Þann 18. ágúst opna Grímsstaðir í Reykholtsdal sem rekur Grímsstaðakjöt - kjötvinnslu býli sitt fyrir gestum í tilefni af Beint frá býli deginum sem er nú haldinn annað árið í röð í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV).
Þann dag munu hvorki meira né minna en 18 heimavinnsluaðilar og smáframleiðendur matvæla úr landshlutanum mæta á Grímsstaði til að kynna og selja vörur sínar.