99 – SSV stjórn

admin

99 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð

 

Stjórnarfundur haldinn í stjórn SSV kl. 10:30 fimmtudaginn 12. september 2013 í Reykholti.

 

Mætt voru:  Gunnar Sigurðsson, Ingibjörg Valdimarsdóttir, Bjarki Þorsteinsson, Jón Þór Lúðvíksson, Sigurborg Kr. Hannesdóttir, Sigríður Bjarnadóttir og Hallfreður Vilhjálmsson.  Halla Steinólfsdóttir boðaði forföll.  Einnig sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir og Ólafur Sveinsson.

 

1.           Fundargerð síðasta fundar.

Rætt um samþykkt stjórnar frá síðasta stjórnarfundi.

Samþykkt.

 

2.           Undirbúningur aðalfundar.

a.    Fjárhagsáætlun og tillögur/ályktanir.

Rætt um fjárhagsáætlun og þá óvissuþætti sem þar þarf að taka tillit til.   Fjárlög hafa ekki enn verið kynnt.   Tillaga er um að fresta fjárhagsáætlun til framhaldsaðalfundar.  Samþykkt.

 

Tillaga um starfsmenn aðalfundar.  Samþykkt.

Ólafur fór yfir stöðu almenningssamgangna og drög að tillögu til aðalfundar SSV.

 

3.           Málefni fatlaðra

A.   Bjarki Þorsteinsson

Bjarki fór yfir bókun sveitarstjórnar Borgarbyggðar frá 9. sept sl. en sama dag samþykkti stjórn SSV tillögur starfshóps SSV um málefni fatlaðra um útdeilingu fjármagns til félagsþjónustusvæðanna.  Bjarki velti upp aðstæðum innan svæðanna og mismunandi aðferðum við talningu þjónustuþega á svæðunum.  Hann taldi ástæðu til að funda með Þjónusturáði Vesturlandi vegna þessa og fara yfir forsendur. 

 

4.           Önnur mál.

Engin.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:40  

Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir.