi að almenn ánægja væri með þessa auknu þjónustu, en kvartað hefði verið um ferðatímann í gegnum Akranes og menn vildu skoða það að bætt yrði við stoppistöð í stubbaakstrinum við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi. Jafnframt nefndi hann neikvæð skrif Morgunnblaðsins í umfjöllun blaðsins um þessa auknu þjónustu.

IG Sendi inn athugasemd um hvort hægt væri að seinka ferð vestur í dali á föstudögum svo hún myndi m.a. nýtast framhaldsskólanemum sem stunda nám í Reykjavík, Akranesi og Borgarnesi.

 

3.    Smári Ólafsson fer yfir hugmyndir að breytingum á leiðakerfi

EK Fór yfir nokkur atriði sem fram komu í yfirferð 2. fundarliðar í framhaldi af því fór SÓ yfir hugmyndir um breytingar á leiðakerfinu þar sem reynt yrði að koma til móts við sterkustu kvartanirnar sem fram hefðu komið. Tillögurnar eru helstar þær að leið 57 tengist öðrum leiðum í Ártúni, sem leiðir til þess að biðtími verður aðeins lengri við tengiliði í Mjódd. Leið 58 verði snúið við þannig að hún fari suður að morgni og vestur að kvöldi. Skipta þarf um bíl á Akranesi á leið frá Hólmavík, biðtíminn verður enginn. Ferðin kl. 15:30 úr Mjódd kemur inn.Nokkur umræða varð um einstaka liði og voru fundarmenn sammála um það að leggja til að betra væri að vera með eina síðdegisferð á föstudegi, en á móti að vera ekki með laugardagsferð og sleppa fyrri ferðinni á sunnudegi. Jafnframt var rætt um hvort hægt væri að draga úr akstri niður á Akranesi þannig að það færu ekki allar ferðir niður á Akratorg. Smári lagði áherslu á að þetta yrðu einu breytingar sem gerðar yrðu í vetur og menn skoðuðu þetta vel. Hann upplýsti að hann hefði þegar viðrað þessar breytingar við verktakann og hefði hann fengið jákvæðar undirtektir en taldi að gefa þyrfti honum uþb. 4 vikur til að koma þessu í framkvæmd. Niðurstaðan var að menn færu með þetta heim ráðfærðu sig við baklandið og sendu ÓS niðurstöðu í síðast lagi 25. september.

 

4.    Viðhorf fundarmanna til lögbanns eða annarra aðgerða gagnvart Sterna.

ÓS sagði að Sterna væri ennþá að keyra á sumum þeirra leiða sem SSV væri með einkarétt á akstri á skv. Samningi við Vegagerðina og væri þetta afleitt ástand, vegna þess að þeir eru að hafa tekur af SSV. Lögbann hefur verið sett á Sterna á Austurlandi, en spurning hversu gott úrræði það er. Það er verið að vinna að því í Innanríkisráðuneytinu að Vegagerðinni verði gert kleyft að stöðva svona akstur með lagasetningu, en óvíst er hvenær slík lagasetning getur orðið. ÓS var falið í samvinnu við samstarfaðila á leið 57 að skoða hvaða leiðir væru færar og jafnfram að afla upplýsinga frá Austurlandi hvernig lögbannsaðgerðirnar það hefðu virkað.

 

5.    Fjárstreymi í verkefninu

ÓS lagði fram upplýsingar þar sem fram kemur að við blasi að neikvætt fjárstreymi sé í verkefninu yfir vetrarmánuðina og nauðsynlegt að fundin verði leið til að brúa það tímabil. Á ársgrundvelli gangi verkefnið upp að því gefnu að farþegatekjur standist. Niðurstaðan var að rætt yrði við samstarfsaðila í leið 57 vegna þess að þeir verði að koma að því verkefni að brúa þetta bil, en nokkrar hugmyndir voru nefndar í þessu sambandi.

 

6.    Önnur mál

PB nefni þá hugmynd að far í „markaðssetningar – og kynningarferð“ með nýja vagninn sem aka á leið 57 þegar hann kemur til að kynna sveitarstjórnamönnum og íbúum svæðisins þessa þjónustu betur.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl:16:55

Fundargerð ritaði ÓS