124 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

124 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

FUNDARGERР
124. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
Mánudaginn 2. febrúar 2015 kl: 16 var haldinn fundur hjá
Heilbrigðisnefnd Vesturlands að Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit.
Á fundinum voru:
Ingibjörg Valdimarsdóttir (IV), formaður
Eyþór Garðarsson (EG), varaformaður
Ólafur Adolfsson (ÓA)
Sigrún Guðmundsdóttir (SG),
Hulda Hrönn Sigurðardóttir (HHS)
Trausti Gylfason (TG)
Ragnhildur Sigurðardóttir (RS)
Á fundinum voru auk nefndarmanna Helgi Helgason framkvæmdastjóri og Ása Hólmarsdóttir heilbrigðisfulltrúi sem ritaði fundargerð.  Tveir fulltrúar frá Umhverfisstofnun, Kristín Linda Árnadóttir og Áki Ármann Jónsson, mættu á fundinn vegna 1. dagskrárliðar. Ólafur fór af  fundi eftir 1. dagskrárlið.
Formaður bauð fundarmenn velkomna til fundarins og var síðan  gengið til dagskrár. 
Dagskrá.
1. Heimsókn frá Umhverfisstofnun.
 1. Hlutverk heilbrigðisnefnda og Umhverfisstofnunar (UST)
 2. Yfirumsjónarhlutverk Umhverfisstofnunar í dag og til framtíðar (UST) 
      a) Kynning á yfirumsjónarhlutverkinu og hvernig því er sinnt í dag, umræður
3.     Stjórnsýsluúrræði – þvingunaraðgerðir (HEV)
4.     Túlkun reglugerða, er það verkefni UST eða ráðuneyta (HEV)
5.     Endurskoðun reglugerða, seinagangur í kerfinu (HEV)
6.     Gagnagrunnur sem UST ætti að gefa HES (heilbrigðiseftirlitssvæðin í landinu) aðgang    að vegna samræmingar (HEV)
7.     Yfirfærsla verkefna frá UST til HES eða öfugt. Á UST að vera í eftirliti? (HEV)
8.     Hvernig bætum við mengunar- og heilbrigðiseftirlit, umræður (UST)
9.     Stór verkefni framundan: (UST)
                a) Heildstæð vöktunaráætlun fyrir vatn
                b) Áhættumat í mengunareftirliti
                
Kristín Linda forstjóri UST og Áki Ármann sviðstjóri þjónustusviðs UST kynntu starfssvið  og hlutverk Umhverfisstofnunar og ræddu ýmis mál sem snerta heilbrigðiseftirlits-svæðin og Umhverfisstofnun. Góðar og fjörlegar umræður urðu um málefnin og þá sérstaklega um ósamræmi í eldri og nýrri reglugerðum. 
2. Áætlun OR um meindýravarnir í fráveitum á Akranesi og  í Borgarnesi.
Minnisblað frá OR frá 5. janúar s.l. um meindýravarnir  í fráveitum á þessum þéttbýlisstöðum og hver beri ábyrgðaraðili með framkvæmd þeirra.
Framkvæmdastjóri greindi frá málinu.
Áætlun OR lögð fram.

3. Innköllun á hnetusmjöri úr verslun á Vesturlandi.
 Ábending kom frá MAST þann 21. janúar s.l um að danskt hnetusmjör, sem selt var í verslun á Vesturlandi, innihéldi  einnig heslihnetur og möndlur. MAST hafði beint samband við verslunina vegna innköllunar á vörum en verslunin er undir eftirliti HeV.
Framkvæmdastjóri fór yfir málið .
Heilbrigðisnefnd   gerir athugasemdir við bein afskipti Matvælastofnunar  af málinu og telur að þau séu ekki í samræmi við matvælalög.
4. Öryggi vegna lausra marka í íþróttahúsum og útivöllum.
Barn í Noregi lést eftir að hafa orðið undir marki í íþróttahúsi í síðustu viku.
Málið rætt út frá öryggismálum í íþróttahúsum, íþróttavöllum og á leiksvæðum. Framkvæmdastjóra falið að rita sveitarstjórnum á Vesturlandi bréf  og benda á nauðsyn þess að öryggismálin séu ávallt í lagi.
5. Starfsleyfi
Orkuveita Reykjavíkur, vatnsveita (Grábrókarhraun, Seleyri, Háumelar). – Endurnýjun
Refsstaðir, Hálsasveit, vatnsból – Nýtt
Landbúnaðarsafn Íslands Hvannaeyri, samkomuhús.- Nýtt
Sláturhús Vesturlands ehf, sláturhús Brákarey – Nýtt
Ofangreind starfsleyfi staðfest.
6. Umsagnir til sýslumanns. Rekstrarleyfi veitinga- og gististaða.
Hótel Hamar og golfskáli, Icelandair Hótel Hamar. – Endurnýjun.
Framlagt.
7. Umsagnir til sýslumanns vegna tækifærisleyfa
Félagsheimilið Brautartunga, dansleikur 26. des ´14
Félagsheimilið Brún, jólaball, 27. des´14
Félagsheimilið Logaland, dansleikur, 27. des´14
Hjálmaklettur Borgarnesi, Knattspyrnudeild Skallagríms, dansleikur 31. des´14
Félagsheimilið Miðgarður, harmonikkudansleikur  1. janúar ´15
Félagsheimilið Logaland, söngskemmtun Söngbræðra 10. jan ´15
Íþróttahúsið Vesturgötu Akranesi, þorrablót, 24. jan´15
Félagsheimilið Dalabúð, þorrablót, 24. jan´15
Félagsheimilið Brún, þorrablót, 24. jan´15
Félagsheimilið Valfell, þorrablót 23. jan´15
Félagsheimilið Tjarnarlundur,  Ungmennafélagið Stjarnan, þorrablót 31. jan´15
Félagsheimilið Lindartunga, Ungmennafélagið Eldborg, þorrablót 6. feb´15
Hjálmaklettur Borgarnesi, Körfuknattleiksdeild Skallagríms, þorrablót, 14. feb´15
Félagsheimilið Lyngbrekka, þorrablót, 30. jan´15
Félagsheimilið Þinghamar, þorrablót 31. jan´15
Félagsheimilið Árblik,  þorrablót 7. feb´15
Félagsheimilið Logaland þorrablót 7. feb´15
Félagsheimilið Brautartunga þorrablót 21. feb´15
Framlagt
8. Brennur og flugeldasýningar.
Björgunarsveitin Elliði, flugeldasýning í Gullborgarhrauni 6.jan. ´15 og við Kirkjuból í Staðarsveit 30. des´14.
Björgunarsveitin Lífsbjörg, flugeldasýning 31.des ´14
Snæfellsbær, brenna Breiðinni við Rif, 31. des ´14
Stykkishólmsbær, brenna ofan við tjaldstæðið, 31. des´14
Hvalfjarðarsveit, brenna við Melahverfi, 31. des´14
Akraneskaupsstaður, brenna í Kalmansvík, 31. des´14
Miðhraun II, Eyja- og Miklaholtshreppi,  brenna , 31. des´14
Vistheimilið Kvíabryggja, brenna  í fjöru við Kvíabryggju 31. des´14
Björgunarfélag Akraness, brenna og flugeldasýning, á Jaðarsbökum 6. jan´15
Framlagt.
9. Tóbakssöluleyfi. Gefið út til 4 ára.
Kaupás- Krónan, Dalbraut 1, Akranesi.- Endurnýjun.
Staðfest.
10. Aðrar umsagnir
– Nesvegur 5, Stykkishólmi, breyting á bílaverkstæði. Umsögn send til byggingarfulltrúa.
– Svæðisskipulag Miðhálendis Íslands 2015, skálasvæði Geitlandi og ísgöng í Langjökli., Borgarbyggð. Umsögn send Skipulagsstofnun
– Olíubirgðastöð Olíudreifingar Litla Sandi, Hvalfirði. Umsögn send til Umhverfisstofnunar vegna endurnýjunar starfleyfis Olíudreifingar.
– Grundarfjarðarbær, breyting á aðalskipulagi. Umsögn send til byggingafulltrúa.
– Vatnsás 10 Stykkishólmi, umsögn vegna deiliskipulags. Umsögn send til byggingafulltrúa.
– Grundarfjörður,  breytt deiliskipulag Nesvegar 4b og 6. Umsögn send til byggingafulltrúa.
–  Litla Drageyri, Skorradalshreppi, deiliskipulagstillaga. Umsögn send til V.H byggingafræðings f.h landeiganda.
Framlagt.
11. Önnur mál 
• Heimasíða  fyrir HeV.
Formaður ræddi þá hugmynd að HeV setti upp heimasíðu. Málið rætt og starfsmönnum HeV falið að skoða hvaða gögn og upplýsingar ættu að vera á slíkri síðu.
Fundi slitið kl: 18:00     
Stefnt að næsta fundi nefndarinnar mánudaginn  16. mars.