Frá úthlutunarhátíð á Laugum í Sælingsdal
Föstudaginn 4. nóvember var úthlutað úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs. Úthlutunarhátíðin var haldin á Laugum í Sælingsdal.
DalaAuður er samstarfsverkefni SSV, Byggðastofnunar og Dalabyggðar og er eitt af verkefnum undir hatti brothættra byggða. Verkefnið hófst í mars á þessu ári og er þetta fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóði þess.
Að þessu sinni voru 12.250.000 kr voru til úthlutunar. Alls bárust 30 umsóknir í sjóðinn og fengu 21 verkefni styrk. Um er að ræða fjölbreytt og áhugaverð verkefni sem stuðla að því að styrkja mannlíf, lýðheilsu eða atvinnusköpun í Dalabyggð.
Eftirtaldin verkefni hlutu styrk úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs árið 2022:
- Verkefnið Complete vocal söngnámskeið
150.000 kr.
Umsækjandi er Guðmundur Sveinn Bæringsson
- Er líða fer að jólum
200.000 kr.
Umsækjandi er Alexandra Jónsdóttir
- Námskeið í kjötvinnslu
200.000 kr.
Umsækjandi er Skúli Hreinn Guðbjörnsson
- Dalablaðið á netinu
200.000 kr
Umsækjandi er Sögufélag Dalamanna og Kruss ehf
- Rafíþróttadeild Undra
200.000 kr
Umsækjandi er Íþróttafélagið Undri
- Skarðsstöð – deiliskipulagsgerð fyrir ferðaþjónustu
250.000 kr
Umsækjandi er Harpa Helgadóttir
- Good Morning Iceland
350.000 kr
Umsækjandur eru Alexandre Jean-Francois Vicente og Malou Havaiki Cervantes
- Fótadalsvirkjun
400.000 kr
Umsækjandi er Guðlaugur S. Sigurgeirsson ehf.
- Gönguleið Fellsströnd – Skarðsströnd
400.000 kr
Umsækjendur eru Guðmundur Halldórsson og Trausti Bjarnason
- Fræhöll í Búðardal
400.000 kr
Umsækjandi er Dalirnir heilla ehf.
- Útiræktun grænmetis í Ásgarði
500.000 kr
Umsækjandi er Skugga-Sveinn ehf
- Aðgengi skóga í Dalabyggð – Brekkuskógur og Laxaborg
500.000 kr
Umsækjandi er Skógræktarfélag Dalasýslu
- Uppsetning á leikverki
500.000 kr
Umsækjandi er Leikklúbbur Laxdæla
- Fræðsla og sjálfshjálp vegna geðheilsu
500.000 kr
Umsækjandi er Bjarnheiður Jóhannsdóttir.
- Jólasveinar á Íslandi eru úr Dölunum
600.000 kr
Umsækjandi er Kruss ehf
- Búnaðarkaup vegna íþróttastarfs barna
1.000.000 kr
Umsækjandi er Íþróttafélagið Undri.
- Rúllutætari til uppgræðslu
1.000.000 kr
Umsækjandi er Búnaðarfélag Hvammsfjarðar
- Dýragarðurinn Hólum
1.000.000 kr
Umsækjandi er Rebecca Cathrine Kaad Ostenfeld
- Dalahvítlaukur
1.000.000 kr
Umsækjandi er Svarthamar Vestur ehf
- Sjúkraþjálfara aðstaða í Búðardal
1.300.000 kr
Umsækjandi er Ungmennafélagið Ólafur Pá
- Umhverfisvænni og heilbrigðari landbúnaður með hjálp Bokashi
1.600.000 kr
Umsækjendur eru Anna Berglind Halldórsdóttir og Ólafur Bragi Halldórsson