
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er opin fyrir umsóknir til 15.október n.k.
- sjá nánar á vef Ferðamálastofu
- Áhersla ráðherra í úthlutun fyrir framkvæmdaárið 2025 er: " minna sótt svæði og lengingu ferðatímabils" auk hefðbundinna áherslna sem tilgreindar eru í lögum um sjóðinn s.s. verndun náttúru, öryggi ferðafólks og uppbyggingu innviða - en einnig er áhersla á það að viðkomandi verkefni sem sótt er um styrk fyrir sé tilgreint í áfangastaðaáætlun viðkomandi landshluta.
- Ef þú ætlar að senda inn umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða þá er mikilvægt að skoða hvort fyrirhugað verkefni sem þú ert að sækja um styrk til að vinna sé ekki örugglega á lista í Áfangastaðaáætlun Vesturlands, sjá: Áfangastaðaáætlun Vesturlands - ef verkefnið er ekki þar - hafðu þá samband við okkur.
- Vonandi verða margar umsóknir sendar inn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða frá Vesturlandi í haust - endilega hafið samband ef það er eitthvað að vefjast fyrir ykkur - gangi ykkur vel.