104 – SSV stjórn

admin

104 – SSV stjórn

                                 F U N D A R G E R Ð

 

Stjórnarfundur haldinn í stjórn SSV mánudaginn 3. Mars 2014 kl. 10 á skrifstofu SSV í Borgarnesi.

 

Mætt voru: Gunnar Sigurðsson, formaður, Ingibjörg Valdimarsdóttir, Bjarki Þorsteinsson, Sigríður Bjarnadóttir, Sigurborg Kr. Hannesdóttir og Kristín Björg Árnadóttir en hún mætti í forföllum Jóns Þór Lúðvíkssonar.  Einnig boðaði Hallfreður Vilhjálmsson forföll.  Áheyrnarfulltrúar mættu ekki.  Einnig sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri, og Ólafur Sveinsson, forstöðumaður atvinnuráðgjafar.

 

1.   Fundargerð síðasta fundar

Lögð fram og samþykkt.

 

2.   Ársreikningur SSV fyrir árið 2013

Framkvæmdastjóri skýrði ársreikninga samtakanna.   Heildartekjur voru 393,5 millj. kr. Rekstrargjöld 385,5 millj. kr. Rekstrarafgangur fyrir fjármagnsliði kr.7.935.514.  Fjármunagjöld eru 862.040 en 1 milljón var afskrifuð af eign SSV í Vesturlandsstofu ehf. sem færist til fjármunagjalda.    Rekstrarafgangur ársins  7.073.474 kr. 

Rekstrarafgangur vegna verkefnis almenningssamganga nam 3.238.626 þús kr. á móti 21,2 millj. kr. hallarekstri á árinu 2012.

Afgangur af rekstri SSV er upp á 3.834.848 kr.

 

Ársreikningur samþykktur samhljóða.

 

3.   Umsagnir sveitarfélaga

a.    Lagabreytingar

Lögð fram drög að lagabreytingum SSV.  Rætt um fastagjald sveitarfélaga og það þurfi að vera jafnt á öll sveitarfélög ef þau eiga öll aðkomu að stjórnarborði.  Rætt um kostnað sveitarfélaga.  Sigurborg og Bjarki komu bæði inn á fjölda í stjórn SSV.  Þannig eigi sveitarfélög með yfir 3000 íbúa 2 fulltrúa í stjórn.  Sveitarfélög með á bilinu 300 – 3000 fulltrúa eigi einn fulltrúa í stjórn.  Sveitarfélög með færri en 300 íbúa eigi áheyrnarfulltrúa.  Fámennustu sveitarfélögin fá þar með aðkomu að stjórnarborði SSV og greiði jafnframt sama fastagjald og önnur sveitarfélög.    Einhugur er í stjórn um að stíga ekki það skref að stofna framkvæmdaráð að svo stöddu.     

 

b.    Fyrirkomulag aðalfundar

Rætt um fyrirkomulag aðalfundar þann 28. mars n.k.  sem verður haldinn á Hótel Borgarnesi.

  

4.   Samningar við ríki

Ekkert hefur komið fram frá ríki um samninga nema að skipting fjármagns til menningarmála, milli landshluta, verði með sama hætti og áður.  Stjórn furðar sig á þeirri niðurstöðu.  Ekkert liggur fyrir um aðkomu atvinnuvegaráðuneytisins að Menningarsamningi en hluti fjármagns til samningsins hefur komið þaðan.   Áríðandi að fá niðurstöðu í þetta mál sem fyrst.

 

5.   Menningarmál.

a.    Fundargerð starfshóps 20. feb. 2014

Lögð fram. 

b.    Reikningur ársins 2013

Heildartekjur Menningarsamnings Vesturlands eru kr. 44.418.672.  Heildarútgjöld eru 46.512.853 kr.  Þar af úthlutun styrkja kr. 32.680.000 kr.  Fjármunatekjur eru 383.242 kr. Tap ársins 1.710.839 kr.  Ársreikningur samþykktur samhljóða.

 

c.    Erindi Austfirðinga

Lagt fram afrit af erindi frá SSA, stílað á ráðherra menningarmála en erindið er skrifað vegna ályktunar stjórnar SSV um menningarsamninga frá 10. feb.sl.  Þar harmar SSA þann ágreining sem orðinn er á milli landshlutasamtaka um framkvæmd menningarsamninga og skiptingu fjármagns til þeirra. 

Á fundi í Menntamálaráðuneytinu sem haldinn var þann 13. desember sl. voru kynnt ný drög að skiptireglu milli landshluta sem síðar var svo afturkölluð og tilkynnt að halda ætti sig við fyrri skiptireglu.  Stjórn SSV undrar sig á þessum vinnubrögðum og felur framkvæmdastjóra að óska eftir fundi með þingmönnum NV-kjördæmis vegna málsins. 

 

6.    Málefni fatlaðra.

a.    Fjárhagsáætlun

Lögð fram fjárhagsáætlun Þjónusturáðs Vesturlands fyrir félagsþjónustusvæðin á Vesturlandi.  Stjórn leggur áherslu á að stjórnunar og umsýslukostnaður sé færður samsvarandi á öllum félagsþjónustusvæðum.

 

b.      Fundargerð frá 28.02.2014

Lögð fram og staðfest.  Samþykkt að haldinn verði sameiginlegur fundur stjórnar Félags- og skólaþjónustu Snæfellingar og framkvæmdastjóra SSV þegar liggja fyrir niðurstöður úr uppgjöri Þjónusturáðs vegna áranna 2011 til 2013.

 

7.   Fundargerðir

a.       Sorpurðun Vesturlands 27.02.14

b.      Almenningssamgöngur 26.02.14

c.       Heilbrigðisnefnd Vesturlands 25.02.2014

d.      SSNV 13.01 og 23.02 2014

e.      SASS 20. febrúar 2014

Lagðar fram.

Hrefna gerði grein fyrir fundargerð Sorpurðunar og Ólafur gerði grein fyrir almenningssamgöngum.  Rætt um fundargerð heilbrigðisnefndar.

  

8.   Umsagnir þingmála

a.    Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi, 277. mál.

b.    Tillaga til þingsályktunar um kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum, 276. mál.

c.    Frumvarp til laga um umferðarlög. (EES reglur o.fl.) 283. mál.

d.    Tillaga til þingsályktunar um áhættumat vegna ferðamennsku, 216. mál.

Lagðar fram.

 

9.   Önnur mál.

a.       Samningur um rekstur Hugheima, frumkvöðla og nýsköpunarseturs,  á Bjarnarbraut 8.

Lagður fram undirritaður. 

b.    Erindi Spalar.

Lagt fram.  Stjórn leggur fram eftirfarandi bókun:

Stjórn SSV mótmælir öllum hgmyndum um áframhaldandi gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum eftir að Spölur afhendir þau ríkinu árið 2018. Frá því að Hvalfjarðargöng voru opnuð hafa átt sér stað úrbætur í vegamálum víða á landinu, m.a. með tvöföldun Reykjanesbrautar og undirbúningi að breikkun Suðurlandsvegar.  Íbúar á þessum svæðum hafa ekki þurft að greiða sérstakt gjald fyrir þær framkvæmdir. 

Stjórn SSV fagnar framkominni þingsályktunartillögu um að setja Sundabraut aftur á samgönguáætlun.  Lagning Sundabrautar skiptir miklu máli fyrir íbúa á Vesturlandi þar sem hún styttir vegalengdina til Reykjavíkur um tíu kílómetra og er það mat sérfræðinga að hér sé um eina arðbærustu framkvæmd landsins í vegamálum að ræða.

 

c.    Laun stjórnar landshlutasamtaka og hugmyndir að starfsfyrirkomulagi á skrifstofu SSV.

Lagt fram.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:20.

Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir.