36 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

36 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Borgarbraut 13, Borgarnesi
Stillholti 16-18, Akranesi

 

FUNDARGERÐ

36.  FUNDUR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

Miðvikudaginn 27. nóvember 2002 kl. 16.00 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í fundarsal Borgarbyggðar, Borgarnesi.
Mættir voru:  Rúnar Gíslason, formaður, Jón Pálmi Pálsson,  Sigrún Pálsdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir, Finnbogi Rögnvaldsso,  Helgi Helgason framkv.stjóri, sem ritaði fundargerð
   
Björg Ágústsdóttir og Þórður Þ. Þórðarson boðuðu forföll.
Varamenn þeirra gátu ekki mætt.

DAGSKRÁ

1. Stjórnsýslukæra, dags. 19.11.2002, vegna synjunar á leyfi fyrir bleikjueldi Æsis ehf. að Syðri-Rauðamel, Kolbeinsstaðahreppi.
Lögð fram bréf vegna efnisatriða sem kærð eru ásamt drögum að svarbréfi heilbrigðisnefndar til Umhverfisráðuneytisins.
Framkv.stj. falið að ganga frá endanlegu svari.
2. Athugasemdir við auglýst drög að breyttu starfsleyfi fyrir alifuglabú Móa að Hurðarbaki, Hvalfjarðarstrandarhreppi.
Athugasemdir höfðu borist frá Umsækjanda, Línuhönnun, Náttúruvernd ríkisins, Vesturlandsdeild Veiðimálastofnunar og sveitarstjórn Hvalfjarðarstrandarhrepps.
Samþykkt að gefa út starfsleyfi nokkuð breyttu frá starfsleyfisdrögum. Sett inn ákvæði um vöktun og sýnatökur, dreifingartími áburðar takmarkaður meira og skilgreining vegna dreifingar áburðar við skurðbakka bætt.
3. Athugasemdir við auglýst drög að starfsleyfi fyrir alifuglabú Bergs og Birnu að Eskiholti II, Borgarbyggð.
Auglýsingartíma starfleyfisdraga lýkur 29.11. Nokkrar athugasemdir hafa borist.
Framkv.stj. falið að ganga frá starfsleyfi sem taki nokkrum breytingum frá upphaflegum starfsleyfistillögum enda komi ekki fram frekari efnislegar    athugasemdir.
4. Umsókn Landsvirkjunar, dags. 20.11.2002, um starfsleyfi fyrir spennistöð að Brennimel, Hvalfjarðarstrandarhreppi.
Lagt fram. Starfsleyfisdrög verða lögð fram á næsta fundi.
5. Umsókn Alex Páls Ólafssonar, dags. 20.11.2002., um starfsleyfi fyrir allt að 200 tonna áframeldi af þorski út af Baulutanga, Stykkishólmi.
Samþykkt að senda starfsleyfisdrög til umsagnar til umsækjanda, bæjarstjórnar Stykkishólms, Breiðafjarðarnefndar, Náttúruverndar ríkisins og Hollustuverndar ríkisins.
6. Fjárhagsáætlun 2003
Lagt fram gróft reikningsyfirlit fyrstu 10 mánaða og drög að fjárhagsáætlun 2003.
Framkvæmdastjóra falið að leggja fram nánari gögn varðandi áætlunina.
7. Önnur mál.
a) Lögð fram ritgerð Gríms Ólafssonar um framtíðarskipan opinbers matvælaeftirlits dags. nóvember 2002.
b) Starfsleyfi fyrir spennuvirki Rafmagnsveitna ríkisins á Vesturlandi.  Framkvæmdastjóra falið að senda fyrirtækinu bréf þar sem þess er krafist að nú þegar verði gengið frá starfsleyfisumsókn fyrir umrædd spennuvirki.

 
Fundi slitið kl: 17:50.