45 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

45 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

FUNDARGERÐ
45.  FUNDUR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
Miðvikudaginn 25. febrúar 2004 kl. 16.00 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í fundarsal Borgarbyggðar að Borgarbraut 11, Borgarnesi.
Mættir voru:     Rúnar Gíslason
    Jón Pálmi Pálsson
    Finnbogi Rögnvaldsson.
    Hallveig Skúladóttir
    Helgi Helgason
    Laufey Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð
   
Björg Ágústsdóttir var í leyfi. Sigrún Pálsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir boðuðu forföll. Varamenn mættu ekki.
Dagskrá
1. Málefni alifuglabús að Fögrubrekku. Lagðar fram athugasemdir sem borist höfðu frá sveitarstjórn Innri-Akraneshrepps, Skipulagsstofnun og yfirdýralækni vegna stækkunar búsins.
Efnislegar athugasemdir bárust frá Yfirdýralæknisembættinu í sambandi við fjarlægðarmörk vegna dreifingar á skít og vegna aðgengi starfsmanna HeV að búinu.
Nefndin tekur ekki undir þessar athugasemdir og felur framkv.stj. að gefa út starfsleyfi í samræmi við kynnt drög.
2. Bréf Fiskistofu, dags. 27.01. vegna útgáfu starfsleyfis fyrir kræklingarækt.
Lagt fram.
3. Samningur um rekstrarleigu fyrir bifreiðar.
Samningurinn lagður fram.
4. Málefni Verslunar Einars Ólafssonar vegna vanmerkingar á eiturefnum og hættulegum vörum.
Framkv.st. kynnti málið. Kom fram að fyrirtækið hefði ítrekað ekki sinnt fyrirmælum HeV um merkingar á  eiturefnum og hættulegum efnum sem eru til sölu í versluninni.
 Samþykkt að framleggja frest til 10. mars um að koma þessum málum í lag að viðlagðri áminningu sbr. ákvæði laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
 

5. Málefni Slægingarþjónustunnar vegna reksturs starfsmannabústaða og slægingarþjónustu í Ólafsvík.
Framkv.stj. kynnti málið. Fyrirtækið hefur ekki sótt um starfsleyfi þrátt fyrir fyrirmæli um slíkt sbr. reglugerð nr. 785/1999 og ekki svarað bréfi HeV vegna þessa máls. Þá rekur fyrirtækið starfmannabústað í ólöglegu húsnæði á efri hæð fyrirtækisins. Heilbrigðiseftirlitið hefur ekki náð að skoða umræddan starfsmannabústað en hefur skoðað ljósmyndir sem teknar voru af tæknideild Snæfellsbæjar á staðnum.
Samþykkt að fela starfmönnum að  skoða starfsmannabústaðinn.
Fyrirtækinu er hins vegar gefin frestur til 10. mars til að sækja um starfsleyfi að viðlagðri stöðvun.
6. Samþykkt um hundahald ásamt gjaldskrá fyrir hundahald á Akranesi.
 Heilbrigðisnefnd gerir ekki athugasemd við samþykktina eða gjaldskrána.
7. Endurnýjuð umsókn vegna bleikjueldis að Hvassafelli II, Borgarbyggð.
Samþykkt að endurnýja starfsleyfið.
8. Önnur starfsleyfi.
a. Bíóhöllin, Akranesi
b. Lyf og heilsa. Akranesi
c. Sumarbúðir Ölveri, Leirár- og Melahreppi
d. Sumarbúðir Vatnaskógi, Hvalfjarðarstrandarhreppi
e. Hársnyrting Hinriks ehf., Akranesi
f. Hárhús Kötlu ehf., Akranesi
g. Víf ehf., Akranesi
h. Eðalfang ehf., Borgarnesi
i. Geirabakarí, Borgarnesi
j. Skammtímaleyfi vegna prufuhola neysluvatns í Hreðavatnslandi
Afgreitt án athugasemda.
9. Önnur mál.
a) Lögð fram umsögn Hollustuháttaráðs vegna gjaldskrár.
b) Lagt fram afrit af bréfi vegna fráveitumála á Varmalandi. Framkv.stj. skýrði málið.
c) Lagt fram afrit af bréfi Umhverfisráðuneytis vegna kæru á holræsagjöldum í Dalabyggð. Kemur fram í bréfinu að engin samþykkt um holræsagjöld er til í Dalabyggð. Framkv.stj. greindi frá því að hún væri í vinnslu hjá sveitarstjórn. 
d) Lögð fram ný skýrsla um skólpmál á Íslandi.
e) Framkv.stj. greindi frá fundi Umhverfisstofnunar með framkv.stj. heilbrigðiseftirlitssvæða og yfirdýralækni um mjólkurmál 13. jan s.l. og lagði fram skriflegar hugmyndir yfirdýralæknis um þau mál.
f) Lögð fram gróf staða á ársreikningum HeV um áramót.
g) Ákveðið að tímasetja aðalfund heilbrigðisnefndar Vesturlands föstudaginn 26. mars. Staðsetning fundar ákveðin síðar.
 
h) Rætt um sníkjudýrafaraldur á Akranesi í kjölfar skrifa í fjölmiðlum. Starfsmenn  kynntu málið og bentu á að ekkert benti til að rekja mætti þetta til neysluvatnsins á Akranesi enda væri sýking þessi ekki bundin bara við Akranes og reglulega færi fram sýnataka á neysluvatni.
i) Rætt um starfsemi Laugafisks á Akranesi. Kom fram að fyrirtækið væri búið að setja upp hreinsibúnað eins og farið hefði verið fram á bæði við Breiðar-götu og Vesturgötu.

Fundi slitið kl: 17:50