8 – SSV samgöngunefnd

admin

8 – SSV samgöngunefnd

                         F U N D A R G E R Ð
Samgöngunefnd SSV, miðvikudaginn 6. mars 2003,  kl. 11.

Fundur  haldinn í Samgöngunefnd SSV, í Borgarnesi miðvikudaginn 6. mars 2003 kl. 11.    Mætt voru: Davíð Pétursson, Ásbjörn Sigurgeirsson Sigríður Finsen, Þorsteinn Jónsson og Hrefna B Jónsdóttir.  Guðmundur Vésteinsson og Þórður Þórðarson boðuðu forföll.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 
1. Kosning formanns.
2. Magnús Valur segir frá stöðu framkvæmda á Vesturlandi.
3. Önnur mál

Kosning formanns.
Aldursforseti nefndarinnar, Davíð Pétursson, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.  Hann sagði fyrsta mál á dagskrá að kjósa formann fyrir nefndina.  Gerð var tillaga um að Davíð yrði formaður og var það samþykkt.

Staða framkvæmda á Vesturlandi.
Magnús Valur kynnti nýja vegaáætlun 2003 – 2006 og langtímaáætlun.
Fyrir Alþingi liggur tillaga til þingsályktunar varðandi stórverkefni á landsbyggðinni. 
Stærstu verkefni þessa árs á Vesturlandi verða Kolgrafafjörður og Brattabrekka.  Svínadalur er á áætlun með fyrsta framlag árið 2006.  Hringvegur um Stafholtstungur, frá Borgum að Hrauná kemur inn á áætlun árið 2004 til 2006.  Framkvæmdir standa nú yfir á Bröttubrekku og undirbúningsvinna er langt komin vegna Kolgrafarfjarðar. Hálsasveitarvegur að Húsafelli kemur til endurbóta árið 2004. 

Stefnt er að fjórum nýjum brúm á tímabilinu.  Það eru brýr yfir Andakílsá, Staðará, Vatnsholtsá og Gríshólsá.

Þótti miður að ekkert af þeim peningum sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að setja til vegaframkvæmda kemur til Vesturlands.  Einnig þykir of stór hluti fjárveitinga á tímabilinu, eða um fjórðungur, fara að greiða skuldir þeirra verka sem þegar er lokið sem kemur niður á því að önnur verkefni sem bíða færast aftar í röðinni.

Svínadalurinn þykir frekar seint á áætlun.

Þorsteinn Jónsson sagði vanta allar fjárveitingar inn í vegaáætlun í þá vegi sem Dalamenn væru að keyra á.  Mikið hefði verið rætt um tengingu byggða á Snæfellsnesi og svo áfram til Dalasýslu.  Nú væri tengingin milli byggða á Snæfellsnesi að verða góð en ekkert sæist um frekari tengingu við Dalasýslu.  Auk þess mætti nefna að stór hluti Dalamanna keyrðu á malarvegum stóran hluta sinna ferða til að sækja nauðsynlega þjónustu.

Magnús sagði Böttubrekku mikla  samgöngubót.  Varðandi Laxárdal þá væri komið í umræðuna að lengja slitlagið inn dalinn, eða þar sem byggðin væri.  Varðandi Klofninginn þá væri það ekki í umræðunni að leggja þar slitlag.
Ásbjörn spurði fyrir hvaða framkvæmdir gætu tekið við auknu fjármagni ef það fengist.  Magnús sagðist sjá það fyrir sér að hægt yrði að flýta Hálsasveitarvegi, þjóðvegi nr. 1 um Stafholtstungur og Svínadalsvegi.

Fundarmenn voru sammála um að lágt framlag kæmi til viðhalds safnvega.  Þeir þyrftu orðið meira viðhald þar sem umferð hefði aukist um þá eins og aðra vegi.  Í dreifbýli væru börnin keyrð daglega til skóla, auk þess sem það hefur færst í vöxt að fólk sæki vinnu.

Nokkur umræða varð um aukna umferð á þjóðvegum og ekki síst aukna umferð þungaflutningabifreiða.

Rætt um möguleika þess að fá lækkuð veggjöld í Hvalfjarðargöngin.

Kristinn nefndi það hvort ekki væri ástæða til að fara ferð um Vesturland í haust með nýkjörna þingmenn Norðvesturkjördæmis.  Var vel tekið í hugmyndina.

Niðurstaða fundarins var að leggja áherslu á eftirtalin atriði við þingmenn.
Auknu fjármagni verði verið til uppbyggingar og viðhalds safnvega og tengivega.
. Veitt verði aukafjárframlag til Vesturlands til að borga skuldir vegna viðhalds- og nýframkvæmda sem er lokið.
 Minna á mikilvægi þess að fjarskiptamál verði í góðu lagi.

Fundi slitið

Fundarritari
Hrefna B. Jónsdóttir