128 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

128 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

FUNDARGERÐ
128. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
Mánudaginn 7. september 2015 kl: 15:30  var haldinn fundur hjá
Heilbrigðisnefnd Vesturlands á Innri Mel 3, Melahverfi.

Á fundinum voru:
Ingibjörg Valdimarsdóttir (IV), formaður
Eyþórs Garðarssonar, (EG) varaformaður
Ólafur Adolfsson (ÓA)
Hulda Hrönn Sigurðardóttir (HHS)
Sigrún Guðmundsdóttir (SG)
Trausti Gylfason (TG)

Á fundinum voru auk nefndarmanna Helgi Helgason framkvæmdastjóri og Ása Hólmarsdóttir heilbrigðisfulltrúi sem ritaði fundargerð. Ragnhildur Sigurðardóttir komst ekki.  Formaður bauð fundarmenn velkomna og var síðan  gengið til dagskrár. 

1. Virkjunarframkvæmdir við Svelgsá, Helgafellsveit. – Framhald frá síðasta fundi.
Framkvæmdastjóri greindi frá  framkvæmdum  vatnsaflsvirkjunar (allt að 800 KW) við Svelgsá í Helgafellssveit.  HeV sendi bréf  til oddvita Helgafellssveitar 24. júní s.l með fyrirspurn um framkvæmdir og leyfisveitingar.  Svar sveitarfélagsins kom með tölvupósti 30. júní s.l þar sem svarað er spurningum fyrrgreinds bréfs.
2. HB Grandi hf  (Laugafiskur) – lyktarmengun. Bréf (yfirlit um kvartanir) frá Akraneskaupstað 30. júní 2015.
Fyrir liggur skýrsla Akraneskaupstaðar um kvartanir vegna lyktarmengunar frá 18. janúar til 17. júní s.l.
Framlagt.
3. Umsókn um endurnýjað starfsleyfi HB Granda  hf, fiskþurrkun á Akranesi.
Núverandi leyfi rennur út 1. febrúar 2016 og ljóst að afgreiðslu vegna skipulagbreytinga á svæði HB Granda á Akranesi verður ekki lokið fyrir þann tíma. Fyrirtækið hefur því óskað eftir endurnýjun fyrir starfsemina í núverandi húsnæði við Breiðargötu 8b og Vesturgötu 2.
Heilbrigðisnefnd telur að ekki sé hægt að gefa út endurnýjað starfsleyfi án lögbundinnar auglýsingar. Því beri  fyrirtækinu að sækja um undanþágu til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis ef óskað sé eftir tímabundnu óbreyttu starfsleyfi eða þar til ákvörðun  liggur fyrir um skipulagsmál svæðisins frá Akraneskaupstað.
4. Heilbrigðissamþykktir sveitarfélaga á Vesturlandi.
Rætt um nauðsyn þess að sveitarfélög á Vesturlandi setji sér samþykktir um umgengni og þrifnað utanhúss, s.s á lóðum vegna númerslausra bíla, bílhræja, vegna hávaða, búfjárhald, hesthúsahverfi, gæludýr í görðum og fleira.
Framkvæmdastjóra falið að senda sveitarstjórnum bréf þar sem bent er á þessa leið til bættrar umgengni.
5. Akranes. Drög að samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss frá Umhverfis – og skipulagsráði Akraness 26. ág´15. Beiðni um umsögn.
Framkvæmdastjóra falið að ganga frá  umsögn til Akraneskaupstaðar í samræmi við athugasemdir heilbrigðisnefndar.
6.  Fráveita í hesthúsahverfi á Æðarodda, Akranesi. – Kvörtun hesthúseiganda til OR.
Libra Lögmenn  sendu þann 10. júlí s.l, fyrir hönd hesthúseiganda í Æðarodda, kvörtun til HeV vegna frágangs fráveitukerfis á staðnum.
Framkvæmdastjóra falið að senda Orkuveitu Reykjavíkur bréf þar sem krafist er skýringa á fráveitumálum á svæðinu og krafist endurbóta  á fráveitu hesthúsasvæðisins.
7. Fráveitumál á Akranesi almennt.
Framkvæmdastjóri ræddi um stöðu fráveitumála á Akranesi og þær framkvæmdir sem standa nú yfir.  Jafnframt greindi hann frá fundi sem haldinn var á Akranesi þann 26. maí s.l, með bæjarstjórn og starfsmönnum skipulags- og umhverfissviðs og yfirstjórn Orkuveitu Reykjavíkur um fráveituframkvæmdir á næstunni.
Framkvæmdastjóra falið að senda Orkuveitu Reykjavíkur(OR)  bréf  þar sem farið er fram á að bréfi HeV frá 4. maí s.l.  verði svarað.
8. Starfsemi alifuglabúsins á Fögrubrekku Hvalfjarðarsveit.
Vegna þess skipulags sem er á svæðinu er aðeins hægt að gefa út leyfi  til skamms tíma í senn með samþykki Hvalfjarðarsveitar.
Samþykkt að gefa út leyfi til 6 mánaða. Rekstraraðili verður að óbreyttu skipulagi  að halda áfram að sækja um áframhaldandi rekstur til skamms tíma.
9. Útgáfa starfsleyfa/rekstrarleyfa fyrir  veitingastaði og gististaði. 
Framkvæmdastjóri greindi frá vinnuferlum sem notaðir hafa verið á Vesturlandi um útgáfu leyfa. Breytinga er að vænta samkvæmt upplýsingum sem Atvinnu- og nýsköpunarráðherra hefur greint frá í fjölmiðlum til einföldunar regluverks.
Heilbrigðisnefnd vill að komið verði á framfæri að  væntanlegar breytingar  megi ekki leiða til þess að íbúar í nágrenni við gisti- og veitingastaði verði fyrir ónæði.
10. Starfsleyfi.
-Einangrunarstöð Útungun ehf Múlakoti, Borgarbyggð. Umsókn um starfsleyfi.
Samþykkt að auglýsa tillögu að starfsleyfi.
-Snæfells ehf, Ískofinn,  bryggjan Stykkishólmi. – Veitingastaður- Nýtt
-Matarmarkaður  Suðurgata 57,  Akranesi. –  Tímabundið leyfi  á laugardögum 20. júní til 15. 
 ágúst 2015.
-Þórshamar ehf, matarvagn, Fish and Chips, bryggjan Stykkishólmi. – Nýtt
-Hraundís, Rauðsgili, Borgarbyggð. Matvæla- og snyrtivöruframleiðsla.  – Nýtt
-Umhverfisstofnun, almenningssalerni Djúpalónssandi Snæfellsbæ. – Nýtt
-Geitfjársetur Háafelli, Borgarbyggð,  matvæla – og snyrtivöruframleiðsla – Breytt leyfi
-Landsnet, notkun á kvarsi  (fínefni) í fyllingarefni með háspennujarðstrengjum.  Leyfi gefið
 út til 5 ára.
-SS veitingar ehf, Hamraendum 3, Stykkishólmi. Matvælavinnsla – Nýtt
-Silfur hár og förðun ehf, Hrannarstígur 3, Grundarfirði. – Hárgreiðslustofa.- Nýtt
-AB Fasteignir ehf, Svelgsá Helgafellssveit. – Vinnubúðir vegna virkjunar. – Tímabundið leyfi.
-Snyrtistofa Jennýjar Lind, Borgarbraut 3, Borgarnesi. – Nýtt
Ofangreind leyfi staðfest.
11. Umsagnir til sýslumanns. – Rekstrarleyfi  veitinga- og gististaða
Blómasetrið ehf, Berugata 16, Borgarnesi- Gisting – Nýtt
Dalamenn ehf, Giljaland, Dalabyggð – Gisting – Nýtt
Brákarbraut 8, Borgarnes, 2 íbúðir. – Gisting – Nýtt
Hof Apertments, Garðakaffi, Görðum Akranesi- Nýr rekstraraðili
Skagaverk ehf,  Heimavist FVA, Vogabraut 4, Akranesi. – Gistiheimili – Nýr rekstraraðili.
Höfðagata 3 (Höfðabær) Stykkishólmi , íbúð. – Nýtt
Áning ferðaþjónusta ehf, Lýsudal, Kast Guesthouse.  – Gisting og veitingar – Endurnýjun
Dalabyggð,  félagsheimilið Tjarnarlundur, Saurbæ – Samkomuhús. – Endurnýjun
Dalabyggð, félagsheimilið Staðarfell, Fellströnd,  – Samkomuhús. – Endurnýjun
Skúlagata 10, Stykkishólmi. Íbúð – Nýtt
Dalakot ehf,  Ægisbraut 11, Búðardal.- Íbúð- Nýtt
Egils Guesthouse , Borgarbraut 12, Borgarnesi.-  Íbúð – Nýtt
Borgarbyggð,  samkomuhúsið Þverárrétt – Samkomu hús, – Nýtt
Dyrfljót ehf, Ensku húsin við Langá. Gisting- Breytt
Selgarður ehf, Hítarneskot Borgarbyggð – Íbúð. Nýtt
Krummafótur ehf,  Skúrinn, Þvervegur 2, Stykkishólmi. –Veitingastaður. -Nýtt
Fransiskus ehf, Austurgata 7, Stykkishólmi – veitingar og gisting. – Nýtt
Resort ehf, Hótel Húsafell,  Borgarbyggð. – gisting –  Nýtt
FG veitingar ehf,  Hótel Húsafell, Borgarbyggð. veitingar – Nýtt
Skúlagata 4, Hólmur-inn, Stykkishólmi – Nýr rekstraraðili
Sundabakki ehf, Sundabakki 14, Stykkishólmi . Gisting – Endurnýjun.
GK Veitingar ehf, Gamla Kaupfélagið,  Akranesi.-Veitingar. – Endurnýjun.
Bolli ehf,  Bjargarsteinn, Grundarfirði. – Veitingar. – Nýtt
Kúludalsá, Hvalfjarðarsveit. – Heimagisting – Endurnýjun
Narfeyrarstofa ehf,  Narfeyrarstofa, Aðalgata 3 Stykkishólmi. – Veitingar.- Endurnýjun.
Klár ehf, Hótel Eldborg, Eyja – og Miklaholtshreppi. – Veitingar og gisting. – Endurnýjun, breyting.
Stundarfriður ehf, Hólar, Helgafellssveit. 2 sumarhús. Nýtt/breytt leyfi.
Gistiver ehf, Laufásvegi 1 Stykkishólmi. Heimagisting – Breytt leyfi.
Lágholt 15, Stykkishólmi. Hólmurinn ehf. – Gistiheimili með undanþáguheimild frá UAR. Nýtt
Framlagt
12. Umsagnir til sýslumanns vegna tækifærisleyfa
Langjökull, íshellir,  tónleikar  21. júní s.l.  – Ísgöng ehf.
Félagsheimilið Valfell, Borgarbyggð. – Samkoma og tónleikar, 20. júní
 Hjálmaklettur Borgarnesi,  skemmtun 25. júní. GK Veitingar ehf.
Hjálmaklettur Borgarnesi,  dansleikur 27. júní. Knattspyrnudeild Skallagríms.
Vinir Hallarinnar ehf, tónleikar (Lopapeysan) í Sementsverksmiðju og bryggjutjaldi, Akranesi  4. júlí.
GK Veitingar ehf, veitingar á Lopapeysutónleikum  Akranesi, 4. júlí.
Ólafsvík, Ólafsvíkurvaka  bæjarhátíð  3.- 5. júlí.
Hátíðarfélag Grundarfjarðar,  Á góðri stundu, bæjarhátíð Grundarfirði 23.-26. júlí.
Vatnaskógur,  Hvalfjarðarsveit, útihátíð 30. júlí -3. ágúst. Skógarmenn KFUM.
Hlaðir Hvalfjarðarsveit, fjölskylduhátíð . Ísipisý ehf, 31. júlí – 3. ágúst.
Félagsheimilið Þinghamar, harmonikkudansleikur 1. og 2. ágúst. Félag harmonikkuunnenda
Íþróttamiðstöðin Stykkishólmi, dansleikur 15. ágúst.  UMF. Snæfell.
Skúrinn Þvervegi 2 Stykkishólmi, nætursala  veitinga 16. ágúst.
Samkomuhúsið Þverárrétt, Borgarbyggð, dansleikur 28. ágúst. Kvenfélag  Þverárhlíðar.
Framlagt
13. Tóbakssöluleyfi. – Gildir í 4 ár.
N1 hf. Skútan, Þjóðbraut 9 Akranesi.
Staðfest
14. Tóbakssöluundanþága fyrir ungmenni 16-18 ára.
N1 Borgarnesi, undanþága fyrir 8 ungmenni.
Ábyrgðarmaður er Sigurður Guðmundsson stöðvarstjóri N1, Borgarnesi.
Undanþágan gildir frá 19. júní til 18. desember 2015.
Framlagt
15. Brennuleyfi og flugeldasýningar.
Sumarhúsabyggð Svarfhólslandi, Eyja – og Miklaholtshreppi 2. ágúst
Félag sumarhúsabyggðar við Langá, við Tannalæk, 1. ágúst.
Dagverðarnes  við Skorradalsvatn, 1. ágúst. Sumarhúsaeigendur Dagvarðarnesi.
Súgindisey Stykkishólmi. Flugeldasýning 15. ágúst. Björgunarsveitin Berserkir.
Framlagt
16. Aðrar umsagnir
-Umsögn  vegna teikninga af gistiheimili á Austurgötu 7, Stykkishólmi. Sent
 byggingarfulltrúa.
-Breytt deiliskipulag Snoppu Stykkishólmi og  teikningar af flokkunarskemmu Íslenska
 gámafélagsins. Umsögn send til  byggingafulltrúa.
-Breytt deiliskipulag  fyrir Múlavirkjun Eyja- og Miklaholtshreppi. Umsögn send skipulags- og byggingafulltrúa.
– Kratus Grundartanga. Breyting á rekstri.  Umsögn til Skipulagsstofnunar.
-Endurnýjun olíutanks við sundlaugina í Grundarfirði. Umsögn send skipulags – og    
 byggingarfulltrúa.
Framlagt
17. Önnur mál.
– Starfsleyfistillaga urðunarstaðar Höskuldsstöðum Dalabyggð. Bréf UST 2. júlí´15

Framlagt.
– Eftirlit hjá snyrtivöruframleiðendum. Fyrirspurn frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra og svar UST við því.
Framlagt
– Eldhúsúrgangur frá erlendri umferð (skip/flugvélar). Vinnureglur frá MAST.
Framkvæmdastjóri greindi frá hvernig eftirliti með skipakomum færi fram .
– Aðalskoðun leiksvæða 2005-2015, samantekt og álit Umhverfisstofnunar. 24. ág´15
Framlagt
Fundi slitið kl:  16:50