14 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands – aðalfundir

admin

14 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands – aðalfundir

FUNDARGERÐ
 AÐALFUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

 

Miðvikudaginn  25. mars 2015 kl: 11:10 var aðalfundur  Heilbrigðisnefndar Vesturlands haldinn  á Hótel Hamri í Borgarnesi.

Mætt voru:
Fulltrúar aðildarsveitarfélaga frá:
Dalabyggð
Hvalfjarðarsveit
Snæfellsbæ
Stykkishólmi
Skorradalshreppi
Akranesi
Grundarfirði
Borgarbyggð
Eyja- og Miklaholtshreppi

Starfsmenn SSV

Stjórnarmenn:
Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður
Eyþór Garðarsson varaformaður
Halla Steinólfsdóttir, varamaður

Starfsmenn HeV: Helgi Helgason framkvæmdastjóri HeV og Ása Hólmarsdóttir heilbrigðisfulltrúi.

Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður Heilbrigðisnefndar setti fundinn og bauð fundargesti velkomna og gerði hún að tillögu sinni að  Hrefna B. Jónsdóttir  yrði fundarstjóri og Ása Hólmarsdóttir fundarritari.
  
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar Heilbrigðisnefndar Vesturlands 2014.

Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður fór yfir skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2014. Þar kom hún m.a inn á efni þriggja úrskurða sem komu út á síðasta ári og tengjast Heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Einnig greindi hún frá því að á döfinni er að setja upp heimasíðu fyrir heilbrigðiseftirlitið.
Skýrslan verður send rafrænt til sveitarstjórna.

 

2. Skýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2014.
Framkvæmdastjóri fór yfir helstu atriði í starfi Heilbrigðiseftirlits á síðasta ári og önnur mál sem brenna á eftirlitinu í daglegu starfi. Ræddi hann m.a lagaumhverfi heilbrigðiseftirlitsins og breytingar á því sviði á síðustu árin svo og samskipti við ráðuneytin, Umhverfisstofnun og Matvælastofnun. Tók hann sérstaklega fram hvað svör við erindum bærust seint frá ráðuneyti Umhverfis- og auðlindamála og ráðuneyti Atvinnu- og nýsköpunar.
Skýrslan framlögð og verður send rafrænt til sveitarstjórna.

 

3. Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2014.
Framkvæmdastjóri fór yfir ársreikninginn 2014. Ársreikningurinn var lagður fyrir heilbrigðisnefnd og samþykktur þar á fundi 23. mars s.l. Ársreikningur verður sendur rafrænt til sveitarstjórna.
Ársreikningur samþykktur.

 

4. Umræður um skýrslu stjórnar, skýrslu Heilbrigðiseftirlits og ársreikning.
Nokkrar umræður urðu um skýrslur og starf heilbrigðiseftirlits.
Framkvæmdastjóri  HeV og framkvæmdastjóri SSV svöruðu fyrirspurnum.

 

5. Önnur mál.
Engar óskir komu fram um að ræða önnur mál og sleit fundarstjóri fundi kl: 12:05